1.10.2010 | 22:29
Reynt að opna eyru ráðamanna og forréttindastétta
Þótt ég hvetji til þess að fólk reyni áfram að opna eyru þeirra sem ráða í þjóðfélaginu held ég að þessi tiltekni eggjakastari hafi lagt of bókstaflegan skilning í þá hvatningu. Er þessi atburður kannski tákn um að þau neyðarhróp sem dunið hafa í eyrum ráðamanna í meira en tvö ár hafa ekki dugað til að þeir leggi við hlustirnar?
Þó vissulega megi færa rök fyrir því að þeir sem hlusta ekki þurfi ekki eyru, þá vara ég við því að grípa til ofbeldis. En það er lengi búið að vara við því að uppskeran yrði óöld af því að taka ekki á málum skatt- og skuldpínds almúgans og skuldhreinsa fjárglæframenn á sama tíma án þess að skerða hár á höfði þeirra.
Vonandi er það ekki að fara að gerast þrátt fyrir atburðina í dag. Eina góða sem getur leitt af þeim er að ráðamenn vakni, ef það er ekki orðið of seint.
Blæddi úr eyra prestsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Theódór Norðkvist
Tenglar
Hjálparstarf
Ferðalög
- Samferða - vefsíða fyrir fólk sem vill vera samferða Fyrir þá sem vilja sameinast í bíla og lækka eldsneytiskostnað
- Göngum um Ísland Fróðleikur um gönguferðir. Gagnvirkt Íslandskort
- Ferðafélagið Útivist Félagsskapur sem býður upp á gönguferðir um áhugaverða staði
Líkamsrækt
Tenglar um líkamsrækt
Mannréttindabaráttan
- Félagið Ísland-Palestína Félag sem berst fyrir réttindum Palestínumanna
- Amnesty International á Íslandi Íslandsdeild mannréttindasamtakanna Amnesty International
Náttúruvernd
http://www.solistraumi.org/
Bloggvinir
- zeriaph
- eeelle
- tbs
- rosaadalsteinsdottir
- baenamaer
- ulli
- saemi7
- skulablogg
- kuriguri
- vilhjalmurarnason
- marinogn
- hreinn23
- vonin
- icekeiko
- maeglika
- fun
- axelpetur
- prakkarinn
- rafng
- kreppan
- hehau
- photo
- sjalfbodaaron
- mofi
- hlynurh
- bjarnimax
- astromix
- ea
- huldumenn
- muggi69
- jonnnnni
- gerdurpalma112
- gp
- krist
- jonvalurjensson
- bassinn
- gustafskulason
- diva73
- jvj
- maggiraggi
- toshiki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er bara byrjunin.
Hamarinn, 1.10.2010 kl. 22:42
Já ég er svolítið hrædd við að þetta sé bara byrjunin ef að Ríkisstjórnin ætlar ekki að hlusta á fólkið og víkja...
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 1.10.2010 kl. 23:19
"blæddi úr hlustinni" einmitt...olli eggið því að það blæddi úr hlustinni???????
Halla Rut , 2.10.2010 kl. 00:01
Halla, þetta er svolítið skrýtið. Beitt eggjaskurnin hefur sennilega skrámað eyrað að innanverðu, þar sem hlustin er. Annars er ég ekkert sérstakur í líffærafræði eyrans.
Theódór Norðkvist, 2.10.2010 kl. 00:31
Þetta er bara Ólína...."hlustina" ....þvílíkt högg sem þyrfti...og það af eggi. Það sem gerir egg svo góð til að kasta í mómælum er að þau springa auðveldlega valda ekki líkamsskaða heldur "messi".....að það blæði úr hlust einhvers er mjög alvarlegt og ég efast um að egg geti valdi því, eggi sem kastað er úr margra metra fjarlægt. Ólína er hér að reyna að fá samúð sem svo sannarlega er óverðskulduð. Og af hverju er systir hennar þarna sem prestur...það er nú eitt...
Halla Rut , 2.10.2010 kl. 00:55
Ég skal ekkert segja um hvort systir Ólínu er prestur við þingsetningu vegna eigin verðleika eða ekki. Það væri nú svo sem ekki eina dæmið um úthlutaðan bitling vegna ættartengsla í stjórnsýslunni.
Auðvitað verður vitnisburður Ólínu um mótmælin ótrúverðugur i ljósi þess að systir hennar varð fyrir barðinu á þeim.
Ólína er samt ein af þeim sem ber ábyrgð á því ástandi sem varð til að systir hennar skaddaðist á eyra (ef það er rétt) sem þingmaður og meðlimur í skjaldborginni um helsta hrunráðherra Samfylkingarinnar. Án þess að ég sé að segja að framkoma Ólínu réttlæti árásir á fjölskyldu hennar.
Hún getur stöðvað, a.m.k. dregið úr ólgunni sem orðin er, með því að hætta að styðja þessa ónýtu ríkisstjórn.
Theódór Norðkvist, 2.10.2010 kl. 02:31
Hún stígur nú ekki beint í vitið hún Ólína, lítur á okkur "sauðsvartann almúgann" sem fífl sem trúir öllu sem hún segir. S
Óskar Ingi Gíslason, 2.10.2010 kl. 02:44
Ólina og hennar hyski ber að bera út af alþingi enda hafa þau ekki sýnt getu till að stjórna landinu,. hvað þá sjálfu sér.
Hamarinn, 2.10.2010 kl. 03:34
Ólína er tækisfærissinni eins og þeir gerast verstir. Sagði JÁ við Icesave og byggir skjaldborg um Ingibjörgu. Hún siglir þann sjó þar sem hún telur líklegast að hún fái viðurkenningu forustumanna Samfylkingarinnar og ríkisstjórnarinnar. Ég er þó sammála henni með kvótakerfið.
Á ekki að draga þá þingmenn fyrir landsdóm er sögðu JÁ við Icesave?
Halla Rut , 2.10.2010 kl. 09:51
Ég myndi vilja sjá þá þingmenn dæmda fyrir verk sín, þar sem Icesave krafan er ólögleg krafa. Hinsvegar er Landsdómur aðeins ætlaður fyrir Alþingi til að ákæra ráðherra, því miður.
Theódór Norðkvist, 2.10.2010 kl. 14:22
Steingrímur og Jóhanna....
Halla Rut , 2.10.2010 kl. 15:16
Ég er á því að þau bæði hafi borið hagsmuni íslenska ríksins fyrir borð og sýnt af sér stórkostlegt hirðuleysi við að gæta þeirra.
Hinsvegar eru þau við völd og erfitt að koma þeim í hendur réttvísinnar þess vegna.
Miðað við hvernig Sigmundur Davíð og Vafnings-Bjarni Ben. tala, skil ég ekki í því hvers vegna þeir koma ekki bara með þingsályktunartillögu um að Steingrími og Jóhönnu verði stefnt fyrir Landsdóm.
Theódór Norðkvist, 2.10.2010 kl. 16:35
Stjórnarandstaðan hefur verið alltof veik gegn Icesave-stjórninni og stjórnarflokkunum, druslum eins og Ólínu sem stóð hnarreist og stolt og sagðist TAKA ÁYBYRGÐ með Icesave-JÁ-inu. Gleymi aldrei merkikertis-ofbeldissvipnum á henni, þannig kom það mér fyrir sjónir - ofbeldislegt og valdníðslulegt. Stjórnarandstaðan hefði getað lýst yfir vantrauti á þau fyrir löngu og kært þau vegna Icesave.
Elle_, 3.10.2010 kl. 17:38
Takk fyrir innlitið Elle, er sammála þér. Afsaka síðbúið svar, hélt að umræðan væri dáin út!
Theódór Norðkvist, 3.10.2010 kl. 22:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.