Er þjóð okkar viðbjargandi?

Þegar boðað var til mótmæla eitt sinn gegn Icesave-nauðasamningnum um að borga skuldir auðkýfinga, sem ríkissstjórnin er kennir sig við jöfnuð, velferð og vinnandi stéttir, reyndi að svíkja yfir þjóðina, mættu örfáar hræður.

Þrátt fyrir að Icesave-lögin upphaflegu hefðu ein og sér getað leitt til að hér yrði ekki einu sinni hægt að reka grunnþjónustu eins og menntun barna og ungs fólks, heilbrigðiskerfi eða vegagerð.

Hvað þá tónlistarnám sem flokka má undir munað, ekki grunnþarfir.

Þegar boðað hefur verið til mótmæla gegn skuldaánauð fjölskyldna og einstaklinga, sem allir helstu reiknimeistarar (nema pantaðir álitsgjafar stjórnvalda og fjármálastofnana) hafa staðfest að engir geta staðið undir nema þeir allra hæst launuðu í mesta lagi, hafa oftast örfáar hræður mætt.

Þrátt fyrir að skuldaánauð velferðarstjórnarinnar (réttara sagt helferðarstjórnarinnar) hefði ein og sér getað leitt til, að vegna þess að flest ungt, vinnufúst og vel menntað fólk myndi flýja úr landi, yrði ekki einu sinni hægt að reka hér grunnþjónustu eins og menntun barna og ungs fólks, heilbrigðiskerfi eða vegagerð.

Hvað þá tónlistarnám sem flokka má undir munað, ekki grunnþarfir.

En þegar boðað er til mótmæla gegn þeirri sanngjörnu kröfu borgaryfirvalda að foreldrar borgi fyrir áhugamál sinna eigin barna sjálfir, þá fyllist miðbærinn af hneyksluðu og reiðu fólki.

Ég vona að þið fyrirgefið en ég leyfi mér að efast um að þjóðinni okkar sé viðbjargandi. A.m.k. ef þeir sem mótmæltu í dag og mótmæltu ekki fyrrgreindum skuldaböggum eru (öll) þjóðin.


mbl.is Margir styðja tónlistarskóla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Theódór Norðkvist

Höfundur

Theódór Norðkvist
Theódór Norðkvist

Vettvangur fyrir það sem mér liggur á hjarta.

Nýjustu myndböndin

Sambataktar í Malmö

Sambataktar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband