Jón Baldvin flengir flokkssystkini sín

Ingibjörg Sólhrun Gísladóttir fær að finna til tevatnsins í viðtali við Jón Baldvin Hannibalsson á Pressunni nú rétt áðan. Fyrrum formaður Alþýðuflokksins bendir á að hann var í svipuðu hlutverki í Viðeyjarstjórninni 1991-1995 og Ingibjörg var í ríkisstjórn Geirs H. Haarde. Hann var formaður annars stjórnarflokksins og utanríkisráðherra.

Honum hefði ekki dottið í hug að firra sig ábyrgð bara vegna þess að hann var utanríkisráðherra. Jón Baldvin afhjúpar hvílíkar mannleysur það eru sem skipa þingflokk Samfylkingarinnar. Sem harður krati og að vissu leyti faðir Samfylkingarinnar hlýtur það að vera honum mjög þungbær reynsla.

Ég verð að taka undir með JBH. Þingflokki Sjálfstæðisflokksins má segja til varnar að hann elskar spillinguna svo mikið að hann er tilbúinn að skera andstæðing sinn í stjórnmálum úr snörunni til að bjarga eigin hrunverjum. Ekki er hægt að saka Samfylkinguna um að vera samkvæm sjálfri sér á sama hátt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Theódór Norðkvist

Höfundur

Theódór Norðkvist
Theódór Norðkvist

Vettvangur fyrir það sem mér liggur á hjarta.

Nýjustu myndböndin

Sambataktar í Malmö

Sambataktar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 104758

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband