2007 framboð?

Ólafur Ragnar sagði í upphafi sinnar kosningarbaráttu að honum fyndist framboð Þóru vera pínulítið 2007. Mér fannst það ekki sanngjörn ummæli, en eftir að hafa séð þetta myndband, er ég ekki viss.

Það sem einkenndi þjóðfélagið árin fyrir hrun, voru fallegar umbúðir en rýrt innihald. Útrásarvíkingarnir voru í fínum jakkafötum, vel greiddir og voru með slagorðin á hreinu. En það var ekkert á bak við þennan bóluárangur þeirra. Keisarinn var ekki í neinum fötum.

Þetta áróðursmyndband ungra stuðningsmanna Þóru er einmitt eins og umgjörð hrunverjanna á sínum tíma. Fallegar umbúðir - fallegt ungt fólk - flott slagorð eins og sameinumst, hugsum á framtíðina og annað í þessum dúr.

Þegar kemur að innihaldinu skila hinir ungu stuðningsmenn Þóru auðu. Ekkert kemur fram hvernig Þóra eigi að sameina fólk, eða rökstuðningur fyrir því hvernig hún er frekar fulltrúi framtíðarinnar en aðrir frambjóðendur.

Hafði Ólafur kannski rétt fyrir sér að framboð Þóru væri 2007? Forsetinn hefur að vísu sjálfur verið sakaður um náin tengsl við útrásarvíkinga 2007 hugsunarháttsins. Hann gæti því mögulega verið að kasta steinum úr glerhúsi, en það segir okkur líka að hann þekki fingraför 2007 stílsins betur en margir aðrir.


mbl.is Lokað á stuðningsmyndband Þóru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgir Örn Guðjónsson

Eða hvort hún sé fylgjandi ESB umsókn eður ei !

M;yndbandið á bara að sýnast flott... ekkert í því sem heillar.

Birgir Örn Guðjónsson, 12.6.2012 kl. 06:34

2 Smámynd: Theódór Norðkvist

Nákvæmlega, það er bara auglýsingaskrum.

Theódór Norðkvist, 12.6.2012 kl. 13:37

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tek eftir því að þarna eru allir frægir og flottir sem koma fram, flestir þeirra hafa komið fram í sjónvarpi allra landsmanna, ef til vill tilviljun?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.6.2012 kl. 14:20

4 Smámynd: Theódór Norðkvist

Já Ásthildur, maður fannst maður kannast við mörg andlitin. Þau reyna að tjalda öllu til sem þau hafa.

Theódór Norðkvist, 12.6.2012 kl. 19:37

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já einmitt ef til vill var forseti vor ekki svo langt frá sannleikanum þegar hann talaði um að framboð Þóru væri svona 2007 framboð.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.6.2012 kl. 20:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Theódór Norðkvist

Höfundur

Theódór Norðkvist
Theódór Norðkvist

Vettvangur fyrir það sem mér liggur á hjarta.

Nýjustu myndböndin

Sambataktar í Malmö

Sambataktar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband