Eru mannréttindi pólitík?

Gréta Salóme réttlætti sinnuleysi sitt gagnvart mannréttindabrotunum fyrir framan nefið á henni með því að segja að halda ætti mannréttindum og tónlistarkeppnum eins og Eurovision aðskildum. Ég á það sameiginlegt með Páli Óskari að vera ósammála fiðluleikaranum hvað þetta varðar. Gréta er í hvítasunnukirkjunni og er yfirlýst kristin trúmanneskja, en greinilegt er að svo bregðast krosstré sem önnur tré.

Skoðum aðeins fullyrðingu hennar. Eru einhverjir stjórnmálaflokkar - hérlendir sem erlendir - á móti mannréttindum? Þá er ég að tala um stefnuskrá þeirra, ekki hvað þeir gera þegar á hólminn er komið. Ég veit ekki til að neinn flokkur sé með það á stefnuskrá sinni að brjóta mannréttindi eða svipta borgarana þeim. A.m.k. ekki viljandi. Er þá nokkuð hægt að segja að mannréttindi séu pólitískt fyrirbæri. Í mesta lagi er hægt að segja að mannréttindi séu þverpólitísk, fyrst allir flokkar vilja tryggja þau.

Tónlistarmenn í sviðsljósinu fá gott tækifæri til að beita sér gegn mannréttindabrotum. Það tækifæri nýttu íslensku keppendurnir ekki, en það gerði hinsvegar fulltrúi Svíþjóðar í Eurovision. Vonandi nýta Gréta og Jónsi betur tækifærið í Eurovision-höllinni í Baku í kvöld betur en þau sem hafa gefist undanfarna daga fyrir utan höllina.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Theódór Norðkvist

Höfundur

Theódór Norðkvist
Theódór Norðkvist

Vettvangur fyrir það sem mér liggur á hjarta.

Nýjustu myndböndin

Sambataktar í Malmö

Sambataktar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband