Drengileg framkoma

Manni hlýnar um hjartarætur þegar ferðaþjónustuaðilar bregðast við óhöppum eða mistökum með auðmýkt og láta auk þess ekki sitja við orðin tóm, með því að bjóðast til að bæta fjárhagslegt og umhverfislegt tjón. Ólíkt t.d. Iceland Express, sem að vísu sendi frá sér yfirlýsingar út af síendurteknum töfum á flugáætlunum þeirra, en reyndi samt að afsaka eða réttlæta atvikin og jafnvel kenna þriðja aðila um, þ.e. þeim sem þeir kaupa þjónustuna af til endursölu.

Ferðaskrifstofan er tékknesk, sem merkir að líklega er hún ekkert sérstaklega fjársterk, allavega á vestræna vísu. Gömlu austantjaldslöndin eiga flest við mikla efnahagsörðugleika að stríða og kaupgeta íbúanna ekki mikil. Það gerir viðbrögð Tékkanna enn virðingarverðari.


mbl.is Biður Íslendinga afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Börkur Hrólfsson

Ert þú ekki með Stokkholmsheilkenni ?

Þetta lið er búið að ,,vaða á skítugum skónum" yfir Íslenska náttúru, og auglýsa landið sem einhverja ,,torfæruparadís". Það hefur svívirt Íslendinga, landverðir hafa verið hunsaðir, og lög og reglur líka, eins og sést á myndbrotum frá félaginu. Þeir brutu lög, nú síðast með því að aka lokaða leið, í krafti stærðar trukksins, og stærðu sig af því ! Og hvaða þjónusta er það sem þeir kaupa ? Eldsneyti og tjaldstæði þar sem þeir gista, reyndar gista þeir oft utan tjaldstæða, og rífa kjaft, þegar þeim hefur verið bent á að ólöglegt er fyrir skipulagða hópa að gista utan skipulagðra tjaldstæða.

Ekki kaupir þetta lið mikinn mat, þar sem flestir koma með fullan skammt af matvörum, og rúmlega það til landsins.

Þetta eru ekki þeir túristar, sem við þurfum á að halda hér, og mér finnst að þeir ættu að halda sig heima hjá sér. Þeir geta örugglega fundið staði til að leika sér í sínu heimalandi, því að þessar ferðir snúast um eitthvað meira en eintóma virðingu og ást á náttúrunni og umhverfinu.

Börkur Hrólfsson, 12.8.2011 kl. 10:27

2 Smámynd: Steinunn  Friðriksdóttir

Segi það með þér Börkur, það var ekki fyrr en fjöldinn allur af íslengingum skömmuðust á Facebook síðunni þeirra að þeir ákváðu að viðskiptin þyldu ekki meira slæmt pr. Drengilegt myass

Steinunn Friðriksdóttir, 12.8.2011 kl. 10:43

3 identicon

Það er ódýrt að vera með yfirlýsingar um að þeir ætli að borga allt, en svo þegar til kastana kemur þá kemur ekki króna frá þeim. Á meðan þeir djöflast og nauðga Íslenskri náttúru, borga þeir þá einhvern skatt hér á landi verandi Tékknesk ferðaskrifstofa?

HAG 12.8.2011 kl. 14:43

4 Smámynd: Theódór Norðkvist

Takk fyrir innlit og athugasemdir. Börkur, ég vissi þetta ekki sem þú lýsir og auðvitað breytir það myndinni.

Hinsvegar er ég ekki sammála þér að þetta lið sem þú kallar tékkneska ferðamenn og lítur nógu stórt á þig til að þykjast geta litið niður á þá, megi bara halda sig heima hjá sér ef þeir eru ekki að spreða um sig peningum.

Mér finnst sjálfsagt að ferðamenn séu velkomnir hingað, þó þeir eyði ekki krónu. Ég myndi sjálfur vilja fara til útlanda og geta haft með mér sem mest og eytt litlu, ef ég væri hrifinn af landinu á annað borð. Auðvitað verða þeir að umgangast móðir náttúru af virðingu eins og aðrir.

Haraldur, hvort þeir standi við að borga fyrir tjónið mun einfaldlega tíminn leiða í ljós.

Theódór Norðkvist, 12.8.2011 kl. 15:54

5 Smámynd: Theódór Norðkvist

...móður náttúru...

Theódór Norðkvist, 12.8.2011 kl. 15:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Theódór Norðkvist

Höfundur

Theódór Norðkvist
Theódór Norðkvist

Vettvangur fyrir það sem mér liggur á hjarta.

Nýjustu myndböndin

Sambataktar í Malmö

Sambataktar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband