Góð grein hjá Andreu

Heilbrigð afstaða forsetaframbjóðandans, sem segir að ég eigi að gæta bróður míns - og systur. Í algeru samræmi við síðustu færslu mína hér rétt á undan, en því miður fann ég ekki þessa frétt til að tengja við.

Andrea sýnir enn einu sinni að hún verður ekki gufa sem mun hreiðra um sig í forsetabústaðnum og innan um kampavínsglös í opinberum veislum. Hún mun án efa láta til sín taka þar sem óréttlæti ríkir.

Eins og ég sagði hér áður höfðu fulltrúar í söngkeppninni tækifæri til að tala gegn ofbeldinu fyrir framan nefið á þeim, sem einungis sænska söngkonan og sigurvegari keppninnar nýtti sér. Hún er sigurvegari í fleiri en einum skilningi.

Afstaða Grétu og þeirra sem vilja afskiptaleysið, minnir einna helst á bilaða keisarann í Róm, Neró - sem spilaði á fiðlu meðan Róm brann. Eða á hljómsveitina á Titanic, sem spilaði alveg fram að því að skipið sökk. Það er auðvitað mikilvægast að hafa góða tónlist í gangi meðan maður er að drukkna.


mbl.is Spyr hvenær rétti tíminn sé fyrir mannréttindi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Theódór Norðkvist

Höfundur

Theódór Norðkvist
Theódór Norðkvist

Vettvangur fyrir það sem mér liggur á hjarta.

Nýjustu myndböndin

Sambataktar í Malmö

Sambataktar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 104703

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband