Ríkisstjórnin felur alltaf nýjustu afglöpin sín í rykinu af síðustu á undan

Eitt má segja þessari ríkisstjórn til hróss, en það er að hún er mjög snjöll í að fela hver og ein afglöp sín í moldviðrinu af einhverjum öðrum stórum málum þar sem hún er einnig með allt niður um sig. Ef hægt er að líta á það að fela misgjörðir sínar sem mannkost.

Þegar skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis kom út á sínum tíma notuðu stjórnvöld tækifærið meðan allir voru á kafi í skýrslunni, að birta skýrslu Seðlabankans þar sem í ljós kom afleit staða heimilanna í landinu. Nýlokið er starfi þingmannanefndarinnar sem kennd er við Atla Gíslason og því verki lauk á snautlegan hátt, þar sem í ljós kom að hrunflokkarnir tveir, Samfylking og Sjálfstæðisflokkur, slógu skjaldborg um sína hrunvalda.

Þegar þetta er ritað ólgar reiðin í þjóðfélaginu og veggir Alþingishúsið eru klæddir að nýju í sjálfboðaliðavinnu þar sem klæðningin er egg, tómatar, skyr og annar óþverri. Bæði vegna skjaldborgar stjórnmálaflokkanna um eigin spillingu og leikritsins sem sett upp var til að láta líta út fyrir að stjórnvöld vildu eitthvað gera til að leysa skuldavanda heimilanna.

Ekki virðist ríkisstjórnin hafa manndóm til að taka á þeim málum sem skapa þessa miklu ólgu, heldur notar hana sem skálkaskjól til að svíkja enn meiri álögur yfir almenning. Og þetta gerir yfirlýst stjórn litla mannsins. Sveiattan þessu liði.


mbl.is Skriður kominn á Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

Já, Theódór, núverandi ríkisstjórn notar ýmisskonar ólgu sem skjól við að koma Icesave-nauðunginni í gegn.  Við höfum sko vel efni á 500 - 1000 MILLJÖRÐUM í ólöglega Icesave-kröfu sem við skuldum ekki, meðan ellilífeyrisþegar og örykjar mega búa á götunni þessvegna.  Við erum með ómanneskjulega og stórundarlega stjórn. 

Elle_, 17.10.2010 kl. 11:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Theódór Norðkvist

Höfundur

Theódór Norðkvist
Theódór Norðkvist

Vettvangur fyrir það sem mér liggur á hjarta.

Nýjustu myndböndin

Sambataktar í Malmö

Sambataktar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband