Alltaf til peningar eftir að sagt er að engir peningar séu til

Merkilegt þegar það eru allt í einu til nóg af peningum í ríkiskassanum skömmu eftir að ráðherrar eru búnir að lýsa því yfir að engir peningar séu til. Það virðist fara eftir því hverjir biðja um fjárstuðning hvernig staðan er hjá ríkissjóði.

Ekki er nema hálfur mánuður síðan Gylfi Magnússon lýsti því yfir að ekki væri hægt að gera meira til að koma til móts við skuldsetta íbúðareigendur sem eru að flýja úr landi undan vaxtaokrinu þúsundum saman með tilheyrandi skattatapi fyrir ríkissjóð.

Þó þetta séu ekki miklir peningar sem ferðaþjónustan fær þarna sýnir þessi frétt vel forgangsröðina hjá stjórnvöldum. Hún er eins og hjá hrunstjórninni. Fyrst kemur fjármagnið, síðan fólkið ef eitthvað er eftir þegar fjármagnsöflin hafa látið greipar sópa, sem er yfirleitt ekki tilfellið.

Að gefnu tilefni skal tekið fram að þeir sem biðja um leiðréttingu ofvaxinna skulda eru ekki að biðja um ölmusu. Aðeins að dregið verði úr þeim þjófnaði sem heimilin hafa orðið og eru enn að verða fyrir. Raunar er vaxtaokrið ekkert síður vandamál atvinnuveganna, þar á meðal ferðaþjónustunnar.

Þetta virðast ráðandi öfl ekki skilja. Þau kjósa frekar að beita skammtímalausnum og pissa í skóinn en að taka á meininu sem er að drepa sjúklinginn.


mbl.is 700 milljónir króna í markaðsátak
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

Já, lágkúruleg stjórn, Theódór.  Og ekki fyrir venjulegt fólk, heldur peningamenn.  Venjulegt fólk getur bara sætt sig við eymd og þrældóm fyrir peningamennina. 

Elle_, 10.5.2010 kl. 20:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Theódór Norðkvist

Höfundur

Theódór Norðkvist
Theódór Norðkvist

Vettvangur fyrir það sem mér liggur á hjarta.

Nýjustu myndböndin

Sambataktar í Malmö

Sambataktar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband