25.3.2010 | 19:04
Spennu- og gróðafíklar
Alltaf tekst mönnunum að nota hamfarir og forvitni fólks til að hafa það að féþúfu. Ekki bætir úr skák að spennufíklarnir eru að stofna sér og öðrum í stórhættu, þannig að oft þarf að senda jafnvel margar björgunarsveitir, með rándýran útbúnað til að bjarga hinum forvitnu fíklum úr sjálfsköpuðum vandræðum sínum. Fyrir utan kostnaðinn sem hlýst af slíkri ævintýramennsku. Gera þessir menn sér ekki grein fyrir því að þarna er eldgos?
Það er löngu orðið tímabært að skikka jökla- og fjallageitur sem vilja drepa sig á hálendinu til að borga rándýra tryggingu fyrir. Hvers vegna eiga skattgreiðendur að fjármagna fífldirfsku örfárra spennufíkla? Er ekki komið nóg af slíku, eða vilja menn annað hrun samfélagsins?
Ég sting upp á einni og hálfri milljón í tryggingu fyrir hættulegustu svæðin, síðan smá lækkar hún niður í fimmtíu þúsund, t.d. fyrir Esjuna og önnur léttari fjöll. 90% tryggingarinnar yrði endurgreitt ef engin slys yrðu, en 10% rynnu til björgunarsveitanna.
Minnsta gosið en langflottast | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Theódór Norðkvist
Tenglar
Hjálparstarf
Ferðalög
- Samferða - vefsíða fyrir fólk sem vill vera samferða Fyrir þá sem vilja sameinast í bíla og lækka eldsneytiskostnað
- Göngum um Ísland Fróðleikur um gönguferðir. Gagnvirkt Íslandskort
- Ferðafélagið Útivist Félagsskapur sem býður upp á gönguferðir um áhugaverða staði
Líkamsrækt
Tenglar um líkamsrækt
Mannréttindabaráttan
- Félagið Ísland-Palestína Félag sem berst fyrir réttindum Palestínumanna
- Amnesty International á Íslandi Íslandsdeild mannréttindasamtakanna Amnesty International
Náttúruvernd
http://www.solistraumi.org/
Bloggvinir
- zeriaph
- eeelle
- tbs
- rosaadalsteinsdottir
- baenamaer
- ulli
- saemi7
- skulablogg
- kuriguri
- vilhjalmurarnason
- marinogn
- hreinn23
- vonin
- icekeiko
- maeglika
- fun
- axelpetur
- prakkarinn
- rafng
- kreppan
- hehau
- photo
- sjalfbodaaron
- mofi
- hlynurh
- bjarnimax
- astromix
- ea
- huldumenn
- muggi69
- jonnnnni
- gerdurpalma112
- gp
- krist
- jonvalurjensson
- bassinn
- gustafskulason
- diva73
- jvj
- maggiraggi
- toshiki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Tókst þú eftir því í þessarri frétt, að fyrirtækið sem er með þessar ferðir ætlar að mismuna fólki eftir þjóðerni. Dýrara fyrir útlendinga en íslendinga.
Er það ekki lögbrot?
Hamarinn, 25.3.2010 kl. 19:45
Theodór, gerðu Hamrinum greiða og reiknaðu fyrir hann hvað hann á að borga í þessum innlenda gjaldmiðli, þessum verðlausa. Hann heldur nebbninlega að hann eigi rétt á að eigandi sleðanna láni honum sleðana. Nema þú viljir banna honum það.
Baldvin Kristjánsson, 25.3.2010 kl. 19:53
Þetta atriði er frekar óljóst í fréttinni, bara talað um að finna þægilegra verð fyrir Íslendinga. Er meint að þeir þurfi að borga 60 þúsund miðað við núverandi gengi, eða meira og þess vegna þurfi þægilegra verð. Spyr sá sem ekki veit.
Annars finnst mér annað verra, en það er að þessi frétt er bara dulin auglýsing og við gengum allir í gildruna. Held það sé brot á útvarpslögum, en þar segir að skila skuli milla fréttaefnis og auglýsinga.
Theódór Norðkvist, 25.3.2010 kl. 20:00
óskaplega eigið þið Hamarinn erfitt með að þola mönnum sem eru að ná í gjaldeyri fyrir landið að ná sér í hæsta markaðsverð. fjölmiðlum er frjálst að skrifa um hvað sem þeir vilja, rétt eins og ykkur er frjálst að bulla hér að vild. mér finnst þetta hið besta mál, hefði bara haldið að þeir gætu selt þetta dýrara, kúnninn ræður hvort hann vill með þeim (en þarf þá að borga fyrir í gjaldmiðli sem virkar hjá þeim sem framleiða sleðana).
Baldvin Kristjánsson, 25.3.2010 kl. 20:07
Ég var nú fyrst og fremst að setja út á að verið sé yfirhöfuð að fara með ferðamenn á svæði undir aðstæðum sem eru hættulegar. Það eru náttúruhamfarir í gangi, ef það hefur farið fram hjá þér, Baldvin.
Mér þykir líka slæmt þegar verið er að hafa fólk að féþúfu við svona aðstæður og þú mátt kalla það bull ef þú vilt. Því miður er búið að afvegaleiða umræðuna frá upphaflegu færslunni.
Theódór Norðkvist, 25.3.2010 kl. 20:13
Legg til að þú stingir upp á verði sem þér finnst sanngjarnt fyrir hönd ferðamannsins, og komir því á framfæri við fyrirtækið. Þess utan, að þú hringir í Almannavarnir og bendi þeim á að það séu náttúruhamfarir í gangi, svo þeir geti stoppað þá af sem eru að gera það sem þér finnst ekki í lagi.
Baldvin Kristjánsson, 25.3.2010 kl. 20:22
Baldvin ætti bara að taka að sér Spaugstofuna. Ég hefði ekkert á móti því að við tækjum upp kapítalisma hér á landi.
En þá verður pilsfaldakapítalisminn sem hefur ráðið ríkjum að víkja. Hann birtist í bönkum sem falla í fangið á ríkinu og kosta skattgreiðendur morðfjár bæði vegna endurreisnar þeirra og stökkbreytingar lána heimilanna.
Hann birtist líka í því að ævintýramenn eru að fara á fjöll með ferðamenn og týnast, detta í sprungur í brjáluðum veðrum eða kveikja í sér í eldgosum. Ætla að vera stórir karlar og græða og þykjast vera eigin herrar.
Síðan á Landhelgisgæslan á vegum ríkisins og björguanrsveitir (að hluta á framfæri ríkisins) að kosta milljónum til að bjarga þeim (eða finna öskuna af þeim.)
Theódór Norðkvist, 25.3.2010 kl. 20:32
Þú þarna Baldvin.
Ég er ekki að setja út á verðið, en þú átt erfitt með að skilja það greinilega, ég er að setja út á að það á að mismuna fólki eftir þjóðerni.
En þar sem þú skilur þetta ekki þá skal ég reyna að útskýra þetta fyrir þér.
Þeir ætla að láta útlendinga borga HÆRRA taktu eftir HÆRRA fyrir þessar ferðir en íslendinga. Þannig að ég ætti að vera hæstánægður með það, en það er ekki leyfilegt að mismuna fólki eftir þjóðerni.
Þú snýrð öllu á haus, heldur að ég vilji fá ferð fyrir ekki neitt.
Hamarinn, 25.3.2010 kl. 20:34
Þetta er ljótt að heyra, en gott að þú heldur áfram að berjast, björt framtíð landins er í þínum höndum. Ég er illu heilli fastur í útlöndum.
Baldvin Kristjánsson, 25.3.2010 kl. 20:37
Sem betur fer
Hamarinn, 25.3.2010 kl. 20:41
Segðu. Það væri allt farið í bál og brand ef ég væri þarna. og þori ekki á næstunni, það eru náttúruhamfarir.
Baldvin Kristjánsson, 25.3.2010 kl. 20:44
Framboð og eftirspurn er eitthvað sem hefur ansi mikil áhrif á markaðsverð allra hluta. Ef eftirspurnin er mun meiri en framboðið þá hækkar verðið. Svo er það nú bara þannig að 345 evrur er ekki neinn rosalegur peningur fyrir útlendinga í dag. Mér finnst bara nokkuð gott að vera búinn að ákveða verðlækkun fyrir okkur sem búa á skerinu til að gera okkur kleift að berja þessar hamfarir augum líka.
Svo er ekki tekið fram í þessari frétt að lögreglan er búin að fara þennan hring með þeim og fullvissa sig um að þetta sé alveg öruggt, sem það er (eins og hægt er uppi á jökli).
Af hverju er það alveg ómögulegt að samgleðjast þeim sem geta gert góða hluti fyrir sig og aðra á þessum krepputímum???
Arcanum er fyrirtæki sem er búið að vera þarna uppi á Mýrdalsjökli í rúmlega 10 ár og eigendurnir eru miklir reynsluboltar í þessum geira. Þau eru alveg traustsins verð !!!
Dóra 25.3.2010 kl. 20:51
Dóra ekki skemma.
Baldvin Kristjánsson, 25.3.2010 kl. 20:55
Þeir voru líka þrautreyndir sleðaleiðsögumennirnir sem týndu fólkinu á Langjökli um miðjan síðasta mánuð.
Theódór Norðkvist, 25.3.2010 kl. 21:09
Síðan má það koma aftur fram að ég var ekki að setja út á verðið á ferðunum.
Theódór Norðkvist, 25.3.2010 kl. 21:12
Hefur einhver sett út á verðið? Bara mismunandi verð eftir þjóðerni.Finnst ykkur það í lagi?
Hamarinn, 25.3.2010 kl. 21:15
Sko! Þetta er fjandi há upphæð fyrir verkamann,sem er á verkamanna launum,þetta slagar upp í viku kaup hjá fiskverkafólki.
Þórarinn Baldursson, 26.3.2010 kl. 21:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.