Vegtollar - góð hugmynd eða svikamylla?

Vegtollar eru í sjálfu sér ágætis hugmynd, en ekki er allt sem sýnist. Rétt eins og bankarnir voru lífeyrissjóðirnir rændir innan frá. Útrásardólgarnir drógu ofurlaunaða forstjórana á asnaeyrunum í laxveiðiferðum til að ausa peningum í svikamyllur sínar.

Lífeyrissjóðirnir hafa þannig tapað mörg hundrað milljörðum sem eru líklega í bankahólfum skattaparadísanna. Einhvernveginn þurfa forráðamenn þeirra að bæta fyrir afglöp sín. Auðvitað kemur það ekki til greina frekar en fyrri daginn að braskararnir séu látnir sæta ábyrgð á gjörðum sínum, eða sækja útrásardólgana til saka og gera þýfið upptækt.

Miklu auðveldara er að rukka sauðsvartan almúgann eins og alltaf fyrir svallveisluna sem honum var ekki boðið til en er þvingaður til að borga.

Lífeyrissjóðirnir lána ríkinu þær fáu krónur (eða evrur?) sem þeir eiga eftir til vegaframkvæmda sem hafa hingað til verið greiddar með sköttum og ríkið lætur síðan fólkið í landinu, eigendur lífeyrissjóðanna, borga lánið og þar með vegaframkvæmdir með vöxtum í formi vegtolla. Eins og venjulega virðist fólkið ætla að láta spila með sig.

Mér sýnist að með þessu sé verið að fara bakdyramegin til að láta almenning borga hrunið.


mbl.is Vegatollar möguleg lausn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er bara aðgerð til að geta fylgst betur með ferðum fólks, partur af stóra bróður. GPS tracking á alla Íslenska bíla. Aldrei mun ég leyfa þeim að gera þetta við mig, veit ekki með annað fólk.

Geir 9.4.2010 kl. 20:40

2 Smámynd: Birnuson

Geir: Notarðu GSM? Þá er hægt að fylgjast með þér.

Birnuson, 9.4.2010 kl. 23:08

3 Smámynd: Theódór Norðkvist

Og í gegnum netnotkun.

Theódór Norðkvist, 9.4.2010 kl. 23:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Theódór Norðkvist

Höfundur

Theódór Norðkvist
Theódór Norðkvist

Vettvangur fyrir það sem mér liggur á hjarta.

Nýjustu myndböndin

Sambataktar í Malmö

Sambataktar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband