Smánarblettur á þjóðkirkjunni sem boðbera ljóss sannleikans og kærleikans

Kynferðisbrot eru alvarlegir glæpir og sérstaklega þegar börn og unglingar verða fyrir þeim. Enn verra er þegar slík óhæfa er framin af þeim sem hafa valist sem leiðtogar og sálgæsluaðilar. Fólk hefur fram til þessa að öllu jöfnu treyst prestum þar sem hlutverk þeirra er að veita leiðsögn og huggun og er síður á varðbergi gegn þeim. Það kann að breytast töluvert til hins verra í ljósi þeirra mála sem hafa verið að koma upp á yfirborðið er snerta kynferðislega misnotkun presta á konum unglingsstúlkum og jafnvel börnum.

Sumir vilja kenna kristinni trúariðkun um það að þeir sem starfa innan kirkjunnar fremji kynferðisafbrot. Þær fullyrðingar standast ekki þar sem þá myndu kynferðisbrotamenn ekki finnast annars staðar en í kristilegu starfi. Staðreyndin er að þeir koma úr öllum stéttum og stöðum.

Þvert á móti bendir há tíðni kynferðislegra brota innan kirkjunnar til þess að hinir brotlegu séu ekki að fara eftir boðskapnum sem þeir eiga að boða. Það er síðan mjög alvarlegur hlutur, því hvernig ætla þeir sem boða kristilega breytni að fá fólk til fylgis við boðskapinn ef þeir virða hann sjálfir að vettugi?

Ef hin lúterska kirkja ætlar ekki að hreinsa til innan sinna raða og gera þessi mál upp er það áfall fyrir kristna trú í landinu, sem á nógu mikið í vök að verjast án þess að svona alvarleg brot bætist við. Tilraunir biskupsins til að moka yfir óþverrann með hástemmdum tilvísunum í dóm Guðs á efsta degi eru ósmekklegar og óásættanlegar.

Æðsti maður stærsta kristna safnaðar landsins á að vita að þó dómsdags sé að vænta fyrir alla menn merkir það ekki að aldrei skuli dæma um mál sem koma upp í daglegu lífi fólks eða taka á brotum. Líklega veit hann þetta en segir annað til að hylma yfir hinum seku. Það lítur út fyrir að biskupinn meti völd og forréttindi fámennrar prestastéttar meira en velferð hinna lægra settu skjólstæðinga kirkjunnar.


mbl.is Kynferðisbrot þögguð niður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Arnórsson

Þessi Biskup talar eins og gangster, er líklegast gangster og felur sig og það sem hann segir á bakvið kirkjunna. Hann á að segja af sér....

Óskar Arnórsson, 21.8.2010 kl. 07:52

2 Smámynd: Theódór Norðkvist

Það eru þín orð Óskar, ég myndi ekki ganga svo langt að gefa Karli þennan titil.

Ég tel þó ljóst að hann sé að hylma yfir og það kemst nokkuð nálægt því að taka þátt í glæpnum.

Theódór Norðkvist, 21.8.2010 kl. 08:23

3 Smámynd: Óskar Arnórsson

Það er glæpur að hjálpa til að hylma yfir svona glæpum Theódór. Ég gef Biskupi hiklaust þennan titil og get fært rök fyrir því. Hann á enga aðra útleið enn að segja af sér. Og þá munu fleyri segja af sér. Það sagði lögregluforingi af sér vegna nokkurra ógætilegra orða. Biskuð sýnir klárlega að hann vinnur á móti Stigamótum og barnaníð og það á ekki að líðast...annars eru kirkjumenn svo heilþvegnir að þeir skilja ekki lengur venjulegt tungumál. Menn verða hálf meðvitundarlausir af því að verða heilagir...

Óskar Arnórsson, 21.8.2010 kl. 09:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Theódór Norðkvist

Höfundur

Theódór Norðkvist
Theódór Norðkvist

Vettvangur fyrir það sem mér liggur á hjarta.

Nýjustu myndböndin

Sambataktar í Malmö

Sambataktar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband