Gott lag hjá Jóhönnu Guðrún - eldgos misráðið

Ég er ekki mikill áhugamaður um Eurovision, sem ég tel vera miklar umbúðir utan um lítið innihald. Sá keppandi fyrir Íslands hönd sem hefur náð besta árangrinum fyrr og síðar, Jóhanna Guðrún, er hinsvegar með fínt lag í undankeppninni.

Aftur á móti tel ég seinna lagið í kvöld, Eldgos, ekki eins gott. Það er of yfirdrifið og ég vona að lagið verði ekki okkar framlag í lokakeppninni í Þýskalandi. Þó eldgosið í Eyjafjallajökli sé í okkar huga tákn um stórbrotna og kraftmikla náttúru landsins er ekki víst að aðrir Evrópubúar líti það sömu augum.

Frekar hallast ég að því að eldgosið standi í þeirra huga fyrir langar biðir á lokuðum flugvöllum og aðrar samgönguraskanir sem settu daglegt líf tugþúsunda úr skorðum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Birgisson

Á skalanum 1-10 fær lag Jóhönnu 6 og Eldgosið 3,5. Ekkert sérstakt á ferðinni. Frekar slappt.

Björn Birgisson, 26.1.2011 kl. 20:48

2 Smámynd: Theódór Norðkvist

Kannski er ég orðinn of gjafmildur í einkunnagjöf! Það sem þú segir um lögin má kannski segja um flest lögin í Eurovision, bæði okkar og allra hinna. Manni finnst maður hafa heyrt þau flest áður.

Mér fannst reyndar norska lagið sem vann í hitteðfyrra mjög gott. Okkar lag í öðru sætinu var fínt, en ekki mikið nýtt þar á ferð.

Theódór Norðkvist, 26.1.2011 kl. 21:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Theódór Norðkvist

Höfundur

Theódór Norðkvist
Theódór Norðkvist

Vettvangur fyrir það sem mér liggur á hjarta.

Nýjustu myndböndin

Sambataktar í Malmö

Sambataktar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband