8.7.2011 | 21:25
Má lögreglan brjóta lögin?
Fór að velta því fyrir mér þegar ég skrapp á Subway á Reykjavíkurveginum í dag. Þá voru tveir lögregluþjónar að kaupa sér eitthvað í svanginn og ég tók eftir að þeir höfðu lagt lögreglubílnum fyrir utan staðinn. Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd er gul lína á stéttinni við innganginn, sem eins og allir vita er hafa tekið bílpróf (nema einhverjir lögreglumenn?) þýðir að bannað er að stöðva ökutæki þar.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:26 | Facebook
Um bloggið
Theódór Norðkvist
Tenglar
Hjálparstarf
Ferðalög
- Samferða - vefsíða fyrir fólk sem vill vera samferða Fyrir þá sem vilja sameinast í bíla og lækka eldsneytiskostnað
- Göngum um Ísland Fróðleikur um gönguferðir. Gagnvirkt Íslandskort
- Ferðafélagið Útivist Félagsskapur sem býður upp á gönguferðir um áhugaverða staði
Líkamsrækt
Tenglar um líkamsrækt
Mannréttindabaráttan
- Félagið Ísland-Palestína Félag sem berst fyrir réttindum Palestínumanna
- Amnesty International á Íslandi Íslandsdeild mannréttindasamtakanna Amnesty International
Náttúruvernd
http://www.solistraumi.org/
Bloggvinir
- zeriaph
- eeelle
- tbs
- rosaadalsteinsdottir
- baenamaer
- ulli
- saemi7
- skulablogg
- kuriguri
- vilhjalmurarnason
- marinogn
- hreinn23
- vonin
- icekeiko
- maeglika
- fun
- axelpetur
- prakkarinn
- rafng
- kreppan
- hehau
- photo
- sjalfbodaaron
- mofi
- hlynurh
- bjarnimax
- astromix
- ea
- huldumenn
- muggi69
- jonnnnni
- gerdurpalma112
- gp
- krist
- jonvalurjensson
- bassinn
- gustafskulason
- diva73
- jvj
- maggiraggi
- toshiki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er alltaf sama sagan, þeir telja sig yfir lögum hafna sjálfir, keyra langt yfir hámarkshraða þó ekki sé útkall og sekta eins og brjálaðir menn ökumenn sem keyra Miklubraut á 75 (þar sem fáráðnlegur 60 er hámarkshraði) og má maður punga út 40 þús kalli fyrir vikið!!!
Guðmundur Júlíusson, 8.7.2011 kl. 22:29
Guðmundur, það er víða þannig í þessu þjóðfélagi okkar að sumir eru jafnari en aðrir.
Theódór Norðkvist, 8.7.2011 kl. 23:07
Guðmundur er fúll af því að hann má ekki brjóta lögin ókeypis.. ef þú ækir á 75 í 60 sone í noregi mundiru fá amk 300.000 kr sekt og líklega nokkra punkta í ökuskírteinið.. enda er umferðin hér ekki lífshættuleg eins og á íslandi.. Varðandi þessa mynd þá er hvorki um opinber gangstétt að ræða eða veg.. þetta er bensínstöð .. svo það er illframkvæmanlegt ða sekta fyrir að leggja þarna.
Óskar Þorkelsson, 9.7.2011 kl. 09:49
.. og ég sé ekki betur en þarna sé bílalúga..
Óskar Þorkelsson, 9.7.2011 kl. 09:50
Óskar þetta er samt stétt við innganginn á matsölustað. Það er ekkert öðruvísi að leggja eða stöðva bifreið þarna, en að leggja við t.d. verslun Guðsteins á Laugaveginum (áður en hann varð göngugata.)
Bílalúgan er töluvert fyrir aftan lögreglubílinn, allavega hefðu þeir þurft að vera mjög handleggjalangir til að láta afgreiða sig frá þessum stað verandi enn í bílnum. Enda fóru þeir inn á staðinn.
Ég held síðan að Guðmundur hafi átt við að hann væri ósáttur við að almenningur er sektaður fyrir brot (vissulega réttilega oftast) en lögreglan megi síðan sjálf brjóta lögin. Annars verður hann að svara fyrir sig sjálfur, ef þetta er rangt hjá mér.
Theódór Norðkvist, 9.7.2011 kl. 22:23
Já, því má svo bæta við að þarna var gul lína eins og áður segir. Ég veit ekki betur en að hún þýði í öllum tilfellum að bannað sé að stöðva ökutæki þar sem hún er til staðar. Ef verið er að mála gangstéttakanta gula eingöngu í listrænum tilgangi er það allavega nýtt fyrir mér.
Það þýðir að sjálfsögðu að bannað sé að leggja, því ekki er hægt að leggja bíl án þess að stöðva hann, en hægt er að stöðva án þess að leggja. Þ.e. ef ökumaður og farþegar fara ekki út úr bílnum og hafa hann í gangi.
Theódór Norðkvist, 10.7.2011 kl. 01:23
þarna hefur ekkert brot verið framið Theodor, eigendur lóðarinnar í þessu tilviki bensinstöðin og hugsanlega Subway geta sett sínar reglur um umgengi á sinni lóð.. en umferðarlög og reglur gilda ekki þarna nema í basik skilningi.. sem sagt varuð frá hægri og allt það.. en að þú leggir þarna er ekki lögbrot, heldur ókurteisi.
Óskar Þorkelsson, 10.7.2011 kl. 06:54
Hvers vegna er þá gul óbrotin lína þarna?
Theódór Norðkvist, 10.7.2011 kl. 13:53
eigandi stövarinnar hefur ákveðið að hafa hana þarna.. who knows
Óskar Þorkelsson, 10.7.2011 kl. 16:55
Vel á minnst, held að það sé ekki bílalúga þarna, þetta er inngangurinn á bensínstöðina.
Theódór Norðkvist, 11.7.2011 kl. 00:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.