12.3.2010 | 14:06
Steingrímur stendur upp í hárinu á SAASÍ
Afrekaskrá ríkisstjórnarinnar er ekki glæsileg eins og aðrir bloggarar benda á í skrifum við þessa frétt. Steingrímur á þó heiður skilinn fyrir að standa upp í hárinu á atvinnurekandahluta SAASÍ (ekki STASI, austur-þýsku leyniþjónustunnar) spillingarklíkunnar. SAASÍ vill gera landið að drullupolli fyrir álver til að forstjórar þeirra geti safnað spiki. Þess vegna dreifðu þeir skít um Svandísi þegar hún vildi stöðva vitleysuna.
Þreyttur á þessu kjaftæði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Theódór Norðkvist
Tenglar
Hjálparstarf
Ferðalög
- Samferða - vefsíða fyrir fólk sem vill vera samferða Fyrir þá sem vilja sameinast í bíla og lækka eldsneytiskostnað
- Göngum um Ísland Fróðleikur um gönguferðir. Gagnvirkt Íslandskort
- Ferðafélagið Útivist Félagsskapur sem býður upp á gönguferðir um áhugaverða staði
Líkamsrækt
Tenglar um líkamsrækt
Mannréttindabaráttan
- Félagið Ísland-Palestína Félag sem berst fyrir réttindum Palestínumanna
- Amnesty International á Íslandi Íslandsdeild mannréttindasamtakanna Amnesty International
Náttúruvernd
http://www.solistraumi.org/
Bloggvinir
- zeriaph
- eeelle
- tbs
- rosaadalsteinsdottir
- baenamaer
- ulli
- saemi7
- skulablogg
- kuriguri
- vilhjalmurarnason
- marinogn
- hreinn23
- vonin
- icekeiko
- maeglika
- fun
- axelpetur
- prakkarinn
- rafng
- kreppan
- hehau
- photo
- sjalfbodaaron
- mofi
- hlynurh
- bjarnimax
- astromix
- ea
- huldumenn
- muggi69
- jonnnnni
- gerdurpalma112
- gp
- krist
- jonvalurjensson
- bassinn
- gustafskulason
- diva73
- jvj
- maggiraggi
- toshiki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Eitt vantar algjörlega á afrekaskrá ríkisstjórnarinnar en það eru úrræði fyrir venjulega skuldara og heimilin í landinu. Þar hefur ekkert verið gert nema að setja bönkunum sjálfdæmi um úrræði sem þegar til kom felast eingöngu í lengingu á skuldunum á fullum vöxtum og verðbótum, afleiðingum glæpsamlegrar starfsemi bankanna sjálfra. Lenging skulda heimilanna er ekkert annað en lengra í snörunni. Ríkisstjórnin ætlar að tryggja að almenningur borgi allan skaðann sem varð af aðför bankanna gegn krónunni og efnahagskerfinu sem olli því að verðtryggingin æddi upp í himinhæðir vegna verðbólgu og hrapandi gengi krónunnar. Það er hróplegt óréttlæti að almenningur eigi að bera þetta tjón. Ef einhver ætti algjörlega að vera laus við ábyrgð á þessu er það þessi sami almenningur, launaþrælarnir sem geta sig hvergi hreyft vegna rýrnandi kaupmáttar, lækkandi launa, vaxandi atvinnuleysis og stöðugra verðhækkana í skjóli viðvarandi gengislækkunar krónunnar. Þetta er fólkið sem gerði ekkert af sér en glæpahyskið er verðlaunað með milljarða afskriftum, skuldhreinsunum fyrirtækja sem glæpahyskinu eru rétt aftur á silfurfati og áframhaldandi spillingar-ættingja og vinavæðingar í embættismanna- og bankakerefinu. Nú er mælirinn fullur, íslenskur almenningur verður að taka sig saman um að fella ríkisstjórnina og sækja þýfið til auðmannahyskisins hvar sem til þeirra næst og jafnvel kaupa "hitmen" til að fást við þá. Og Icesave draslið sem þjófarnir skildu eftir sig skal aldrei á herðar íslenskra skattgreiðenda!
corvus corax, 12.3.2010 kl. 14:39
Corvus: Plan A er að skrifa undir Icesafe. Plan B er að ná peningunum af auðmönnunum síðan. Það tekur einhvern tíma en það mun takast með þolinmæðinni.
Gísli Ingvarsson, 12.3.2010 kl. 23:31
A er mjög glæfraleg áætlun. Það er ekki hægt að láta saklausa vera ábyrgðarmenn fyrir þjófa sem ganga lausir. Áhættan er of mikil til að réttlæta að heilt þjóðfélag sé sligað með fjármagnskostnaði og það fyrir glæpamenn.
Theódór Norðkvist, 13.3.2010 kl. 02:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.