6.5.2010 | 16:49
Er Jónas Kristjánsson að boða fasisma
Ég les stutta og snarpa pistla Jónasar Kristjánssonar fyrrverandi ritstjóra DV öðru hvoru. Honum tekst ætíð að segja í nokkrum setningum það sem sumir aðrir vefritarar þurfa fjórar skjáfyllir til að koma til skila.
Hann á það til að ganga fram af fólki og gekk fram af mér í pistli í dag, þar sem hann er að fjalla um refsingar fyrir ofbeldisbrot. Gamli ritstjórinn vill að hinum seku verði hent ofan í gömul og yfirgefin haughús. Jónas segir:
Nóg er til af haughúsum á jörðum, sem komnar eru úr ábúð. Kaupa má eitt slíkt fyrir slikk. Sturta má ólæknanlegum dólgum niður um opið á haughúsinu. Skutla síðan til þeirra vatni og brauði einu sinni á dag. Út í hött er að láta þá ganga lausa til að angra fólk eða fórna dýru fangelsisplássi. Þeir eiga bara að vera í svartholi siðaðri tíma.
Þar hafið þið það. Er þetta ekki góð lýsing á fasisma, eða er karlinn að tapa sér?
Flokkur: Fjölmiðlar | Facebook
Um bloggið
Theódór Norðkvist
Tenglar
Hjálparstarf
Ferðalög
- Samferða - vefsíða fyrir fólk sem vill vera samferða Fyrir þá sem vilja sameinast í bíla og lækka eldsneytiskostnað
- Göngum um Ísland Fróðleikur um gönguferðir. Gagnvirkt Íslandskort
- Ferðafélagið Útivist Félagsskapur sem býður upp á gönguferðir um áhugaverða staði
Líkamsrækt
Tenglar um líkamsrækt
Mannréttindabaráttan
- Félagið Ísland-Palestína Félag sem berst fyrir réttindum Palestínumanna
- Amnesty International á Íslandi Íslandsdeild mannréttindasamtakanna Amnesty International
Náttúruvernd
http://www.solistraumi.org/
Bloggvinir
- zeriaph
- eeelle
- tbs
- rosaadalsteinsdottir
- baenamaer
- ulli
- saemi7
- skulablogg
- kuriguri
- vilhjalmurarnason
- marinogn
- hreinn23
- vonin
- icekeiko
- maeglika
- fun
- axelpetur
- prakkarinn
- rafng
- kreppan
- hehau
- photo
- sjalfbodaaron
- mofi
- hlynurh
- bjarnimax
- astromix
- ea
- huldumenn
- muggi69
- jonnnnni
- gerdurpalma112
- gp
- krist
- jonvalurjensson
- bassinn
- gustafskulason
- diva73
- jvj
- maggiraggi
- toshiki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Heill og sæll Theódór; æfinlega !
Þarna; skaustu rækilega yfir markið, Theódór minn. Um leið; og ég vil taka undir hvert orð Jónasar, vil ég leiðrétta sögulega vanþekkingu þína, um leið.
Gryfju; eða þá dýkja notkunin, hafði plagast allvíða, lengst aftan úr Fornöld - og langt inneftir Miðöldunum, þér; að segja.
Hefir ekkert; með Fasismann að gera, ágæti drengur.
Með beztu kveðjum; sem jafnan, úr Árnesþingi /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason 16.5.2010 kl. 02:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.