Náttúruhamfarir, ekki sirkus undir Eyjafjöllum

Forvitnin drap köttinn segir máltækið og ég er ekki að tala um óhapp á flokksfundi hjá Vinstri grænum. Það er eins og fólk geri sér ekki grein fyrir því að nú standa yfir náttúruhamfarir á Eyjafjöllum.

Myndast hefur ný gossprunga með sjö gígum og nú er Mýrdalsjökull að liðast í sundur. Svæðið þarna er allt á fleygiferð undir fótunum á fólki. Guð gefi að engin alvarleg slys verði.

Björgunarsveitir eiga heiður skilinn fyrir óeigingjarnt starf við að leiðbeina og stundum burðast með ferðamenn til byggða sem hætta sér of nálægt gossvæðinu, örmagnast sökum þjálfunarleysis eða verða fyrir ofkælingu.


mbl.is Ný jökulsprunga í Goðabungu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hamarinn

Gleymdu því ekki að sagt er að kötturinn hafi 9 líf!!!

Hamarinn, 31.3.2010 kl. 23:46

2 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ef lætin halda áfram þarna austur frá verða kettirnir þar fljótir að klára þau öll!

Theódór Norðkvist, 31.3.2010 kl. 23:50

3 Smámynd: Hamarinn

Ég var nú aðallega að vísa til kattanna í VG.

Hamarinn, 31.3.2010 kl. 23:52

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Margir taka ekki ráðleggingum björgunarsveita. Þótt þeim finnist þeir ráða eigin ferðum hvernig sem þeir eru útbúnir,kemur alltaf til kasta björgunarsveitanna  að bregðast við ef óhapp verður. 

Helga Kristjánsdóttir, 1.4.2010 kl. 01:30

5 identicon

Vonandi verða eyfellsku kettirnir ekki fyrir ofkælingu. Það er að vísu alkunna að ofkælingar fara hratt yfir og þvælast víða á þessum árstíma en sem betur fer hafa flestir kettir vit á því að halda sig inni þegar von er á ofkælingum enda viðbúið að þeir ofkælist verði þeir fyrir einni slíkri.

Jón Garðar 1.4.2010 kl. 02:21

6 Smámynd: Theódór Norðkvist

Þakka innlit og athugasemdir. Spurning hvort ætti ekki að senda Jóhönnu í kattasmölun þarna austur eftir, hún hefur svo mikla reynslu eftir VG-samstarfið!

Rétt Helga og við þetta má bæta að björgunarsveitarfólkið er líka að setja sig í hættu við að bjarga fólki í vandræðum.

Theódór Norðkvist, 1.4.2010 kl. 02:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Theódór Norðkvist

Höfundur

Theódór Norðkvist
Theódór Norðkvist

Vettvangur fyrir það sem mér liggur á hjarta.

Nýjustu myndböndin

Sambataktar í Malmö

Sambataktar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband