Skemmtilegur leikmaður

Þrátt fyrir að Ítalir séu þekktir fyrir að spila leiðinlega knattspyrnu sem byggir á skyndisóknum og leggjast í vörn eftir að hafa komist yfir, hefur Roberto Baggio alltaf heillað mig sem knattspyrnumaður. Hann réði yfir mikilli tækni, hraða og útsjónarsemi.

Bestur var hann á HM 1994, er Ítalía komst, að margra mati óverðskuldað þó, í úrslitaleikinn gegn Brasilíu. Átti leiðinlegan endi á mótinu er hann misnotaði vítaspyrnu gegn Brasilíu í vítaspyrnukeppninni sem varð til að Brasilía vann titilinn. Finnst eins og sól hans hafi aldrei náð að skína jafn skært eftir það. Baggio er þó talinn á meðal bestu knattspyrnumanna sögunnar samkvæmt Wikipedia.

Roberto Baggio var í ítalska landsliðinu á HM 1998, en spilaði ekki alla leikina. Dino Zoff sniðgekk hann á EM 2000 og Trappatoni kaus að velja Baggio ekki í hópinn fyrir HM 2002. Fyrir það uppskar hann (Trappatoni) mikla gagnrýni. Ítalía datt út í 16 liða úrslitum, sem þykir ekki góður árangur á þeim bænum. Skyldi fjarvera Baggios hafa haft eitthvað að segja um það?

 


mbl.is Baggio fær friðarverðlaun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Theódór Norðkvist

Höfundur

Theódór Norðkvist
Theódór Norðkvist

Vettvangur fyrir það sem mér liggur á hjarta.

Nýjustu myndböndin

Sambataktar í Malmö

Sambataktar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband