Prestur innflytjenda óskar eftir söfnun vegna hamfaranna í Japan

Hinn japanski prestur innflytjenda, Toshiki Toma, hefur óskað eftir að fólk skori á Rauða Krossinn og Hjálparstarf kirkjunnar að hefja söfnun fyrir fórnarlömb jarðskjálftanna í Japan. Pistil hans má lesa með því að smella hér.

Hér með tek ég undir þessa áskorun og kem henni á framfæri. Sjálfur hef ég sent eftirfarandi áskorun til RKÍ og Hjálparstarfs kirkjunnar. Ykkur er velkomið að nýta þennan texta, en hvort sem þið gerið það eða notið ykkar eigin orðalag, endilega ekki láta undir höfuð leggjast að knýja á um að söfnun verði hafin.

 

Sæll/sæl.

Prestur innflytjenda á Íslandi, Toshiki Toma, hefur beðið lesendur sína að skora á Hjálparstarf kirkjunnar og Rauða Kross Íslands að hefja söfnun fyrir Japan vegna hinna hræðilegu náttúruhamfara sem þar geisa nú um þessar mundir.

Hér með kem ég þessari áskorun á framfæri og tek heilshugar undir hana.

Með vinsemd og virðingu,

[Þitt nafn] - (sleppið að tilgreina nafn ef þið kjósið nafnleynd af einhverjum ástæðum)

 

Netföng hjá Rauða krossinum er central@redcross.is og help@help.is hjá Hjálparstofnun kirkjunnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Gott mál og þarft Theodór minn.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.3.2011 kl. 11:06

2 Smámynd: Theódór Norðkvist

Takk fyrir, Ásthildur. Kv. T.

Theódór Norðkvist, 18.3.2011 kl. 19:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Theódór Norðkvist

Höfundur

Theódór Norðkvist
Theódór Norðkvist

Vettvangur fyrir það sem mér liggur á hjarta.

Nýjustu myndböndin

Sambataktar í Malmö

Sambataktar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband