17.7.2012 | 22:21
Seðlar stjórna í boltanum
Þetta virðist alltaf gerast þegar Skaginn nálgast stórveldin, þó ÍA sé stórverldi frá fornri tíð. Þeir missa bæði aðkeypta leikmenn og þá efnilegu ungu stráka sem félagið hefur lagt mikla fjármuni og vinnu í að gera að góðum leikmönnum. Tryggð ungra knattspyrnumanna við sitt eigið heimalið er að deyja út eins og risaeðlurnar og aðrar óvættir úr grárri forneskju. Ég tek fram að ég er ekki mjög trúaður á risaeðlur, en datt ekkert betra í hug til að líkja þessu tvennu saman.
Ég lýsi því yfir að sigur í Pepsi-deildinni (enn eitt merkið um að Mammon er að gleypa og hefur nánast gleypt þessa áður göfugu íþrótt) er ekki marktækur, þar sem þetta er bara spurning hver getur ausið úr stærstu sjóðunum og hefur velvild stórfyrirtækjanna.* Sem flest eru reyndar ævintýralega skuldsett og lifa á meðgjöf frá ríkinu/bönkunum, en það er önnur saga.
*Með fyrirvara um að fjársterku félögin, Kr FH eða Valur vinni deildina.
Doninger einnig á förum frá ÍA | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Pepsi-deildin | Breytt s.d. kl. 22:25 | Facebook
Um bloggið
Theódór Norðkvist
Tenglar
Hjálparstarf
Ferðalög
- Samferða - vefsíða fyrir fólk sem vill vera samferða Fyrir þá sem vilja sameinast í bíla og lækka eldsneytiskostnað
- Göngum um Ísland Fróðleikur um gönguferðir. Gagnvirkt Íslandskort
- Ferðafélagið Útivist Félagsskapur sem býður upp á gönguferðir um áhugaverða staði
Líkamsrækt
Tenglar um líkamsrækt
Mannréttindabaráttan
- Félagið Ísland-Palestína Félag sem berst fyrir réttindum Palestínumanna
- Amnesty International á Íslandi Íslandsdeild mannréttindasamtakanna Amnesty International
Náttúruvernd
http://www.solistraumi.org/
Bloggvinir
- zeriaph
- eeelle
- tbs
- rosaadalsteinsdottir
- baenamaer
- ulli
- saemi7
- skulablogg
- kuriguri
- vilhjalmurarnason
- marinogn
- hreinn23
- vonin
- icekeiko
- maeglika
- fun
- axelpetur
- prakkarinn
- rafng
- kreppan
- hehau
- photo
- sjalfbodaaron
- mofi
- hlynurh
- bjarnimax
- astromix
- ea
- huldumenn
- muggi69
- jonnnnni
- gerdurpalma112
- gp
- krist
- jonvalurjensson
- bassinn
- gustafskulason
- diva73
- jvj
- maggiraggi
- toshiki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það var slæmt að missa Gary. En leikmannaglugginn er opinn og eins og þjálfarinn sagði. ÍA mun styrkja liðið eftir að Donninger og Martin eru farnir.
En það er svo sannarlega rétt. Það er pirrandi þegar stóru liðin eru að kaupa bestu leikmennina hjá minni liðum á landsbyggðinni. Bjóða þeim hærri laun en litlu liðin geta boðið osfrv.
En ÍA er meira en þessir tveir bretar og ef við styrkjum eitthvað í glugganum að þá verður seinni umferðin ekki síðri en sú fyrri. Ég spái Skaganum 5. sæti deildarinnar í haust.
ThoR-E, 19.7.2012 kl. 11:59
Vonandi tekst að fá góða menn í staðinn. Ég er hlynntur því að byggja á heimamönnum sem vilja spila, þó það kosti sæti í efri hluta deildarinnar. Svo lengi sem þeir falla ekki. Skaginn er með fínan mannskap svona heilt yfir.
Theódór Norðkvist, 19.7.2012 kl. 15:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.