13.3.2010 | 22:06
Krónan og okurvextir - Síamstvíburar?
Jón Steinsson, ungur lektor í hagfræði, hefur sent frá sér enn eina snilldarúttektina á peningamálum okkar hrunda efnahagslífs. Greinin hefst á því að höfundur segir bankahrunið á Íslandi stærstu efnahagskreppu allra tíma.
Núverandi upplýsingar benda til dæmis til þess að eignarýrnun í bankakerfinu frá því fyrir hrun sé um 4.200 ma.kr. eða um 280% af VLF. Á þennan mælikvarða er hrunið á Íslandi fimm sinnum stærra en næststærsta hrun allra tíma (Indónesía, 1998).
Síðan segir hann að þrátt fyrir að krónan hafi gert stjórnmálamönnum kleift að bjarga atvinnulífinu með því að láta gengið falla og rýja þannig almenning inn að skinninu (mín orð) sé þessi sveigjanleiki dýru verði keyptur.
Verðið sem við greiðum fyrir sveigjanleikann eru himinháir vextir ár eftir ár. Frá árinu 1995 og til ársloka 2007 var vaxtamunur við útlönd að meðaltali um 5%.......Lántökukostnaður í krónum var því að meðaltali um 5% á ári hærri en í viðskiptaveginni myntkörfu á þessu 12 ára tímabili. Það segir sig sjálft að það er verulegur baggi fyrir íslenskt atvinnulíf að búa við 5% hærri fjármagnskostnað en fyrirtæki í öðrum löndum.
Jón sýnir þessu næst fram á að háir vextir eru óhjákvæmilegur fylgifiskur krónunnar vegna tilhneigingar hennar að falla í kreppum.
Eignir sem gefa vel af sér þegar kreppir að eru sérstaklega aðlaðandi fyrir fjárfesta þar sem það er einmitt þegar kreppir að sem fjármagn er mest virði......Eignir sem á hinn bóginn gefa illa af sér þegar kreppir að eru af sömu ástæðu sérstaklega óaðlaðandi fyrir fjárfesta. Slíkar eignir magna niðursveifluna fyrir eigendur sína í stað þess að dempa hana. Fjárfestar vilja því fá sérstaklega háa ávöxtun fyrir að eiga slíkar eignir.
Niðurstaða hagfræðingsins er að ef við viljum losna við verðtrygginguna og okurvexti verður að skipta um gjaldmiðil.
Margir kvarta sáran yfir okurvöxtum og vísitölutengingu lána á Íslandi. En sömu aðilar eru oft svarnir andstæðingar þess að krónunni sé kastað og annar gjaldmiðill tekinn upp í staðinn. Þessir aðilar vilja borða kökuna og eiga hana. Í rauninni er eini raunhæfi möguleikinn til þess að losna við okurvexti og vísitölutengingu lána að við köstum krónunni.
Grein Jóns Steinssonar má finna í heild sinni á þessari slóð.
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 23:48 | Facebook
Um bloggið
Theódór Norðkvist
Tenglar
Hjálparstarf
Ferðalög
- Samferða - vefsíða fyrir fólk sem vill vera samferða Fyrir þá sem vilja sameinast í bíla og lækka eldsneytiskostnað
- Göngum um Ísland Fróðleikur um gönguferðir. Gagnvirkt Íslandskort
- Ferðafélagið Útivist Félagsskapur sem býður upp á gönguferðir um áhugaverða staði
Líkamsrækt
Tenglar um líkamsrækt
Mannréttindabaráttan
- Félagið Ísland-Palestína Félag sem berst fyrir réttindum Palestínumanna
- Amnesty International á Íslandi Íslandsdeild mannréttindasamtakanna Amnesty International
Náttúruvernd
http://www.solistraumi.org/
Bloggvinir
- zeriaph
- eeelle
- tbs
- rosaadalsteinsdottir
- baenamaer
- ulli
- saemi7
- skulablogg
- kuriguri
- vilhjalmurarnason
- marinogn
- hreinn23
- vonin
- icekeiko
- maeglika
- fun
- axelpetur
- prakkarinn
- rafng
- kreppan
- hehau
- photo
- sjalfbodaaron
- mofi
- hlynurh
- bjarnimax
- astromix
- ea
- huldumenn
- muggi69
- jonnnnni
- gerdurpalma112
- gp
- krist
- jonvalurjensson
- bassinn
- gustafskulason
- diva73
- jvj
- maggiraggi
- toshiki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Einhver tillaga um hvð kæmi í staðinn? Evrópusinnarnir segja þetta ákall á evruna, sem er að murka lífið úr nokkrum þessara 16 þjóða í þessum myntvafningi. Ekki er það dollarinn, svona eins og Eqvador hefur reynt. Ekki er hann heldur beint fýsilegur í dag og jafn opinn fyrir stöðutöku og hver önnur smámynt.
Er svarðið ekki fjölmyntakerfi, eða opið myntkerfi. Ég veit ekki. Hvernig er þetta aftur þarna á Gurnsey? MichaelHudson hefur annarshaft frammi einhverjar tillögur um þetta. Hann segir það sjálfsmorð að taka upp evru og gott ef hann hefurekki rétt fyrir sér í því. GylfiMagnússon sagði einhverntía í Háskólafyrirlestrifyrir hrun að upptaka evru yrði eitt og sér svo dýrt fyrirtæki, að það myndi setja okkur endanlega á hausinn. Hvað skyldi hann halda um það í dag?
Jón Steinar Ragnarsson, 14.3.2010 kl. 00:13
Er valið ekki það sama í allri mynt. Fella gengið til að bjarga atvinnuvegum, en minnka kaupmátt í leiðinni, eða auka kaupmátt og rústa atvinnuvegunum. Þessi línudans er ekkert einskorðaður við krónuna og ég lít á allt svona tal sem dulbúinn evrópubandalagsáróður. Ég lýsi eftir tillögum um staðgengil, sem leysti þessi vandamál á einu bretti og væri laus við þá ókosti, sem maðurinn talar um.
Jón Steinar Ragnarsson, 14.3.2010 kl. 00:16
Ég tók upp evru sem datt úr stuttbuxnavasanum á Spáni í sumar og ég er enn á lífi. Nei, en án gríns þá spyr ég hvort átt sé við að taka evru upp einhliða eða með inngöngu í ESB sem er mun eðlilegri leið. Auk þess er líka dýrt að halda áfram og gera ekki neitt í þessum málum.
Valkostirnir eru í grófum dráttum eins og þú lýsir, en stærri myntir hljóta að vera stöðugri og kalla á aga þeirra sem nota þær. Gengisfellingarnar hafa ekki beinlínis verið sparaðar í gegnum tíðina, sá þjófnaður um hábjartan dag.
Annars vil ég láta mig dreyma um heimssátt í gjaldmiðilsmálum og að það verði litið á það sem siðleysi og stríðsyfirlýsingu að taka stöður gegn gjaldmiðlum þjóða og þjóðabandalaga. Hvað er það annað en árás á viðkomandi lönd?
Theódór Norðkvist, 14.3.2010 kl. 00:42
Þrátt fyrir þetta langa svar vildi ég líka svara þessu með efnahagsvandræði nokkurra þjóða í ESB. Það er svo sem milljón sinnum búið að fara í þá umræðu að þau eru ekki evrunni að kenna. Hún fríar þjóðir ekki ábyrgð að haga sér eins og menn í fjármálum.
Theódór Norðkvist, 14.3.2010 kl. 00:44
Hvað með að banna vogunarrsjóði t.d.? Annars eru menn ekkert að fella gengið af ótuktarskap. Það er bara spurning um samkeppnishæfni. Ef fyrirtækin geyspa golunni, þá er ekki mikið að hafa fyrir fólkið hvort sem er. Allt bitnar þetta á vasa alls fólks. Hvers annars ætti það að gera? Verðbólga er líka ekkert annað en falin skattlagning, svo það er vandratað. Hækkun vöruverðs er sama og lækkun launa og lækkun launa er sama og hækkað vöruverð. Þetta er spurning um vitræna hagstjórn og jafnvægi. Skuldsetja sig ekki um of osfr. Það hefur skort svolítið á það hér. Hér hefur gengi verið vitlaust skráð frá day one, svo það er kannski málið að koma þeirri skráningu í rétt horf.
Það er annars ansi óhefðbundin "hagfræði" í gangi hér nú og seðlabankinn ætti eiginlega að fá Nóbelinn fyrir skáldskap.
Jón Steinar Ragnarsson, 14.3.2010 kl. 06:31
Það er alltaf verið að mála "skattborgara" sem einhver fórnarlömb misréttis. Hverjir eru hinir? Það er non existent norm. Það hefur ekkert fyrirtæki né ríki efni á því að gera út af við neytendur. Allt byggist á þeim og kaupmætti þeirra. Spurningin er bara hvað þykir mönnum nóg. Ég er ansi hræddur um að þar sé ekkert þak. Það eina sem við þurfum að varast er að gefa erlendum stórfyrirtækjum og bönkum undirtökin í efnahagslífinu. Þeir skirrast ekki við að gera lönd að þrælanýlendum. Það er því ágætt að vera með mynt, sem enginn kærir sig um nú um stundir.
Jón Steinar Ragnarsson, 14.3.2010 kl. 06:38
Ég er nokkuð sammála þér í fyrri athugasemdinni. Þetta er spurning um aga í efnahagsmálum og við getum hugsanlega tekið hann upp án þess að hengja okkkur aftan í yfirþjóðlegt bandalag eins og ESB. En það er bara oft þannig að ef þú getur ekki agað þig sjálfur kemur einhver annar og gerir það fyrir þig. Yfirleitt er það mun sársaukafyllra.
Hvernig skilgreinirðu þjóðhollustu? Er það þjóðhollusta að vilja frekar láta landa sína svína á sér en erlend fyrirtæki og þjóðir? Icesave nauðungin er eitt, en vaxtaokrið og sukkið innanlands er hvort tveggja örugglega stærra efnahagslegt hryðjuverk gegn almenningi en Icesave getur nokkurn tímann orðið.
Ég vil gjarnan forðast að við gefum erlendum stórfyrirtækjum og bönkum undirtökin í efnahagslífinu, sem gera landið að þrælanýlendum.
En það er einmitt fall krónunnar sem hefur valdið því að þessi sömu stórfyrirtæki og bankar fá allar afurðir okkar á hálfvirði. Hvað erum við annað en þrælanýlenda við þannig aðstæður?
Það er miklu fljótlegra og þægilegra fyrir stórfyrirtækin og bankana erlendu að við séum með aðra mynt en þeir. Þá geta þeir ráðist á krónuna og fengið allt sem þeir girnast hér á landi á hrakvirði.
Theódór Norðkvist, 14.3.2010 kl. 13:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.