Vanhæf umboðslaus ríkisstjórn fremur stjórnarskrárbrot

Ríkisstjórnin hefur ekkert umboð til að gera samning við Breta og Hollendinga vegna hinnar meintu Icesave-skuldar. Bretar og Hollendingar reyna að innheimta skuldina með fjárkúgun og gegna Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn ásamt ESB hlutverki handrukkaranna.

Stjórnarskráin kveður á um að ef forseti synjar lögum staðfestingar SKULI þjóðaratkvæðagreiðsla fara fram til að skera úr um hvort lögin taki gildi. Verði niðurstaðan afgerandi höfnun laganna er ekki hægt annað en að líta svo á að þjóðin sé andvíg þeim drápsklyfjum sem hin getulausa og vanhæfa ríkisstjórn Samfylkingar og VG reynir að þröngva upp á þjóðina í þriðja sinn.

Stofnuð hafa verið samtök sem hafna Icesave byrðinni á grunni innlendra og alþjóðlegra laga. Þjóðarheiður - samtök gegn Icesave heita þau og komast má á vefsíðu þeirra með því að smella hér.

NEI við Icesave!


mbl.is Án samráðs við stjórnarandstöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sama þótt við fellum lögin á laugardaginn þá þurfum við að semja. En þar sem að þú ert einn af þeim sem hefur verið heilaþveginn af gamla kolkrabbanum þá þýðir ekkert að ræða þetta meira við þig.

Bjöggi 2.3.2010 kl. 16:42

2 Smámynd: Einar Þór Strand

Bjöggi nei við þurfum ekki að semja um þetta það er grundvallarmálið en það er furðulegt hvernig vinstrimenn þrástagast á því að það verið að semja við heims auðvaldið um að alþýðan verið að borga svo eignamennirnir sleppi með sitt á þurru.

Einar Þór Strand, 2.3.2010 kl. 16:52

3 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

SteinFREÐUR - frosinn heili er alveg búinn að tapa sér og þessi auma ríkisstjórn er stórhættuleg "land & þjóð!"

kv. Heilbrigð skynsemi (fun.blog.is)

Jakob Þór Haraldsson, 2.3.2010 kl. 17:17

4 identicon

ég er h þveginn enn ætla samt ekki að borga þú ert einn af þessum 5% sem eru á móti öllu hinu eða hvað kosningar og ekkert rugl lyfi Ólafur forseti vor áfram Ísland

gisli 2.3.2010 kl. 18:04

5 Smámynd: Theódór Norðkvist

Mikið er það hressandi fyrir sálina þegar fólk kemur með svona frábær rök eins og Bjöggi. "Þú ert bara heilaþveginn og það þýðir ekkert að ræða þetta við þig."

Það kann að vera að við þurfum að semja, en um allt annað en að leggja ólöglegar þrælabyrðar á framtíðarkynslóðir sem bera enga sök á Icesave. Þær samningaviðræður gætu t.d. snúist um hvernig þjóðir heims eigi að sameinast í að koma lögum yfir fjárglæframenn, gera afrakstur gróðabrasks þeirra upptækt og koma í veg fyrir að þeir geti ryksugað verðmæti heilu landanna.

En það hentar líklega ekki  Bretum, enda fela skúrkarnir sig flestir í breskum skattaskjólum, eða réttara sagt breskum skálkaskjólum.

Theódór Norðkvist, 2.3.2010 kl. 19:18

6 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Theódór já mjög sérstakt heilabúið er í blessuðum Bjögga.

Hinsvegar er ég ekki svo viss um að við þurfum að semja eitthvað því við eigum að leyfa þessu nýlenduþjóðum að sækja málið fyrir dómstólum sjálfir og þá á þrotabúið.

 Mér er spurn. Ég er ekki viss um það hvenær rétturinn til að sækja málið fyrir dómi fellur niður. Ég yrði síðan ekkert hissa ef Bretar og Hollendingar gerðu ekkert frekar í málinu ef íslendingar hættu öllum viðræðum við þá.

Guðni Karl Harðarson, 3.3.2010 kl. 16:57

7 Smámynd: Theódór Norðkvist

Rétt hjá þér, Guðni. Ég veit ekki hvenær málsóknarréttur fyrnist, en getur verið að ástæðan fyrir því að Bretar vilja ekki stefna okkur sé að það kallar á rannsókn á því hvað varð um Icesave peningana?

Þar sem þeir eru eflaust faldir í skattaskjólum í breskri lögsögu gæti sú rannsókn komið upp um einhverja kóna í City of London sem Bretar vilja halda hlífiskildi yfir. Þeir eiga örugglega sína Björgólfa og Jóna Ásgeira.

Theódór Norðkvist, 3.3.2010 kl. 18:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Theódór Norðkvist

Höfundur

Theódór Norðkvist
Theódór Norðkvist

Vettvangur fyrir það sem mér liggur á hjarta.

Nýjustu myndböndin

Sambataktar í Malmö

Sambataktar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband