6.9.2010 | 22:52
Færeyskur stjórnmálamaður sýnir fáséðan manndóm
Ég er alltaf þakklátur þegar það kemur í ljós að enn er til fólk sem er óhrætt við að sýna hugrekki og óttaleysi við að standa við skoðanir sínar á tímum þegar stjórnmálamenn og aðrir sem eru áberandi í sviðsljósinu láta stjórnast af lýðskrumi.
Biblían, bæði Gamla og Nýja testamentið, eru alveg skýr með það að hjónaband skuli einungis vera á milli karls og konu. Jenis av Rana er aðeins að sýna það í verki hvað felst í því að vera kristinn einstaklingur. Það felst ekki aðeins í nafni á blaði eða merkingu í þjóðskrá, heldur því að fylgja kenningum Krists. Líka þegar það er óvinsælt.
En þetta mál sýnir að það kemur sér illa að hafa samkynhneigðan forsætisráðherra í þau fáu skipti sem það þarf að eiga opinber samskipti við stjórnmálamenn með bein í nefinu.
Hafðu þökk fyrir Jenis av Rana.
Að gefnu tilefni skal tekið fram að öllum athugasemdum sem fela í sér persónuníð gegn mér, Jenis eða hverjum sem er og lyga- eða hatursáróður gegn kristni, Guði eða Biblíunni, verður miskunnarlaust hent út og lokað á IP-tölu viðkomandi til frambúðar á þessari síðu. Sé um að ræða skráðan notanda á blog.is verður sá eða sú hin sama sem gerist sek/ur um slíkt bannaður eða bönnuð, sömuleiðis til frambúðar.
Neitar að sitja veislu með Jóhönnu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Theódór Norðkvist
Tenglar
Hjálparstarf
Ferðalög
- Samferða - vefsíða fyrir fólk sem vill vera samferða Fyrir þá sem vilja sameinast í bíla og lækka eldsneytiskostnað
- Göngum um Ísland Fróðleikur um gönguferðir. Gagnvirkt Íslandskort
- Ferðafélagið Útivist Félagsskapur sem býður upp á gönguferðir um áhugaverða staði
Líkamsrækt
Tenglar um líkamsrækt
Mannréttindabaráttan
- Félagið Ísland-Palestína Félag sem berst fyrir réttindum Palestínumanna
- Amnesty International á Íslandi Íslandsdeild mannréttindasamtakanna Amnesty International
Náttúruvernd
http://www.solistraumi.org/
Bloggvinir
- zeriaph
- eeelle
- tbs
- rosaadalsteinsdottir
- baenamaer
- ulli
- saemi7
- skulablogg
- kuriguri
- vilhjalmurarnason
- marinogn
- hreinn23
- vonin
- icekeiko
- maeglika
- fun
- axelpetur
- prakkarinn
- rafng
- kreppan
- hehau
- photo
- sjalfbodaaron
- mofi
- hlynurh
- bjarnimax
- astromix
- ea
- huldumenn
- muggi69
- jonnnnni
- gerdurpalma112
- gp
- krist
- jonvalurjensson
- bassinn
- gustafskulason
- diva73
- jvj
- maggiraggi
- toshiki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hvernig væri að reyna að skella sér inn í 21 öldina Theódór ?
hilmar jónsson, 6.9.2010 kl. 22:57
Ég er staddur þar nú þegar með Jesú Kristi sem er hinn sami í dag, gær og um allar aldir.
Theódór Norðkvist, 6.9.2010 kl. 23:07
Er ekki trúfrelsi?
Hver segir að biblían sé réttari en kóraninn?
Getur þú sannað tilvist himnafeðganna?
Elías Hansson, 6.9.2010 kl. 23:07
Var hann ekki uppi fyrir 2000 árum?Ef hann var til?
Elías Hansson, 6.9.2010 kl. 23:08
Ég á ekki til orð.
Þvílíkur manndómur.
Elías Hansson, 6.9.2010 kl. 23:12
Elías Hansson, það eru búnar að vera tugir bloggfærslna hér á blog.is og víðar um sannanir á tilvist Guðs. Lestu þær og þú gætir lært eitthvað. Þú kjaftar mig ekki í enn eitt svoleiðis þrasið. Ég vil síðan minna þig á skilmálana hér í byrjun, rauða letrið. Þú ert hættulega nálægt því að brjóta þá.
Theódór Norðkvist, 6.9.2010 kl. 23:18
Ég hlýt að hafa misskilið eitthvað. Ég hélt að kristin trú byggðist einnig á umburðarlyndi og ást og samkennd? Eitt er að hata syndina, en að hata syndarann? Eru ekki allir syndugir í augum guðs? Athyglisvert hvernig hægt er að velja hvaða guðs orð maður vill fylgja eftir en samt í skjóli guðs orðs fela sýnar ákvarðanir og skoðanir. En ef á að ganga alla leið í bókinni, þá þarf að fara að kasta steinum aðeins tíðar, og refsa auga fyrir auga..
Stundum skilur maður ekki fólk sem telur sig vera trúað, það er ekki bara nóg að segjast vera það og hata allt í kringum sig í skjóli örfárra orða í biblíunni, því oftast eru líka orð í biblíunni sem halda hinu gagnstæða fram.. amk fer fram á umburðarlyndi og ást.
Byrjaðu þar
Sigurður Jökulsson, 6.9.2010 kl. 23:19
hér er semsagt ritskoðun að hætti sjallanna.
Elías Hansson, 6.9.2010 kl. 23:19
Getur þú bent mér á eina sönnun um tilvist himnafeðganna?
Elías Hansson, 6.9.2010 kl. 23:20
Hver nennir að eiga orðastað við menn sem eru á fastir í þröngsýnis hugsanahætti og flagga rauða letrinu til þess að sleppa við heilbrigða rökræðu. Já og af hverju blogga þannig menn yfirleitt ?
hilmar jónsson, 6.9.2010 kl. 23:25
Sigurður Jökulsson, ég get ekki séð neinar vísbendingar um það í fréttinni að Jenis av Rana sé haldinn einhverju hatri. Hann hefur ákveðið grundvallaratriði að leiðarljósi og okkur ber að virða það. Það er of flókið mál til að skýra það út í stuttri athugasemd hvað er í gildi úr Gamla testamentinu og hvað úr því Nýja. Wikipedia er ágætis byrjun hvað það varðar, ef þú vilt fræðast um það.
Elías, þú mátt kalla skilmálana hvað sem þú vilt en ég hef rekið mig á það í samskiptum við ritstjórn blog.is að hver bloggari er ábyrgur fyrir því sem sett er á hans síðu, þó það sé sett inn af öðrum. Ég er biblíutrúar og er því meinilla við að hýsa guðlast eða hatursáróður. Heilbrigð og málefnaleg gagnrýni eða vangaveltur eru í lagi og þú verður bara að reyna að skynja hvar línan liggur.
Theódór Norðkvist, 6.9.2010 kl. 23:27
Á ég að vera HRÆDDURm við skilmálana?
Elías Hansson, 6.9.2010 kl. 23:27
Hilmar, sjá síðustu athugasemd mína. Elías, ég skal með glöðu geði ræða sönnun (er ekki að segja að ég hafi hana) á tilvist Guðs við annað tækifæri. Þess vegna á þinni síðu ef þú vilt ráða skilmálunum. Þessi bloggfærsla fjallar bara um allt annað.
Theódór Norðkvist, 6.9.2010 kl. 23:29
Trúir þú á biblíuna. Þjóðsögur gyðinganna?
Elías Hansson, 6.9.2010 kl. 23:29
Hvernig getur þú rætt sönnun ef þú hefur hana ekki?
Elías Hansson, 6.9.2010 kl. 23:30
Ég spyr.
Hvað kemur kynhneigð forsætisráðherra embættisverkum hennar við?
Getur þú útskýrt það?
Elías Hansson, 6.9.2010 kl. 23:33
Þannig að þegar Jesú ákveður að umgangast vændiskonur, og umrenninga, elska alla jafnt og vel.. var hann þá á villigötum? Að neita að borða með einhverjum sökum kynhneigðar hefur ekkert með trú að gera. Hvar í biblíunni stendur að eigi skalt þú borða við sama borð og einhver sem er samkynhneigður? Ekki skalt þú hafa samskipti við fólk sem er ekki ein og þú? Þegar þessi póll er tekinn, að ekki vilja setjast við borð einhvers sökum kynhneigðar, þá er það meira en trú. Þetta kann að vera eitthvað annað en hatur, en óumburðarlyndi er það hið minnsta.. eitthvað sem að er grundvallaratriði í biblíunni... hver var gullna reglan aftur?
Sigurður Jökulsson, 6.9.2010 kl. 23:35
Kynhneigð Jóhönnu kemur embættisverkum hennar kannski ekki við, en Jenis lítur á þessa opinberu heimsókn sem tækifæri til að mótmæla siðferðilegu fráfalli. Það er hans val.
Sigurður, þetta eru góðar og gildar vangaveltur. Þegar Jesús sat til borðs með bersyndugum og tollheimtumönnum var það í þeim tilgangi að kynna þeim Guðsríkið og vinna þá til iðrunar. Opinber heimsókn þjóðarleiðtoga er tæplega svoleiðis vettvangur. Og þó kannski er Jenis að reyna að ýta við Jóhönnu. Hranaleg framkoma getur oft verið leið til að opna augun á fólki.
Theódór Norðkvist, 6.9.2010 kl. 23:44
Egill ég gef þér tækifæri til að draga þessar ómerkilegu dylgjur án allra heimilda um kærleiksríkan Guð. Að öðrum kosti verð ég að fjarlægja athugasemdina.
Theódór Norðkvist, 6.9.2010 kl. 23:45
Egill, en voru það ekki Farisear, gjaldheimtumenn og hræsnarar sem hann vildi ekki umbera? Hér á blogginu hafa sk. kristnir bloggarar hamast við að tína til dæmi úr Biblíunni sem eiga að styðja þeirra málstað að neita skuli samkynhneigðum um sjálfsögð réttindi. Mig rekur hins vegar ekki minni til þess að hafa séð slíkt dæmi þar sem vitnað er beint í orð Krists. Kann að vera að mig misminni og þekkingu á Biblíunni hef ég ekki mikla. Theodór, þú kannski hefur slík dæmi á reiðum höndum, sem þú getur vitnað til?
En það er einmitt verðug spurning til þeirra sem vilja trúa á kærleika Krists að fá þá til að velta fyrir sér hvernig þeir telja að Kristur mundi svara boði um að sitja til borðs með Jóhönnu okkar og spúsu hennar?
Karl Ólafsson, 6.9.2010 kl. 23:49
Í raun þarf hann ekki að kynna fyrir henni guðs orð. Hún er kristin og í þjóðkirkjunni (ennþá). Vandamálið við hans ákvörðun er að í samfélaginu sem við búum í, þá hnökrar þetta ekki svo mikið við henni Jóhönnu, frekar kemur þetta illa út gagnvart honum. Slíkt óumburðarlyndi er litið hornauga af flestum, og hvað hann varðar, hans kjósendum. Jafnvel þó að fólk sé á móti samkynhneigð í skjóli trúar, þá ætti sama fólk að sýna því tilskilda virðingu og umburðarlyndi, einnig í skjóli trúar.
Sigurður Jökulsson, 6.9.2010 kl. 23:52
Æ hvað þessir trúuðu lenda oft í andstöðu við sjálfa sig, og seigja þá. Vegir gussa eru órannsakanlegir.
En nú er eitt ár liðið frá andláti eins merkasta manns sem uppi hefur verið á íslandi. Við munum halda minningu hans á lofti.
Elías Hansson, 6.9.2010 kl. 23:55
Theódór og Karl, er ekki alveg ljóst að innlegg mitt var lagt fram í kaldhæðni?
Sá sem heldur því fram að færeyski þingmaðurinn hafi einhver fordæmi frá NT eða Jesú til þess að hatast svo við samkynhneigða að hann getur ekki hugsað sér að matast í sama herbergi og þeir hefur varla lesið biblíuna sína með réttum gleraugum.
Egill Óskarsson, 6.9.2010 kl. 23:56
Ákvað að fjarlægja fyrri athugasemd Egils vegna skilmálanna. Vil ekki að þetta blogg finnist í leitarvélum vegna veikra einstaklinga sem leita uppi hatursáróður gegn kristni. Agli er enn frjálst að setja athugasemdir, fyrst hann lýsir yfir að hann var að meina annað.
Auðvitað fyrirlítur Guð engan mann, þó við mennirnir gerum það stundum hver við annan. Sjá t.d. Jobsbók 36:5.
Karl, þú verður að vera ögn nákvæmari og skýra hvað þú átt við með að einhverjir hafi neitað samkynhneigðum um réttindi. Ertu að tala um Jenis?
Ég vísa orðum Egils og fleiri um að Jenis hatist við samkynhneigða. Hann samþykkir aðeins ekki lífsstíl þeirra, er hann skyldugur til þess? Er það ekki andlegt ofbeldi að heimta það af honum? Líkt og Smugan sagði að Jenis vera bókstafstrúarmann og andvígan samkynhneigðu fólki, sem sýnir að greinilega eru harðlínumenn úr VG sem þar stjórna öllu. Auðvitað eru þetta ómerkilegar dylgjur hjá Smuguliðinu.
Theódór Norðkvist, 7.9.2010 kl. 00:09
Víða leynast kjánar.
Jón Ingi Cæsarsson, 7.9.2010 kl. 00:09
Ó hvað þú og þínir líkir eiga bágt.
Elías Hansson, 7.9.2010 kl. 00:11
Egill, jú reyndar náðí ég því :-) Vildi bara hnykkja á þessu áður en ég legði spurninguna fram um hvernig kristnir haldi að Kristur tæki á málinu.
Karl Ólafsson, 7.9.2010 kl. 00:12
Það er engin að fara fram á að Jenis 'samþykki' lífstíl nokkurs manns, enda þarf fólk ekkert samþykki á sínum lífstíl frá öðru fólki (samkynhneigð er reyndar ekki frekar lífstíll en það að vera örvhentur en ég nenni ekki að taka þá umræðu núna).
Það er yfirhöfuð engin að fara fram á nokkurn skapaðan hlut af Jenis. Það hins vegar bendir til mikils haturs að maðurinn geti ekki setið til borðs með þeim sem honum þykir sér ekki vera samboðnir. Og svolítið langt frá þeim náungakærleika sem sagður er einkenna kristna trú en furðu margir trúmenn eiga erfitt með að tileinka sér.
Egill Óskarsson, 7.9.2010 kl. 00:14
Theodór, er þetta ekki nógu skýrt:
"dæmi úr Biblíunni sem eiga að styðja þeirra málstað að neita skuli samkynhneigðum um sjálfsögð réttindi"
Er ekki alveg skýrt að ég er að vísa til þess að ýmsir bloggarar sem telja sig sannkristna halda fram þeim málstað að neita skuli samkynhneigðum um tiltekin réttindi sem öðrum þykja sjálfsögð. Ég tiltek ekki dæmi um það og tel ekki að það þurfi að skýra það nánar, eða vilja menn ekki kannast við þann málflutning hér af blogginu síðustu árin?
Karl Ólafsson, 7.9.2010 kl. 00:16
Náungakærleikur er hentistefna hjá trúuðum, eins og pólitík sjálfstæðismanna.
Elías Hansson, 7.9.2010 kl. 00:17
Svo þarf Janis ekki að samþykkja lífstíl nokkurs manns þó hann sitji til borðs með viðkomandi. Honum er meira að segja frjálst að segja skoðun sína á því, en þessi framkoma hans er í raun ekkert annað en hræsni og rakinn dónaskapur í garð opinbers fulltrúa erlends ríkis, sem aldrei hefur þótt góður siður.
Karl Ólafsson, 7.9.2010 kl. 00:19
Theodór, ég er líklega fávís þegar kemur að túlkun Biblíunnar, en ég sé ekki hvernig Jobs bók 36:5 svarar spurningunni um hvernig Kristur myndi bregðast við matarboðinu með Jóhönnu?
Karl Ólafsson, 7.9.2010 kl. 00:27
Karl, ef þú ert að tala um hjónaband þá er þetta nú ekki eins einfalt og þú vilt meina. Það er verið að heimta að prestar og forstöðumenn virði sína trú að vettugi og verði þvingaðir til að gefa saman í hjónaband manneskjur af sama kyni. Það er gróf árás á samviskufrelsi, ekki bara brot gegn Biblíunni heldur Mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Ekki veit ég betur en að samkynhneigðir geti fengið borgaralega vígslu á sínu sambandi.
Hvernig getur það verið hræsni að standa með sinni sannfæringu? Ég sem hélt að hræsni væri einmitt það öfuga (þetta var ekki skot á samkynhneigða!)
Theódór Norðkvist, 7.9.2010 kl. 00:28
Karl þá var ég að svara öðrum.
Theódór Norðkvist, 7.9.2010 kl. 00:28
Ok, misskildi svarið með Jobs bók.
En það er hins vegar rangt hjá þér að það sé verið að þvinga presta til að gera eitthvað gegn þeirra sannfæringu, það er hins vegar verið að gefa þeim leyfi til að veita samkynhneigðum sömu þjónustu og gagnkynhneigðum. Á þessu er mikill munur, ekki satt? Lögin einmitt leyfa prestinum að neita að vinna verkið, gangi það gegn samvisku hans. Sem betur fer eru nógu margir prestar nógu víðsýnir til þess að engir samkynhneigðir ættu að lenda í vandræðum með að finna prest til að gefa sig saman.
Það er mitt mat að það felist hræsni í því að vitna til 2000 ára gamallar bókar til þess að fordæma lífstíl og reyndar persónuna sjálfa (því samkynhneigð manneskja er það sem hún er). Það er að mínu mati líka hræsni að birta það opinberlega að viðkomandi mæti ekki til kvöldverðar af þessari ástæðu. Heiðarlegra hefði verið að mínu mati að Janis hefði einfaldlega afþakkað boðið þegjandi og hljóðalaust vegna sinnar sannfæringar, en básúnaði ekki þá sannfæringu. Þá hefði mér þótt Janis meiri maður, en vissulega hefðum við á Íslandi þá aldrei vitað ástæðuna. Þeir sem honum standa næst hefðu væntanlega vitað ástæðuna og það hefði átt að geta verið honum nóg. En þetta er bara mín skoðun og læt ég hér af frekari rökræðum um málið.
Karl Ólafsson, 7.9.2010 kl. 00:43
Vil vekja athygli á því að Jenis gaf það sem fyrstu ástæðu fyrir synjun boðsins að hann fari ekki í matarboð nema konunni hans sé boðið líka. Síðan sagði hann að hann hefði sennilega ekki farið hvort eð er og gaf þessa umdeildu ástæðu.
Ég er bara ekki nógu vel að mér í opinberum heimsóknum til að fullyrða hvort það séu einhver óskráð lög að formenn allra stjórnmálaflokka sitji hjá þjóðarleiðtogum í heimsókn. Þeim var öllum boðið en ekki er víst að þeir séu að sýna dónaskap með því að mæta ekki.
Til er fólk sem slítur sambandi við nánustu ástvini sína ef þeir telja þá ganga fram af sér með framkomu sinni. Það notar það sem leið til að mótmæla hegðuninni og fá viðkomandi til að hætta henni. Hér erum við að tala um andstæðinga í trúmálum, ekki ástvini.
Theódór Norðkvist, 7.9.2010 kl. 00:43
Ég þakka Karli fyrir málefnalega umræðu og öðrum þokkalega málefnalega.
Varðandi hvort verið sé að þvinga presta til að gefa saman samkynhneigða bendi ég á eftirfarandi orð úr athugasemdum með frumvarpi að lögum um ein hjúskaparlög:
Þetta síðasta er í raun rök fyrir aðskilnaði ríkis og kirkju svo prestar hafi samviskufrelsi. Hætt er við að þar sem prestar eru skipaðir af ráðherra muni tilhneigingin vera að setja presta sem standa með kristinni trú út í kuldann.
Theódór Norðkvist, 7.9.2010 kl. 01:11
Þetta bull er varla svaravert - þvílíkur aumingjaskapur.
Stjörnupenni, 7.9.2010 kl. 01:33
Fólk eins og þú Theódór hefur engan skilning á mannúð og kærleika.
Margrét St Hafsteinsdóttir, 7.9.2010 kl. 01:34
Var að hugsa um að fjarlægja a.m.k. athugasemd Stjörnupenna, en leyfi honum (henni?) að gera sig að fífli fyrst hann vill það endilega. Ekki veit ég frá hvaða stjörnu hann er, en hann fær ekki margar stjörnur fyrir rökstuðning á sínu máli.
Margrét mér þykir leitt ef það er þín skoðun og þú hefur rétt á henni, þó þú færir engin rök fyrir því sem þú segir. Eflaust gæti ég alveg bætt minn skilning töluvert á mannúð og kærleika eins og aðrir. Sá er vinur er til vamms er samt ágætis viska sem ég tel að eigi hér vel við.
Theódór Norðkvist, 7.9.2010 kl. 01:44
Sæll Theódór.
Það er best að ég launi fyrir mig og geri athugasemd hjá þér eins og þú gerðir hjá mér :)
Mér finnst þessi athugasemd þín rétt.
Það er hans val og það val er ámælisvert út frá mörgum sjónarhornum. Það er ekki hugrekki að fordæma syndarann með þessum hætti, heldur heigulsháttur. Að hata synd og elska syndarann er boðskapur Krists og í þessu tilfelli á það einkar vel við ef Jenis álítur Jóhönnu synduga konu.
Ég er því eiginlega undrandi á þér að hrósa Jenis fyrir bleyðuskapinn.
Svanur Gísli Þorkelsson, 7.9.2010 kl. 02:00
Hahaha - stundum þarf maður bara ekki að færa rök fyrir máli sínu!
Stjörnupenni, 7.9.2010 kl. 03:55
Fæst orð hafa minnsta ábyrgð er stundum sagt. það á sérlega vel við hér, sérstaklega þegar skilmálarnir eru hafðir í huga. Mér detta bara í hug hlutir sem ganga freklega gegn skilmálunum.
Ég geng útfrá að nafni minn og aðrir skilji hvað ég á við.
Theódór Gunnarsson, 7.9.2010 kl. 06:48
Manndómur og kærleikur er eitthvað sem þú hefur ekki hugmynd um hvað er......
Vertu bara í þínu litla horni og dæmdu alla í kringum þig........ekki horfa í spegil.
CrazyGuy 7.9.2010 kl. 08:42
Sigurður Helgi Ármannsson fær þann heiður að vera fyrstur til að fara í ótímabundið bann frá þessari síðu. Hann braut gróflega skilmálana með því að tengja á myndbönd með hatursáróðri gegn kristni. Ég lít svo á að hann hafi verið að ögra mér, þar sem ég reikna með að hann sé læs.
Nafni, það er þitt sálfræðilega vandamál. Gangi þér vel að finna lausn á því.
Svanur takk fyrir athugasemdina, við verðum víst að vera sammála um að vera ósammála í þetta skipti eins og stundum áður.
Theódór Norðkvist, 7.9.2010 kl. 10:14
Það er nákvæmlega svona sem hatur og sundrung verður til í heiminum. Með því skipta fólki í hópa við og þeir. Við eru betri en hinir hópurinn. Þið þykkist gera þetta ein í einhverjum kærleika en eruð að búa til eitt mesta hatrið sem til þekkist. En þú stendur ekki upp og mótmælir þá er bara spurning hvenær þú verður einn af hinum. (Stoltur félagi í rauðhausafélaginu)
Odie, 7.9.2010 kl. 10:26
Þú ert furðulegur fýr Theódór.
Lifir ekki aðeins í sjálfsblekkingu og trúir á aldagamla skáldsögu, heldur ert þú fordómafullur líka. Alveg merkilegt hvað þetta tvennt fer oft saman.
Get ekki annað en fundið til með þér og þessum Jenis av Rana.
Árið er 2010, hvernig væri að koma inn í nútíman til okkar hinna ?
ThoR-E, 7.9.2010 kl. 10:47
Það er undarleg fylgnin milli minnkandi umburðalyndis og samkenndar og aukins trúarhita. Alveg öfugt við það sem mætti ætla af þeim sem lifa í orðinu. Hræsni andskotans er þetta.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 8.9.2010 kl. 17:59
Sæll Theodór!
Má ég spyrja, hvaða kynhneigð hefur þú? Áttu konu - eða hefur átt konu eða kærustu - sem þú stundar kynlíf með? Hefurðu þá biblíuna til hliðsjónar og fyrirmæli hennar?
Ég vona að þér finnist ekki þessar persónulegu spurningar óþægilegar, en mér finnst jafn sjálfsagt að við veltum fyrir okkur þinni kynhneigð og kynlífi þínu, eins og þér og Færeyingnum finnst sjálfsagt að velta ykkur upp úr kynlífi Jóhönnu Sigurðardóttur.
Skeggi Skaftason, 8.9.2010 kl. 20:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.