Frábær leikmaður, en...

...er ekki viss hvort þetta sé réttasta niðurstaðan. Þegar íþróttamaður ársins er valinn verður að horfa á hvað þeir sem til greina koma hafa afrekað. Alþjóðlegir titlar eru besta vísbendingin og ef um er að ræða hópíþróttir verður að horfa á hvað íþróttamaðurinn átti mikinn þátt í þeim verðlaunum sem liðið vinnur. Þannig fannst mér t.d. ekki koma til greina að velja Eið Smára á sínum tíma fyrir að hafa unnið meistaradeildina með Barcelona, þar sem hann var á bekknum allt tímabilið.

Mér fannst Aron helst eiga titilinn vísan, en einnig kom Sara Björk úr knattspyrnunni sterklega til greina. Hún vann sænsku deildina með Malmö og skoraði talsvert af mörkum, þó veit ég ekki hvar sænska deildin stendur í alþjóðlegum samanburði. Síðan hefur kvennalandsliðið okkar náð frábærum árangri og því fannst mér einhver kona úr knattspyrnunni vel eiga skilið að vera valin íþróttamaður síðasta árs. Það sama verður langt frá því sagt um karlalandsliðið sem hefur verið í frjálsu falli á heimslista FIFA í mörg ár.

Þýska úrvalsdeildin í handknattleik er almennt talin sú sterkasta í heiminum og Kiel, sem Aron spilar með, er þar yfirburðalið. Að vísu er hann ekki lykilmaður í liðinu, enda ekki nema rétt um tvítugt, en hefur verið að skora heilmikið. Þrátt fyrir ungan aldur er hann mikilvægur hlekkur í landsliðinu, sem náði 6. sæti á síðasta HM. Ég er því hissa að sjá Aron ekki ofar en í 7. sæti á listanum.

Engu að síður óska ég Heiðari Helgasyni til hamingju og er hann vel að titlinum kominn eins og eflaust allir sem komu til greina í þessu vali. Þrátt fyrir að deildin sem hann vann með QPR sé ekki úrvalsdeildin í Englandi, er hún almennt talin meðal þeirra sterkustu og jafnvel sterkari en úrvalsdeildin í sumum öðrum löndum. Síðan hefur Heiðar verið að skora mikið í líklega sterkustu deild heims, ensku úrvalsdeildinni.


mbl.is Heiðar íþróttamaður ársins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Sæll Theódór! Sjaldan eru allir sammála í kjöri Íþróttamanns,sérstaklega í flokkaíþróttum. Hverja gætum við t.d. tekið út úr Gerplu-fimleikaliðinu,sem stóð sig svo frábærlega fyrir Íslands hönd.En ég lýsi yfir ánægju minni með kjör Heiðars,Aron á eftir að hampa bikarnum. Spurning hvort aldur Heiðars hafi spilað inn í,það er hans síðasta von um íþróttamanns árs titil,sem mér finnst hann eiga fullkomlega skilinn.

Helga Kristjánsdóttir, 6.1.2012 kl. 00:21

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Vafðist fyrir mér ,,skilið..

Helga Kristjánsdóttir, 6.1.2012 kl. 00:23

3 Smámynd: Theódór Norðkvist

Sæl Helga, takk fyrir innlitið. Það er rétt, aldrei verða allir sammála um svona kjör, margir kallaðir og aðeins ein(n) útvalin(n.)

Það er gleðilegt að við eigum svo mikið af frambærilegu íþróttafólki að erfitt er að velja þann eða þá bestu úr.

Theódór Norðkvist, 6.1.2012 kl. 01:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Theódór Norðkvist

Höfundur

Theódór Norðkvist
Theódór Norðkvist

Vettvangur fyrir það sem mér liggur á hjarta.

Nýjustu myndböndin

Sambataktar í Malmö

Sambataktar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband