Lán Ítala í óláni?

Er nokkuð viss um að verðmiðinn á Balotelli eftir stórgóða frammistöðu á EM sé of hár fyrir Inter. Fyrir um 20 árum síðan var ítalska deildin sú sterkasta í heimi og sogaði til sín flesta af bestu leikmönnunum. Núna er enska úrvalsdeildin í þessari sömu stöðu.

En það er tvíeggjað vopn fyrir land að hýsa sterkustu úrvalsdeild heimsins. Eins og Buffon sagði um daginn, þá er þetta einmitt ein meginorsökin fyrir því að enska landsliðið er töluvert á eftir bestu landsliðunum í getu og hafa dregist aftur úr frekar en hitt á síðustu árum. Heimamenn komast einfaldlega ekki í bestu liðin, með fáum undantekningum.

Ítölsku liðin aftur á móti byggja að miklu leyti á heimamönnum þó það komi ekki til af góðu, ástæðan er að ensku félagsliðin eru fjársterkari og geta náð til sín bestu leikmönnunum. Það verður hinsvegar til þess að Ítalir geta byggt landslið sitt á leikmönnum sem eru lykilmenn í bestu félagsliðunum á Ítalíu, auk þeirra Ítala sem leika í Englandi eða annarsstaðar eins og Balotelli.


mbl.is Vill fá Balotelli til baka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er nú meiri lána vitleysan...

Valgeir Matthías Pálsson 5.7.2012 kl. 14:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Theódór Norðkvist

Höfundur

Theódór Norðkvist
Theódór Norðkvist

Vettvangur fyrir það sem mér liggur á hjarta.

Nýjustu myndböndin

Sambataktar í Malmö

Sambataktar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband