4.7.2010 | 08:13
Harðlínumenn í hópi ESB-andstæðinga að þétta raðirnar?
ESB-umræðan, sem mér hefur lengi þótt einkennast af upphrópunum á báða bóga og skítkasti í stað málefnalegrar umræðu, er ekki á neinum batavegi. Sjálfstæðisflokkurinn hefur tekið einarða afstöðu gegn ESB-aðild og líklega kallað yfir sig klofning. Þingflokksformaður Framsóknar vill draga umsóknina til baka og VG-liðar eru óánægðir þrátt fyrir að hafa samþykkt við stjórnarmyndun að leyfa þjóðinni að kjósa um málið. Ljóst er að andstaða við aðild er töluverð og má þar kenna óbilgirni Breta og Hollendinga í Icesave málinu um, auk fjárhagsvandræða Grikklands og nokkurra annarra ESB-ríkja.
Hjörtur Guðmundsson einn helsti trúboði landsins gegn ESB-aðild fullyrðir nú að engar málamiðlanir komi til greina hjá ESB-andstæðingum. Ekki veit ég hvort allir ESB-andstæðingar hafi gefið Hirti umboð til að tala fyrir sína hönd, það er þeirra mál. Ég veit það eitt að Hjörtur leyfir ekki athugasemdir á sínu bloggi og ég get þar af leiðandi ekki spurt hann, enda tilgangslítið að ræða við mann sem fyrirfram hafnar málamiðlunum.
Reyndar athyglivert hvað margir harðlínumenn gegn ESB-aðild hafa lokað fyrir athugasemdir á sínum síðum, en það er önnur saga. Undantekning þarna á er Jón Valur Jensson, ef hann skyldi vera að lesa þetta!
Það er eitt sem ég skil samt ekki við málflutning harðlínumannanna. Þeir tala mikið um að ESB-aðild skerði fullveldi landsins og löggjafarvald. Nú kemur stór hluti löggjafar okkar í tölvupósti frá Brussel nú þegar í gegnum EES-aðild okkar.
Ég tek það skýrt fram að ég fullyrði ekkert um hve mikið hlutfall það er af heildarlögum okkar, hvort það er 75%, 5% eða eitthvað annað hlutfall og ég hef engan áhuga á að fara í enn eina pissukeppnina um hvað hlutfallið er hátt. Við skulum láta það liggja á milli hluta.
En ef fullveldi er málið og ESB-aðild kemur ekki til greina vegna skerðingar á því, ættu ESB-andstæðingar ekki að krefjast þess að við segjum upp EES-samningnum? Eru þeir samkvæmir sjálfum sér ef þeir gera það ekki?
Málefnaleg svör óskast. Vinsamlegast skiljið skítkastið og upphrópanirnar eftir heima hjá ykkur.
Um bloggið
Theódór Norðkvist
Tenglar
Hjálparstarf
Ferðalög
- Samferða - vefsíða fyrir fólk sem vill vera samferða Fyrir þá sem vilja sameinast í bíla og lækka eldsneytiskostnað
- Göngum um Ísland Fróðleikur um gönguferðir. Gagnvirkt Íslandskort
- Ferðafélagið Útivist Félagsskapur sem býður upp á gönguferðir um áhugaverða staði
Líkamsrækt
Tenglar um líkamsrækt
Mannréttindabaráttan
- Félagið Ísland-Palestína Félag sem berst fyrir réttindum Palestínumanna
- Amnesty International á Íslandi Íslandsdeild mannréttindasamtakanna Amnesty International
Náttúruvernd
http://www.solistraumi.org/
Bloggvinir
- zeriaph
- eeelle
- tbs
- rosaadalsteinsdottir
- baenamaer
- ulli
- saemi7
- skulablogg
- kuriguri
- vilhjalmurarnason
- marinogn
- hreinn23
- vonin
- icekeiko
- maeglika
- fun
- axelpetur
- prakkarinn
- rafng
- kreppan
- hehau
- photo
- sjalfbodaaron
- mofi
- hlynurh
- bjarnimax
- astromix
- ea
- huldumenn
- muggi69
- jonnnnni
- gerdurpalma112
- gp
- krist
- jonvalurjensson
- bassinn
- gustafskulason
- diva73
- jvj
- maggiraggi
- toshiki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mjög góður punktur hjá þér.
Ríki Evrópusambandsins hafa með tveimur samningum framselt hluta fullveldis síns til Evrópusambandsins, enda telja þau að með samvinnu á sviði Evrópusambandsins nái þau betur markmiðum sínum um lýðræði, mannréttindi, neytendavernd á frjálsum markaði, umhverfisvernd o.s.frv. Fullveldi það sem þessi ríki hafa afsalað sér er takmarkað, þ.e. þessi ríki eru "herrar samninganna", ef svo má að orði komast, Evrópusambandið getur ekki tekið sér meiri rétt en ríkin hafa framselt til ESB í samningunum (sjá nánar t.d. http://is.wikipedia.org/wiki/L%C3%B6gm%C3%A6tisreglan_(Evr%C3%B3pusambandi%C3%B0) Þá geta ESB löndin réttlætt þetta valdaframsal fyrir borgurum sínum annars vegar með því að benda á að ákveðin markmið náist betur með samvinnu milli ríkja og hins vegar með því að benda á að í ráðherraráði ESB, sem er annað helsta löggjafavald ESB, sitja ráðherrar frá aðildarríkjunum og á þingi ESB sitja lýðræðislega kjörnir þingmenn frá aðildarríkjunum.
Víkur þá sögunni að EES löndunum. Ísland og Noregur hafa skuldbundið sig til að taka upp alla löggjöf á ákveðnum sviðum og hlýta úrlausnum alþjóðlegs dómstóls um skyldur sínar gagnvar ESB. Ísland og Noregur geta ekki réttlætt valdaframsalið með sömu rökum og ESB: við erum ekki með fulltrúa í ráðherraráðinu og við erum ekki með þingmenn á Evrópuþinginu. Ef ESB ríkin ákveða að fara í meiri samvinnu á þeim sviðum sem við höfum skuldbundið okkur til að taka upp í löggjöf okkar verðum við einfaldlega að beygja okkur undir vilja ESB ríkjanna. Þetta er svona eins og að lofa að gera allt sem vinsæli krakkinn í skólanum vill til þess að mega leika við hann, ekki sem jafningi heldur sem einhver sem borgar fyrir leikinn.
Þannig að það er ólíkt meira og ólýðræðislegra fullveldisframsal fólgið í EES heldur en ESB.
Ef einangrunarsinnarnir og LÍÚ lúðrarnir væru samkvæmir sjálfum sér myndu þeir heimta að við gengjum úr EES. Það gera þeir þó ekki af einfaldri ástæðu: Evrópusamvinnan hefur alltaf verið til hins góða fyrir Ísland, líka EES.
Lesandi 4.7.2010 kl. 08:37
Takk fyrir þetta innlegg, Lesandi. Hvað kallast þeir ráðherrar sem sitja í ráðherraráði ESB? Ráðherraráðherrar?
Theódór Norðkvist, 4.7.2010 kl. 08:50
Blessaður Theódór
Góðir punktar hjá þér. Best er að hafa í huga orð Tómasar lávarðar: hugurin virkar best eins og fallhlíf, opin.
Hvað aðild varðar þá vil ég sjá samning á borðinu, það er réttur minn sem borgari í þessu volaða landi þar sem öll umræða einkennist af öfgum í allar áttir. Það skal engin taka þann rétt frá mér. Ég mun taka afstöðu með eða móti út frá mínum hagsmunum, afkomenda minna og þjóðarinnar sem heildar. Ísland er hluti af heiminum og sem slíkur mun ísland aldrei komast hjá því að hafa samskipti við umheiminn. Við komumst ekki hjá því að aðlaga okkur að heiminum. Heimurinn mun ekki aðlaga sig að okkur. Þannig er nú það og okkur er það hollt að skoða hvernig aðrar þjóðir haga sínum málum og reyna læra af hafandi í huga hvernig komið er fyrir okkur. Blogg þeirra sem leyfa engar athugasemdir eru varla þess virði að eyða tíma og orku í lesa.
Kveðja að norða.
Arinbjörn Kúld, 4.7.2010 kl. 09:32
Sæll Arinbjörn. Ég tek undir þetta hjá þér. Samvinna á alþjóðavettvangi þarf ekki að jafngilda valdaafsali. Hún er aðeins viðurkenning á því að þjóðir heims búa á sömu jörðinni.
Theódór Norðkvist, 4.7.2010 kl. 10:29
Við þetta má bæta að fyrir mitt leyti er ég alveg tilbúinn að skoða aðrar leiðir í alþjóðasamvinnu á sviði efnahagsmála en að bindast Evrópusambandinu.
Sem dæmi má nefna einhverja gjaldmiðilssamvinnu við Kanada. Þegar öllu er á botninn hvolft eigum við kannski ekkert minna sameiginlegt með Kanada menningarlega séð. Þegar hér hafa riðið yfir erfiðleikar hafa þúsundir Íslendinga flutt þangað eða til Bandaríkjanna, frekar en Evrópu. Var ekki Winnipeg einu sinni kölluð litla Reykjavík?
Það er ljóst að gjaldmiðilssamvinna í hvaða formi sem er myndi alltaf skerða ákvörðunarvald innlendra peningalegra stjórnvalda og stofnana. En það getur líka verið kostur að takmarka völd stjórnmálamanna til að velta óstjórn í efnahagsmálum yfir á herðar skattgreiðenda.
Að því leytinu er kostur að hafa stöðugan gjaldmiðil, því það neyðir stjórnvöld til að haga sér af viti. Þau hafa ekki slysast til þess hingað til, enda auðveldara að fella gengið og ræna alþýðuna til að bjarga sérhagsmununum.
Theódór Norðkvist, 4.7.2010 kl. 10:36
Theódór, ég var fyrst að lesa pistilinn núna. Þú skrifar: En ef fullveldi er málið og ESB-aðild kemur ekki til greina vegna skerðingar á því, ættu ESB-andstæðingar ekki að krefjast þess að við segjum upp EES-samningnum? Þeir gera það, Theódór, yfir höfuð. Vissulega munum við missa fullveldið með þessu. Stærstu löndin í Evrópubandalaginu munu nánast ráða öllu og við verðum pínulitil og nánast raddlaus í samanburði.
Elle_, 7.7.2010 kl. 21:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.