Gerist á mjög slæmum stað

Hestfjörður og raunar allt Ísafjarðardjúp er vanmetin náttúruperla. Kyrrðin, lognið og fjallasýnin inni í firðinum er engu lík og þarna er vinsælt berjaland. Þrátt fyrir að mengunarslys sé alltaf slæmt hvar sem það á sér stað, er það mikið áfall að það skuli gerast í Hestfirðinum.
mbl.is Mikill viðbúnaður í Hestfirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Við skulum vona að þarna sé eitthvað meira en hálka, eins og tildæmis snjór sem kæmi í veg fyrir að þetta fari í jarðveginn að einhverju ráði.

Guðni Karl Harðarson, 17.1.2012 kl. 02:16

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Leiðinlegt þegar svona gerist, en fyrstu fréttir benda til þess að verið sé að bregðast við af fyllstu varúð sem er gott.

Guðmundur Ásgeirsson, 17.1.2012 kl. 02:32

3 Smámynd: Theódór Norðkvist

Segi með ykkur, að ég vona að skaðinn verði sem minnstur.

Theódór Norðkvist, 17.1.2012 kl. 03:09

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það er nokkuð sama hvar svona lagað gerist, það er alltaf MJÖG SLÆMT.  En í framhaldi vildi ég gjarnan vita er til einhver "góður" staður fyrir svona lagað, að þínu mati???????????????

Jóhann Elíasson, 17.1.2012 kl. 08:15

5 Smámynd: Theódór Norðkvist

Jóhann, ef þú hefur lesið upphaflegu færsluna þá sérðu að ég segi að mengunarslys sé alltaf slæmt, hvar sem er.

Hinsvegar þykir mér mjög vænt um Hestfjörð, þar sem ég er að vestan. Það er nú bara þannig að flestir eru hændir að því umhverfi þar sem þeir eiga rætur, eða þeirra fjölskylda.

Ég er t.d. viss um að þú hryggist yfir fréttum af hungursneyð í Afríku, en ef þín eigin fjölskylda væri að svelta, myndirðu væntanlega hafa enn meiri áhyggjur og geta allt sem þú gætir til að laga ástandið. Ekki satt?

Theódór Norðkvist, 17.1.2012 kl. 11:57

6 Smámynd: Theódór Norðkvist

....gera allt sem þú gætir...

Átti þetta að vera.

Theódór Norðkvist, 17.1.2012 kl. 11:57

7 Smámynd: Landfari

Það var nú lán í óláni að bíllinn skyldi fara útaf fyrir ofan veg en ekki neðan. Það má telja víst að þá væru 14.000 líturm meira farið út í náttúruna og líklegt að kviknað hefði í öllu heila dótinu og óvíst að bílstjórinn væri meðal vor. Mikil mildi að hann skyldi sleppa þó þetta vel úr þessu. Finnst það meira virði þó ég sé ekki að gera lítið úr umhverfisslysinu sem slíku. Náttúran á sjálf um að jafna sig með tímanum ef þetta kemst ekki í vatnsból eða slíkt.

Hitt er svo annað sem mér leikur forvitni á að vita og það er hvernig var bíllinn búinn. Mér liggur við að segja að það sé ábyrgðarlaust að keyra svona æki niður svellbunka nema vera hreinlega með keðjur, bæði á bíl og vagni. Það er ekki langt síðan við sáum hvernig aftanívagn fór af stað þegar flutningabíll hægði á sér þegar hann fór ínn í Hvalfjarðargöngin. Þar náði bílstjórinn að halda stjórn á bílnum þannig að ekki varð stór slys. Ólíku saman að jafna því þar var bíllin kominn á auðan veg. Þarna var engu slíku til að dreifa, bara svell út í eitt. Í einni fréttinni var það orðað svo að ekki var stætt á veginum fyrr en vegagerðin var búin að sanda.

Ég hef svo oft rekið mig á það að flestir stóru flutningabílarnir aka (eins og flestir litlu bílarnir líka ) eins  og það sé 90 km lágmarkshraði á þjóðvegunum, sama hverjar aðstæður eru. Hálka, grenjandi rigning, þoka, krap breytir engu. Einu staðirnir sem hægt er á sér er upp brattar brekkur. En þar gera þeir það líka alltaf, sama hverjar aðstæður eru.

Landfari, 17.1.2012 kl. 12:24

8 Smámynd: Theódór Norðkvist

Góðar ábendingar, Landfari. Þetta atvik sýnir kannski líka hve mikilvægt er að bæta samgöngur á Vestfjörðum og að sjálfsögðu eiga menn að haga akstri eftir aðstæðum.

Margir býsnast yfir kostnaðinum af því að leggja og viðhalda vegum á Vestfjörðum, þar sem aðeins fáeinir bílar eru á ferð á hverjum tímapunkti.

En hvað kostar svona hreinsunarstarf, tala nú ekki um ef þetta hefði farið verr en það gerði?

Theódór Norðkvist, 17.1.2012 kl. 15:14

9 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ómar Már Jónsson, sveitarstjórinn í Súðavík, er með ábendingu sem verður að taka undir:

Í kjölfar slyssins finnst mér rétt að skoða við hvaða aðstæður verið er að flytja svona farm. Í gær var glerhált, myrkur og slæmt veður sem vissulega eykur hættuna á að svona lagað gerist. Ég held því að það sé mjög mikilvægt að það verði metið hvort ekki þurfi að koma á einhverjum reglum um að við vissar aðstæður séu ekki bílar á ferli á vegum landsins með hættulega farma.

 Frétt BB þar sem þetta kemur fram.

Theódór Norðkvist, 17.1.2012 kl. 15:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Theódór Norðkvist

Höfundur

Theódór Norðkvist
Theódór Norðkvist

Vettvangur fyrir það sem mér liggur á hjarta.

Nýjustu myndböndin

Sambataktar í Malmö

Sambataktar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband