Hvað sagði ég ekki?

Í færslunni hér á undan þar sem ég vara við fífldirfsku. Einnar og hálfrar milljónar tryggingu á þá sem æða þarna á hraunsvæðið strax. Sem verður endurgreidd að 75-90%, ef tryggingarhafi kemst slysalaust heim, en afgangurinn rennur til björgunarsveita.

 


mbl.is Flugóhapp á gossvæðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hættu þessum æsingi Teddi. Þú hljómar eins og erkitýpískur fréttabloggari. Ég hef illlan grun um að þetta geti verið hann bloggvinur vor ljósmyndari og snillingur hann Kjartan Pétur Sigurðsson.  Við skulum ekki vera að dæma þann mann, hann er þaulvanur, en slys geta hent hvar sem er. Svona sleggjudómar eins og þú auglýsir hér um allar trissur eru ekki á nokkurn hátt sanngjarnir.

Jón Steinar Ragnarsson, 27.3.2010 kl. 19:22

2 identicon

Ef þú værir einn af þessum forvitnu, gætirðu þá borgað þessa tryggingu fyrir fram?

Sennilega ert þú einn af þeim en hefur ekki tök á því að skoða þetta.

Í sambandi við þetta flugslys þá geta þau gerst hvar sem er og hvenær sem er.

Flugmenn eru þjálfaðir í neyðarviðbrögðum og gerði þessi einstaklingur hárrétt.

Kristján B 27.3.2010 kl. 19:22

3 identicon

Allt flug frá Keflavík var bannað vegna gossins. Engin hætta var í Keflavík og allt flug tekur stefnu til suðurs.

Nú er verið að leyfa jafnvel fis druslum að fljúga yfir eldstöðvarnar.

Er ekki allt í lagi með almannavarnir eða þá sem stjórna þessu?

Haukur Kristinsson 27.3.2010 kl. 19:40

4 Smámynd: Theódór Norðkvist

Kjartan er án efa fær flugmaður, en ég er ekki síður að tala um göngufólkið. Það þurfti að hjálpa einum örmagna göngumanni í dag niður af hálsinum.

Það eru ekki sleggjudómar að vilja tryggingu vegna hættu á milljónatjóni björgunarsveita. Ætlum við Íslendingar aldrei að læra að taka ábyrgð á okkar eigin lífum og treysta alltaf á að aðrir bjargi okkur úr sjálfsköpuðum vandræðum okkar?

Fara þess í stað að væla um að Ísland sé að verða eins og Norður-Kórea þegar verið er að fá fólk til að hugsa áður en það framkvæmir?

Theódór Norðkvist, 27.3.2010 kl. 19:43

5 Smámynd: Theódór Norðkvist

Athugasemd Hauks kom meðan ég sendi mína, en ég spyr að þessu líka. Held að einmitt þessi umræða sem ég nefni hér rétt á undan, um að allt eigi að vera frjálst og leyfilegt og menn þurfi ekkert að hugsa um að taka ábyrgð á eigin lífi sé ástæðan fyrir þessari eftirgjöf.

Spennufíklarnir hafa nefnilega margir hverjir mikið fé á milli handanna og hafa áhrif á stjórnmála- og embættismenn, sem hafa ekki manndóm til að láta skynsemina ráða frekar en þrýstihópa í ferðaþjónustu.

Theódór Norðkvist, 27.3.2010 kl. 19:47

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það vantar sveimér einhverjar blaðsíður í ykkur.  Þvílík andskotans móðursýki. Það hlýtur að vera erfitt að vera svona rosalega yfirvegaður og perfekt eins og þið.  Nú er spurning um að stöðva umfeð eða takmarka hana í Reykjavík, vegna þess að það er hugsanlegt að einhverjir árekstrar verði?  Stoppa gönguferðir í Heiðmörkina af því að það er hugsanlegt að einhver örmagnaðist á göngunni.

Ég hef ekki heyrt fíflalegri umræðu á þessu bloggi og er þó hörð samkeppni um subjekt þar. Það er sannarlega eitthvað annað að plaga ykkur en umferðin á Fimmvörðuhálsi. Það leynist engum. 

Jón Steinar Ragnarsson, 27.3.2010 kl. 19:59

7 Smámynd: Theódór Norðkvist

Er farið að gjósa í Heiðmörk?

Theódór Norðkvist, 27.3.2010 kl. 20:02

8 Smámynd: Ólafur Gíslason

Alltaf gaman að sona "bannvitsbrekkum".  Það urðu nokkrir árekstrar í Reykjavík í dag.  Banna alla umferð ökutækja strax!  Gunna gamla datt á Laugaveginum.  Banna alla umferð gángandi vegfaranda strax!

Ólafur Gíslason, 27.3.2010 kl. 20:20

9 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ég var búinn að svara þessari ótrúlega heimskulegu samlíkingu við umferð bíla. Það eru litlar líkur á bílslysum þar sem farþegar verða djúpsteiktir.

Theódór Norðkvist, 27.3.2010 kl. 20:27

10 identicon

Ég veit ekki hvað Jón Steinar og Ólafur eiga við. Ég var að gagnrýna stöðvun á millilandsflugi, en hinsvegar furða mig á því að fis-drusslur fái að fljúga yfir gosstöðvar.

Haukur Kristinsson 27.3.2010 kl. 20:39

11 identicon

Tja, Theódór, ég gæti bent þér á þessa frétt úr sænska Aftonbladet í dag þar sem þrír menn dóu í bílslysi, þeir brunnu að öllum líkindum til dauða í bílnum eftir að kviknaði í honum! Miðað við æðibunuganginn í þér ætti líklega að banna bílaumferð í Svíþjóð!

Gulli 27.3.2010 kl. 22:35

12 Smámynd: Theódór Norðkvist

Við getum aldrei útrýmt áhættu úr daglega lífinu, en við getum lágmarkað hana. Auðvitað getur kviknað í bílum, en það er ekki rennandi hraungos í þeim að öllu jöfnu.

Auk þess er nauðsynlegt að komast á milli í bílum vegna vinnu og annars, en það er ekki nauðsynlegt að þvælast út í óbyggðir í allt að 20 stiga frosti til að sjá eldgos sem er hægt að sjá í sjónvarpinu.

Þessi bílasamlíking er því afspyrnu heimskuleg.

Theódór Norðkvist, 27.3.2010 kl. 23:24

13 Smámynd: Baldvin Kristjánsson

kviknaði í fisinu?

Baldvin Kristjánsson, 28.3.2010 kl. 01:20

14 Smámynd: Theódór Norðkvist

Baldvin, hvaða rugl er þetta? Það ættu allir að geta skilið að ef flugvél er að fljúga í kringum eldgos og bilar, getur hún lent á glóandi hrauninu.

Annars virðast forráðamenn almannavarna vera á sama máli og ég, því gönguleiðinni var lokað um sexleytið þar sem göngufólk átti á hættu að fá eitraðar gufur í andlitið.

Það vita nefnilega allir (nema mögulega nokkrir sem hér hafa skrifað) að þegar farið er í langa göngu getur vindáttin breytt sér á leiðinni.

Theódór Norðkvist, 28.3.2010 kl. 01:34

15 identicon

Ja hérna, það er greinilegt að hér fer fagmaður ( Theódór) á ferð og þekkir eldstöðvarnar betur en við hin, eigum við ekki bara að leyfa honum að fylgjast með þessu  í sjónvarpinu. Við hin höldum áfram að fá lífið og raunvöruleikann beinnt í æð.

Þeink god   fyrir flugvélar, þyrlur, vélsleða og lappir, tala nú ekki um smá vit AMEN!!

Helga Björk 28.3.2010 kl. 04:47

16 Smámynd: Baldvin Kristjánsson

var ekki gönguleiðinni lokað af því það var að koma myrkur?

Baldvin Kristjánsson, 28.3.2010 kl. 10:30

17 Smámynd: Theódór Norðkvist

Búið er að loka gönguleiðinni upp Fimmvörðuháls, annars vegar sökum veðurs, en ellefu stiga frost og mikið rok er á svæðinu. Hins vegar var talið rétt að loka gönguleiðinni sökum þess að vindáttin hefur breyst og fellur nú aska yfir gönguleiðina upp frá Skógum.

Orðrétt úr frétt á mbl.is í gærkvöld.

Theódór Norðkvist, 28.3.2010 kl. 12:26

18 identicon

ég rölti þetta í gær, það var fínt veður, þó breytilegt eins og veður til fjalla jafnan er og það askaði aðeins yfir okkur þegar við nálguðums eldstöðina.

Það kom á óvart hversu margir voru að tölta til baka í gallabuxum og lélegum aðbúnaði, ég talaði við einn sem var ekki einusinni með hanska, hann var Pólverji og vissi ekki alveg hvað hann var að fara út í.

En þú Theódór sest á háan hest, þetta er ísland, fólk ferðast um landið. Mér leið vel að vita af björgunarsveitunum á fjallinu, þær voru sýnilegar, einnig voru margir sveitamenn á labbi til að sjá gosið. Þeir sem vinna við björgunarsveitirnar þrífast á þessu og hafa gaman að. Það er líka gott að vita að mann verði bjargað þó svo maður væri ekki með einhverja trygginu (sbr. Ameríska heilbrygðiskerfið)

Benedikt Sveinsson 28.3.2010 kl. 12:52

19 Smámynd: Theódór Norðkvist

Takk fyrir þessar upplýsingar, Benedikt. Ég er nú ekki í hestamennskunni, myndi eflaust brjóta einhver bein eins og forsetinn.

Ég er nú almennt félagslega sinnaður, vill hafa öryggiskerfi í heilbrigðismálum, en vill líka að fólk taki ábyrgð á sínu eigin lífi og limum. Þess vegna sting ég upp á svona tryggingu.

Theódór Norðkvist, 28.3.2010 kl. 13:06

20 identicon

ég tek undir það sem Jón Ragnar segir .  

ef það væri 1 og hálf miljóna trygging.  þá færi varla nokkur maður þangað upp.   Þetta er landið okkar og auðvitað eiga allir að geta fengið að njóta náttúrudýrðina sem landið bíður uppá .   Ekki bara ríka fólkið sem á eina og hálfa miljón.  Það er líka rétt sem Benedikt Sveinsson segir um að björgunarsveitirnar þrífist á þessu.  Er sjálfur í Björgunarsveit.  og það er einmitt svona hlutir sem gera þetta spennandi.    Svo ég lít ekki á það sem kvöð hjá björgunarfélögunum að vera á staðnum og fylgjast með.   

 Er á leiðinni sjálfur í kvöld austur til að upplifa þetta.     sem betur fer kostar það ekkért  (nema olíu).   Menn verða að hafa gaman í kreppunni.  

Brynjar Guðjóns 28.3.2010 kl. 14:01

21 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ég var sjálfur í björgunarsveit (hætti vegna flutnings í annað landshorn) og er ekki að skrifa þetta af vanþekkingu á björgunarstörfum. Ég er einmitt að skrifa þetta vegna þess að mér hefur ofboðið hvað fólk er ábyrgðarlaust við að stofna sér í stórhættu illa búið og fyrirhyggjulaust. Jafnvel menn sem áttu að kallast reyndir, í einstaka tilfellum leiðsögumenn.

Svona tryggingu ætti venjulegt fólk að geta fengið í banka, eða í gegnum tryggingarfélag. Er ekki venjulegt launafólk stundum sjúkratryggt upp á margar milljónir? Kostar á bilinu 5-8 þúsund á mánuði. Flestir sem fara af stað gera það vegna þess að þeir telja að þeir ráði við aðstæður er upp geta komið. Þeir ættu þá ekki að vera hræddir við að leggja fram tryggingu sem þeir fá greidda til baka að langmestu leyti.

Hvet Brynjar sem aðra er fara þarna á svæðið að fara varlega og hafa í huga að vindátt getur snúist og blásið banvænum lofttegundum í andlit þeirra.

Theódór Norðkvist, 28.3.2010 kl. 14:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Theódór Norðkvist

Höfundur

Theódór Norðkvist
Theódór Norðkvist

Vettvangur fyrir það sem mér liggur á hjarta.

Nýjustu myndböndin

Sambataktar í Malmö

Sambataktar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband