12.3.2010 | 23:00
Hafa fundið upp nýja tegund af fjárkúgun
Ríkisstjórnum Bretlands og Hollands hefur tekist að útvíkka hugtakið fjárkúgun og hugvitssemi þeirra á eflaust eftir að valda byltingu í heimi skipulagðrar glæpastarfsemi.
Þeir hafa þvingað smáþjóð til að skrifa undir að hún takist á hendur ólöglega skuld undir hótunum um viðskiptaþvinganir, allt frá yfirlýsingum um að stöðva umsókn Íslands um inngöngu í ESB og koma í veg fyrir lánafyrirgreiðslu Alþjóða gjaldeyrissjóðsins og til þess að hóta því jafnvel að rifta EES-samningnum.
Síðan hafa þeir búið þannig um hnútana að þeir fá vexti á þýfið, verði vitleysan ekki stöðvuð. Lalli Johns er ekki svona hugmyndaríkur við sína iðju, enda bara smápeð við hliðina á hinum alþjóðlegu hvítflibbaglæpamönnum auðvaldsins.
Spurðu hvassra spurninga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Theódór Norðkvist
Tenglar
Hjálparstarf
Ferðalög
- Samferða - vefsíða fyrir fólk sem vill vera samferða Fyrir þá sem vilja sameinast í bíla og lækka eldsneytiskostnað
- Göngum um Ísland Fróðleikur um gönguferðir. Gagnvirkt Íslandskort
- Ferðafélagið Útivist Félagsskapur sem býður upp á gönguferðir um áhugaverða staði
Líkamsrækt
Tenglar um líkamsrækt
Mannréttindabaráttan
- Félagið Ísland-Palestína Félag sem berst fyrir réttindum Palestínumanna
- Amnesty International á Íslandi Íslandsdeild mannréttindasamtakanna Amnesty International
Náttúruvernd
http://www.solistraumi.org/
Bloggvinir
- zeriaph
- eeelle
- tbs
- rosaadalsteinsdottir
- baenamaer
- ulli
- saemi7
- skulablogg
- kuriguri
- vilhjalmurarnason
- marinogn
- hreinn23
- vonin
- icekeiko
- maeglika
- fun
- axelpetur
- prakkarinn
- rafng
- kreppan
- hehau
- photo
- sjalfbodaaron
- mofi
- hlynurh
- bjarnimax
- astromix
- ea
- huldumenn
- muggi69
- jonnnnni
- gerdurpalma112
- gp
- krist
- jonvalurjensson
- bassinn
- gustafskulason
- diva73
- jvj
- maggiraggi
- toshiki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Langar að benda þér á ansi magnaða heimildamynd, sem má finna á www.vald.org um efnahagshrunið í Argentínu. Þar sést það svart á hvítu hvað er á seyði og líkindin með Íslandi óhugnanleg. Ég tel ekki að við eigum í deilu við Breta og Hollendinga, sem þjóðir, heldur við skrímsli bankaelítunnar og fjölþjóðasamsteypanna, með stuðningi AGS og Matsfyrirtækja m.a. Heimsveldi, sem hefur engan þjóðfána.
Jón Steinar Ragnarsson, 12.3.2010 kl. 23:33
Það er deginum ljósar að samþykkt Icesave laganna var hreinn og klár pólitískur ásetningur.
Fyrir Jóhönnu var allt í lagi að klyfja þóðina upp fyrir herjar, því það myndi svo sannarlega ganga í augun á EB að
Íslendingar væru skilamenn af bestu gerð. Enda trúði hún því að EB myndi leysa okkur hið snarasta úr ánauðinni þegar
við værum búin að afsala okkur fullveldinu til Brussel. Fyrir Steingrím var þetta líka hárrétt ákvörðun.
Icesave pakkinn myndi tryggja örugga hnignum og volæði í landinu og eins og allir vita hafa kommúnistar á Íslandi aldrei
haft neitt fylgi þegar vel árar. Vart til betri leið fyrir Steingrím að tryggja stólinn sinn.
Maggi 12.3.2010 kl. 23:46
Jón Steinar, ég verð að kíkja á þessa mynd. Held það sé ljóst að þessi spilltu öfl sem halda í alla þræði fjármagnsins séu gríðarlega sterk þó þau séu kannski endilega skipulögð.
Sést vel á því þegar verið er að biðja um einhverja miskunn fyrir skuldum vafin heimilin snúa stjórnmálamennirnir ýmist bakinu í okkur og í besta falli fara undan í flæmingi eða setja á svið einhverjar platlausnir sem lengja bara í hengingarólinni og leiða oft til hærri greiðslubyrði til lengri tíma.
Það er líklega vegna þess að þeir ráða engu, en eru bara strengjabrúður annarra afla.
Theódór Norðkvist, 13.3.2010 kl. 01:22
Sést vel á því að þegar verið er að...átti þetta að vera í byrjun annarrar málsgreinar hér á undan.
Maggi ég er ekki frá því að aðgöngumiðinn inn í ESB hafi verið þetta dýru verði keyptur af Samfylkingunni. Er ekki eins viss um að Steingrímur og VG hafi viljandi koma öllu í kalda kol. Frekar um afglöp að ræða.
Tel ekki rétt að kalla VG kommúnista þó einhverjir í flokknum séu frekar rauðlitaðir.
Theódór Norðkvist, 13.3.2010 kl. 01:28
viljandi komið öllu í kalda kol.....
Það er orðið áliðið.
Theódór Norðkvist, 13.3.2010 kl. 01:29
... Ekki svo áliðið, Theódór, að ég sjái mig úr færi að þakka þér þennan snarpa skotpistil þinn sem hittir svo vel í mark. Áfram Ísland – ekkert Icesave!
Sjá einnig: Þjóðarheiður – samtök gegn Icesave.
Ennfremur: ORÐSENDING TIL ÍSLENDINGA (frá Þjóðarheiðri – þar eru einnig upplýsingar um það hvernig hægt er að nálgast stjórnarmenn, en meðal þeirra eru tveir hér á síðunni!).
Kær kveðja.
Jón Valur Jensson, 13.3.2010 kl. 02:19
Þakka þér fyrir Jón Valur og eins þessa tengla. Hvet alla til að ganga í Þjóðarheiður, sem inniheldur vel yfir 50 félaga. Þverpólitísk samtök með það eina markmið að koma Icesave drápsklyfjunum af herðum þjóðarinnar.
Theódór Norðkvist, 13.3.2010 kl. 02:26
Vil spyrja ykkur í Þjóðarhag, sem teljið að það eigi ekki að semja um neitt, hvort þið hafið kynnt ykkur allar hliðar málsins nægilega? Ekki það að ég vilji vera leiðinlegur, en þþað er ljóst að það er á brattann að sækja við að hafna þessum lámarks 20.000 evrum íljósi fullyrðinga og heitstrenginga þarna mitt í panikkinu. Það er þó bót í máli að ekkert af þessu var sérlega formlegt og bindandi nema yfirlýsing forsætisráðherra GH, þvert ofan í allar alþjóðasamþykktiir og EU directive. Hann hafði hreinlega enga lagalega heimild til að gefa slíkar heitstrengingar. Alþjóðasamningar fara heldur ekki fram í geggnum fjölmiðla. Hvað þá fréttamenn sem sendir eru opinbert út af örkinni til að draga út einhverjar ótímabærar yfirlýsingar með töngum eins og þarna.
Jón Steinar Ragnarsson, 13.3.2010 kl. 07:42
Kannski linkurinn sjáist ekki nægilega vel þarna, en hér er hann aftur.
Jón Steinar Ragnarsson, 13.3.2010 kl. 07:43
Það er kannski sárabót í því að breskir ráðamenn fóru ekki heldur með rétt mál í aðdraganda hrunsins og einmitt þessa örlagaríku daga eins og Gunnar Tómasson bendir réttilega á í bréfis sínu í Janúar S.l. Hér er það.
Á þessu veltur ýmislegt, en hversu foemlegt það er eða bindandi, það má deila um.
Jón Steinar Ragnarsson, 13.3.2010 kl. 07:53
Ég vissi af þessum ummælum í myndbandinu og hef kynnt mér hliðar málsins ágætlega. Ég hygg að fáir hafi kafað dýpra í Icesave málið en Loftur og Jón Valur. Eins og þú bendir á hafa yfirlýsingar ráðamanna í fjölmiðlum og minnisblöð fengin fram með hótunum um viðskiptaþvinganir, útskúfun og ofbeldi (hryðjuverkalögin) lítið gildi þó auðvitað geri þær okkur erfiðaða fyrir.
Auðvitað er bagalegt hve illa stjórn Geirs Haarde glutraði niður stöðu okkar í málinu og ríkisstjórnir Davíðs Oddssonar þar á undan með því að hleypa gróðafíklum lausum í efnahagslífinu, en það á ekki að koma í veg fyrir að við getum staðið á rétti okkar.
Theódór Norðkvist, 13.3.2010 kl. 12:58
Góður pistillinn þinn, Theódór. Skipulögð glæpastarfsemi og ekkert öðruvísi. Og tókuð þið eftir hinum hlýlega og notalega ICESAVE kaffibolla sem oft fylgir fréttum af hrikalegu ICESAVE?
Elle_, 15.3.2010 kl. 12:41
Sammála, Elle. Leiðinlegur þessi kaffibolli með öllum fréttum, eins og verið sé að snúa hnífnum í sárinu sem Icesave hefur valdið.
Theódór Norðkvist, 15.3.2010 kl. 16:51
Vel að orði komizt um það, Theódór!
Jón Steinar, ætlarðu ekki að ganga í samtökin?
Aðra umræðu geymi ég mér.
Jón Valur Jensson, 16.3.2010 kl. 02:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.