21.2.2011 | 19:52
58% vilja skrifa undir óútfyllta opna ávísun
Höfum við ekki lært meira en þetta af hruninu?
57,7% myndu samþykkja Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Theódór Norðkvist
Tenglar
Hjálparstarf
Ferðalög
- Samferða - vefsíða fyrir fólk sem vill vera samferða Fyrir þá sem vilja sameinast í bíla og lækka eldsneytiskostnað
- Göngum um Ísland Fróðleikur um gönguferðir. Gagnvirkt Íslandskort
- Ferðafélagið Útivist Félagsskapur sem býður upp á gönguferðir um áhugaverða staði
Líkamsrækt
Tenglar um líkamsrækt
Mannréttindabaráttan
- Félagið Ísland-Palestína Félag sem berst fyrir réttindum Palestínumanna
- Amnesty International á Íslandi Íslandsdeild mannréttindasamtakanna Amnesty International
Náttúruvernd
http://www.solistraumi.org/
Bloggvinir
- zeriaph
- eeelle
- tbs
- rosaadalsteinsdottir
- baenamaer
- ulli
- saemi7
- skulablogg
- kuriguri
- vilhjalmurarnason
- marinogn
- hreinn23
- vonin
- icekeiko
- maeglika
- fun
- axelpetur
- prakkarinn
- rafng
- kreppan
- hehau
- photo
- sjalfbodaaron
- mofi
- hlynurh
- bjarnimax
- astromix
- ea
- huldumenn
- muggi69
- jonnnnni
- gerdurpalma112
- gp
- krist
- jonvalurjensson
- bassinn
- gustafskulason
- diva73
- jvj
- maggiraggi
- toshiki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Nei.
Óskar Guðmundsson, 21.2.2011 kl. 21:10
Er skárra að taka sénsinn á að þurfa líklega að skrifa upp á enn hærri óútfyllta ávísun... Það er eins og fólk geri sér enga grein fyrir áhættuinni sem felst í því að neita bara að borga og láta málið fara fyrir dóm..
Er fólk svo illa upplýst að það haldi að ef við neitum bara nógu oft þá þurfum við ekki að borga neitt?
Kristmann 21.2.2011 kl. 21:54
Kristmann, margir hafa reiknað út að dómsmál kunni að kosta minna en núverandi samningur. Síðan eigum við eftir að fara í mál við Breta út af hryðjuverkalögum, sennilega skulda þeir okkur meira vegna þeirra en þeir segjast eiga inni hjá okkur vegna Icesave.
Svo snýst þetta ekki bara um peninga, heldur réttindi fólks. Þau réttindi að möppudýr inni á notalegri skrifstofu geti ekki veðsett framtíð barnanna þinna (og minna) fyrir fjárglæpamenn.
Enginn hefur rétt til þess.
Theódór Norðkvist, 21.2.2011 kl. 22:04
Hefur þú kynnt þér hvernig innheimtur ganga hjá þrotabúi Landsbankans í bretlandi?
Hefur þú kynnt þér málið sem Ragnar Aðalsteinsson er að reka fyrir dómstólum vegna svokallaðra heildsölulána sem ef vinnst, veldur því að skuldin hverfur (að því gefnu að við verðum ekki með málið fyrir dómstólum)?
Vissir þú að allar framkvæmdir við Búðarhálsvirkjun eru stopp þangað til semst um Icesave..
Vissir þú að á meðan ekkert er gert við Búðarhálsvirkjun þá er ekki farið af stað með stækkun álvers á að nýta þá orku?
Veist þú hvað það eru mörg staf sem eru ekki að skapast vegna þessa?
Vissir þú að á meðan ekki semst um Icesave þá fáum við engan aðgang að erlendu lánsfé, sem þýðir að hér verður lítill sem enginn hagvöxtur
Vissir þú að hverst tapað % stig í hagvexti kostar 50-60 miljarða á hverju ári?
Vissir þú að á meðan ekki er hægt að gefa út ríkisskuldabréf vegna þess að þau verða í ruslflokki þar til semst um Icesave þá er eina tekjuleið ríkisins auknar skammtheimtur, gjöld ásamt niðurskurði?
Vissir þú að ESA, sem eru þeir sem færu í mál við okkur ef við neitum að borga tapast nánast aldrei málum fyrir dómstólum, ástæðan er sú að þeir fara yfirleitt aldrei í mál nema nokkuð vissir um að vinna - ESA hefur gefið það út að þeir muni fara í mál ef við neitum að borga
Að halda því fram að þeir sem vilji þennan samning frekar en að fara dómstólaleiðina séu þeir sem séu að taka áhættuna er algjörlega út í hött....
Og það er enginn efi um það í mínum huga að þegar búið verður að kynna þetta almennilega fyrir þjóðinni þá verði þetta samþykkt
Kristmann 22.2.2011 kl. 00:36
Ef þetta heildsölulánamál er svona líklegt til að vinnast ættu Bretar og Hollendingar ekki að vilja leggja svona mikla vinnu í að rukka inn skuld (að þeirra mati) sem er við það að hverfa.
Þá ættu stjórnvöld ekki að vera svona áhugasöm um að koma skuld sem er að hverfa yfir á herðar almennings. Ég reikna með að Jóka og Steingrímur viti af þessum málarekstri, láttu þau annars vita.
Ef lán fást ekki til einkaaðila vegna þess að þjóðin neitar að beygja sig undir fjárkúgun, þá ætti að kæra viðkomandi lánastofnanir fyrir Interpol vegna aðildar að skipulagðri glæpastarfsemi.
Fjárkúgun var glæpastarfsemi síðast þegar ég vissi.
Síðan spilarðu atvinnuhræðsluáróðursspilinu. Er alveg sama hvernig atvinnan verður til. Vændi og eiturlyfjasala er atvinnuskapanid, ertu hlynntur svoleiðis?
Theódór Norðkvist, 22.2.2011 kl. 01:09
...atvinnuskapandi...
Theódór Norðkvist, 22.2.2011 kl. 01:10
Kristmann: ESA hefur gefið út bráðabirgðaálit sem er hagstætt Bretum og Hollendingum.Íslendingar eiga rétt á að andmæla því.
Haldi ESA sig við skoðun sína þá gefa þeir næst út rökstutt álit sem Íslendingar svara. Þá er málið tekið til endurskoðunar hjá ESA og þá fyrst og ekki fyrr er ákveðið hvort mál verður höfðað.
að er ekkert óvanalegt við það að ESA taki andmæli einfaldlega til greina. Ætli það sé nú ekki ein ástæða þess ESA höfðar sjaldan mál sem hún tapar?
Þetta tal um að ESA hafi hótað lögsók á rætur að rekja til Eiríks Bergmann sem virðist ákveðinn í að brenna því litla sem eftir lifir af fræðimannsheiðri sínum.
Hans Haraldsson 22.2.2011 kl. 01:27
Af hverju mótmælti enginn áframhaldandi byggingu tónlistarhússins? Hvað kostar að byggja það hús og hvað kostar það okkur á hverju ári næstu áratugina?
Þar hefði ég viljað sjá þjóðaratkvæðagreiðslu.
Ég hefði einnig viljað að Ólafur hefði neitað undirskrift sinni á öll fjárlög frá byrjun þessarar aldar. En það gerði hann ekki.
Maðurinn er ekki samkvæmur sjálfum sér. En batnandi mönnum er best að lifa.
Stefán Júlíusson 22.2.2011 kl. 08:15
Hefur þú kynnt þér hvernig innheimtur ganga hjá þrotabúi Landsbankans í bretlandi?
Hefur þú kynnt þér málið sem Ragnar Aðalsteinsson er að reka fyrir dómstólum vegna svokallaðra heildsölulána sem ef vinnst, veldur því að skuldin hverfur (að því gefnu að við verðum ekki með málið fyrir dómstólum)?
Vissir þú að allar framkvæmdir við Búðarhálsvirkjun eru stopp þangað til semst um Icesave..
Vissir þú að á meðan ekkert er gert við Búðarhálsvirkjun þá er ekki farið af stað með stækkun álvers á að nýta þá orku?
Veist þú hvað það eru mörg staf sem eru ekki að skapast vegna þessa?
Ástæðan fyrir því að ekki fæst lánsfé hingað er út af því að það var ekki bara kreppa hér á Íslandi, það var líka kreppa hjá þeim sem eru að lána og því halda þeir að sér höndunum fyrir vikið, það að halda því fram að ekkert lánsfé fáist út af því að ekki er búið að semja um Icesave stenst ekki og eru nokkur fyrirtæki sem hafa ekki verið í neinum málum að fá erlend lán hér á Íslandi því til sönnunar.
Og hvað er málið með þessa endalausu áráttu að taka erlend lán, þau eru m.a. rót upprunalega vandans, það er ekki gott fyrir okkur að steypa okkur ennþá meira í erlendar skuldir því að þá lendum við í því að eiga minna af gjaldeyri til að standast við innflutning.
Vissir þú að á meðan ekki semst um Icesave þá fáum við engan aðgang að erlendu lánsfé, sem þýðir að hér verður lítill sem enginn hagvöxtur
Hagvöxtur er ekki fastur við erlent lánsfé, ástæðan fyrir því að það er lítið sem enginn hagvöxtur hér er út af því að ríkisstjórnin er að kæfa allt í sköttum, það veldur stöðnun.
Vissir þú að á meðan ekki er hægt að gefa út ríkisskuldabréf vegna þess að þau verða í ruslflokki þar til semst um Icesave þá er eina tekjuleið ríkisins auknar skammtheimtur, gjöld ásamt niðurskurði?
Skulda aukning kemur alls ekki til með að bæta lánshæfismat eða skuldabréf hjá ríkinu, auknar skuldir auka ekki lánshæfi eða greiðslugetu hjá einstaklingum, það eina sem gerist er að þú brennir öllum þeim peningum sem þú færð lánað í að borga vexti og átt þá ekkert eftir nema skuldirnar, þetta rugl sem er að koma frá Moody's og þessum fyrirtækjum er ekkert nema keypt niðurstaða og ekkert hægt að taka mark á því.
Að halda því fram að þeir sem vilji þennan samning frekar en að fara dómstólaleiðina séu þeir sem séu að taka áhættuna er algjörlega út í hött....
Getur þú sagt með fullri vissu hvað samþykkt á þessum Icesave-3 samningi kemur til með að hafa í för með sér fyrir okkur? nei það geturðu ekki, það getur enginn gert, en ég gæti sagt þér nokkra mögulega atburði sem gætu átt sér stað, þessir útreikningar sem þú ert búinn að kolgleypa frá ríkisstjórninni er eitthvað ævintýri sem á aldrei eftir að gerast, þetta miðast við allra bestu mögulegu niðurstöðu í öllum málum sem hægt er að hugsa sér, forsendurnar sem þetta fólk gefur sér í útreikningunum eru eitthvað sem á aldrei eftir að gerast (bullandi uppgangur, lækkandi vextir, styrking krónunnar, gull og grænir skógar), hvergi sér maður útreikning frá þeim sem er á sömu nótum og þau eru að reikna út dómssmál sem fer á versta veg.
Ef við samþykkjum icesave-3 og t.d. neyðarlögin falla þá skuldum við Icesave-3 með engar eignir frá skilanefndinni upp í það, það sem er að gerast með Icesave-3 er að við erum að skrifa undir 1200 milljarða skuld í erlendum gjaldeyri, það er það sem er að gerast.
Verstu niðurstöður ef borin eru saman bæði málin er sú að Icesave-3 kemur alltaf til með að vera miklu verra(Guð má vita hvað margir milljarðar).
Bestu niðurstöður ef borin eru saman bæði málin er sú að dómsstólaleiðin verður alltaf miklu betri(0kr).
Af hverju mótmælti enginn áframhaldandi byggingu tónlistarhússins? Hvað kostar að byggja það hús og hvað kostar það okkur á hverju ári næstu áratugina?
Ætli menn hafi ekki verið of uppteknir við að mótmæla Icesave allan þennan tíma, en til að svara þessu þá er það rándýrt (fáranleg hönnun sem er bara til að auka kostnað) og það á eftir að kosta fáranlega mikið að reka það á næstu árum, við erum að tala um allt að 2 milljarða á ári (hef ekki kynnt mér það mikið en vona að mér skjátlist hrapalega).
Ég hefði einnig viljað að Ólafur hefði neitað undirskrift sinni á öll fjárlög frá byrjun þessarar aldar. En það gerði hann ekki.
Maðurinn er ekki samkvæmur sjálfum sér. En batnandi mönnum er best að lifa.
Merkilegt að þú skulir ekki fagna lýðræðinu sem forsetinn var að afhenda okkur.
Halldór Björgvin Jóhannsson, 28.2.2011 kl. 21:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.