16.9.2010 | 16:38
Reglan er: Það sem er neytendanum sem mest í óhag skal gilda
Í réttarríkjum er neytendaréttur mjög sterkur og vafaatriði almennt túlkuð neytendum í hag.
Ekki á Íslandi.
Í réttarríkjum ríkir frelsi en hver og einn skal taka ábyrgð á sínum gjörðum. Þar með talið samningafrelsi, en þeir sem semja af sér bera skaðann af mistökum sínum sjálfir.
Ekki á Íslandi.
Allavega ekki fyrir lánastofnanir. Hér ríkir frelsi fyrir þær en án ábyrgðar. Allt í lagi fyrir lánastofnanir að semja af sér því niðurstaðan verður alltaf sú sem er verst fyrir lántaka. Hið svokallaða dómsvald kemur, fellir gerða samninga úr gildi og bjargar þeim úr snörunni með því að hengja lántakann í staðinn.
Ég væri mjög feginn ef það gerðist í hvert skipti sem ég sem af mér, t.d. með að selja bíl langt undir markaðsverði að ég gæti alltaf klagað í Héraðsdóm eða Hæstarétt og látið dæma þann sem keypti af mér hlutinn til að borga miklu hærra verð en samið var um.
En það get ég ekki. Ég er ekki banki. Kannski ætti ég bara að vera feginn því það gæti orðið til að ég þroskaðist, ólíkt fjármálamarkaði á Íslandi.
Staðfesti dóm héraðsdóms | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 16:43 | Facebook
Um bloggið
Theódór Norðkvist
Tenglar
Hjálparstarf
Ferðalög
- Samferða - vefsíða fyrir fólk sem vill vera samferða Fyrir þá sem vilja sameinast í bíla og lækka eldsneytiskostnað
- Göngum um Ísland Fróðleikur um gönguferðir. Gagnvirkt Íslandskort
- Ferðafélagið Útivist Félagsskapur sem býður upp á gönguferðir um áhugaverða staði
Líkamsrækt
Tenglar um líkamsrækt
Mannréttindabaráttan
- Félagið Ísland-Palestína Félag sem berst fyrir réttindum Palestínumanna
- Amnesty International á Íslandi Íslandsdeild mannréttindasamtakanna Amnesty International
Náttúruvernd
http://www.solistraumi.org/
Bloggvinir
- zeriaph
- eeelle
- tbs
- rosaadalsteinsdottir
- baenamaer
- ulli
- saemi7
- skulablogg
- kuriguri
- vilhjalmurarnason
- marinogn
- hreinn23
- vonin
- icekeiko
- maeglika
- fun
- axelpetur
- prakkarinn
- rafng
- kreppan
- hehau
- photo
- sjalfbodaaron
- mofi
- hlynurh
- bjarnimax
- astromix
- ea
- huldumenn
- muggi69
- jonnnnni
- gerdurpalma112
- gp
- krist
- jonvalurjensson
- bassinn
- gustafskulason
- diva73
- jvj
- maggiraggi
- toshiki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er nú meira bullið.
Þú ert einn af þeim sem villt ekki borga lán þín til baka, og láta aðra bera skaðann af því.
Elías Hansson, 16.9.2010 kl. 21:51
Þvílíkur snillingur í röksemdarfærslum ertu. Ég vil borga mín lán til baka með réttlátum vöxtum, en ég vil líka að farið sé að lögum, hver sem græðir eða tapar á því.
Theódór Norðkvist, 16.9.2010 kl. 21:54
Hvaða lögum?
Vita hæstaréttardómarar semsagt ekkert um lögin sem þeir dæma eftir?
Elías Hansson, 16.9.2010 kl. 22:32
Hvað eru réttlátir vextir af lánunum þínum?
Elías Hansson, 16.9.2010 kl. 22:33
Ég er að tala um samningalögin, sem segja að samningar gildi nema ósanngjarnt væri að bera þá fyrir sig en ákvæði skuli alltaf gilda að kröfu neytandans, séu þau ekki ólögleg.
Auðvitað er það teygjanlegt hvað eru réttlátir vextir, en hækkun á láni úr 11,5 milljónum í 14 milljónir á þremur árum þrátt fyrir að borgað sé af því 80-100 þúsund kr. á hverjum mánuði er hvorki réttlátt né sanngjarnt.
Theódór Norðkvist, 16.9.2010 kl. 22:43
Setjum sem svo að ekkert hefði orðið hrunið hér, en 25% verðbólga, hvað hefðu þeir þá gert sem eru með gengistryggð lán?
Þessir libor vextir eru ólöglegir á íslenskar krónur, svo einfalt er það.
Elías Hansson, 16.9.2010 kl. 22:57
Hvað hefurðu fyrir þér í því að LIBOR vextir séu ólöglegir á íslensk krónulán? Ef svo er þá voru lög brotin í eftirfarandi tilvikum:
Ef þú ætlar að segja að þetta voru ekki LIBOR-vextir þýðir það lítið, því lántakar gengislánanna borguðu alltaf álag á LIBOR-vextina og því ekki hreina LIBOR-vexti.
En ég er viss um að gengislánþegar myndu þiggja eitthvað af afbrigðum 1-4 ef lánastofnanir vilja endilega bjóða það í staðinn.
Theódór Norðkvist, 16.9.2010 kl. 23:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.