27.1.2022 | 13:29
Handbolti er keppnisíþrótt. Ekki útibú frá Hjálpræðishernum
Ég veit ekki hvað ég á að segja um svona pakk og það sem ég vil segja er ekki birtingarhæft. Handbolti ér keppnísíþrótt. Markmið hvers landsliðs í stórmóti er að standa uppi sem sigurvegari að loknu mótinu.
Markmiðið er líka að vinna næsta leik, en ef lið er komið í það góða stöðu að úrslit í einhverjum leik skipta litlu sem engu máli, er mjög sniðugt að hvíla lykilmenn til að hafa þá ferskari í undanúrslitunum, þar sem allt er undir.
Danir eru ekki skyldugir til að reka einhverja félagslega aðstoð við önnur þátttökuríki í þessu móti, til að taka þau með sér í undanúrslit. Sæti þar eiga að ráðast á vellinum, ekki í einhverjum bandalögum um að vinna eða tapa leikjum til að þessi eða hin þjóðin komist áfram.
Enginn er annars bróðir í leik. Íslenska liðið hefði gert nákvæmlega það sama hefði það verið í sömu sporum og Danir voru og Danir í sporum Íslendinga, hefðu þurft á sigri Íslands að halda.
Ísland hefði án efa hvílt lykilmenn og hugsað um að spara leikmenn fyrir undanúrslitin. Hvert lið á að hugsa um sína hagsmuni fyrst og fremst og hver sé öruggasta leiðin til að komast alla leið í úrslitaleikinn. Þess vegna er handbolti kallaður keppnísíþrótt og starf Hjálpræðishersins góðgerðarstarfsemi.
Nú kann að vera að Nicolaj Jacobsen hafi gert mistök með ákvörðun sinni, þó mistökin felist ekki í að veita ekki íslenska liðinu félagslega aðstoð. Heldur einfaldlega í því að Danir hefðu mætt Svíum í undanúrslitum, hefðu þeir haft betur gegn Frökkum í lokaleik milliriðilsins.
Spánverjar eru líklega með sterkara lið en Svíar, a.m.k. unnu þeir Svíana í riðlakeppninni, þó ein úrslit segi kannski ekki alla söguna, því Ísland til dæmis vann Frakkland, Frakkland vann Danmörku, en við töpuðum fyrir Dönum. Handboltastærðfræðin gengur ekki alltaf upp.
Hvað sem öllu þessu líður, í staðinn fyrir að nöldra út af Dönum og gera okkur að fíflum í öllum fjölmiðlum þeirra, ættum við frekar að einbeita okkur að Norðmönnum í leiknum um fimmta sætið.
Þeir eru engan veginn bæði sýnd veiði og gefin. Þeir höfðu örugga forystu (þó forysta í handboltaleikjum sé sjaldan örugg) gegn Svíum, en Svíar stálu sigrinum á lokasekúndunum og komust í undanúrslit á kostnað nágranna sinna.
Vinnum við Noreg, frábært. Liggjum við illa fyrir þeim, þá bendir það til að úrslitin gegn Svíum yrðu svipuð, þó það sé ekkert víst. Eitt er ljóst og það er að þetta unga íslenska lið hefur unnið þrekvirki á þessu móti, hvort sem 5. eða 6. sætið verður niðurstaðan.
Danir fjalla um reiði Íslendinga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:55 | Facebook
Um bloggið
Theódór Norðkvist
Tenglar
Hjálparstarf
Ferðalög
- Samferða - vefsíða fyrir fólk sem vill vera samferða Fyrir þá sem vilja sameinast í bíla og lækka eldsneytiskostnað
- Göngum um Ísland Fróðleikur um gönguferðir. Gagnvirkt Íslandskort
- Ferðafélagið Útivist Félagsskapur sem býður upp á gönguferðir um áhugaverða staði
Líkamsrækt
Tenglar um líkamsrækt
Mannréttindabaráttan
- Félagið Ísland-Palestína Félag sem berst fyrir réttindum Palestínumanna
- Amnesty International á Íslandi Íslandsdeild mannréttindasamtakanna Amnesty International
Náttúruvernd
http://www.solistraumi.org/
Bloggvinir
- zeriaph
- eeelle
- tbs
- rosaadalsteinsdottir
- baenamaer
- ulli
- saemi7
- skulablogg
- kuriguri
- vilhjalmurarnason
- marinogn
- hreinn23
- vonin
- icekeiko
- maeglika
- fun
- axelpetur
- prakkarinn
- rafng
- kreppan
- hehau
- photo
- sjalfbodaaron
- mofi
- hlynurh
- bjarnimax
- astromix
- ea
- huldumenn
- muggi69
- jonnnnni
- gerdurpalma112
- gp
- krist
- jonvalurjensson
- bassinn
- gustafskulason
- diva73
- jvj
- maggiraggi
- toshiki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Rétt hjá þér, Theódór, og þar að auki er bannað samkvæmt lögum að fjarlægja kórónuna af þaki Alþingishússins.
Þingsályktun er ekki rétthærri en lög og undirritaður veit ekki betur en að Mörlendingar noti enn íslenska krónu (kórónu) sem gjaldmiðil.
"Orðið króna er íslenskur ritháttur erlendu myntheitanna Krone, Krona, Kroon og Koruna."
27.1.2022 (í dag):
Forstöðumaður Minjastofnunar vill halda í kórónuna
"Alþingishúsið var friðað af menntamálaráðherra 14. desember 1973 samkvæmt 26. gr. og 27. gr. þjóðminjalaga nr. 52/1969."
"Í lögum um menningarminjar nr. 80/2012 er gerður greinarmunur á friðlýstum húsum og mannvirkjum og þeim sem friðuð eru.
Við gildistöku laganna 1. janúar 2013 voru öll hús og mannvirki í landinu sem eru 100 ára eða eldri friðuð, því nú er miðað við aldur húss en ekki ákveðið ártal."
Alþingishúsið - Minjastofnun
Þorsteinn Briem, 27.1.2022 kl. 15:42
Frá einum Mörlendingi til annars - takk fyrir innlit og athugasemdina.
Theódór Norðkvist, 27.1.2022 kl. 15:51
Shit Theódór, vona að fáir sjái þetta en ég er algjörlega sammála Steina Briem, sem reyndar er vegna þess að þú náðir algjörlega kjarna málsins.
Við erum ekki í úrslitum vegna þess að við töpuðum fyrir Dönum, við töpuðum fyrir Dönum vegna þess að Guðmundur barði hausinn við stein, samt ekki Steina Briem, og spilaði opna vörn sem eini sóknarmaður Dana sem eitthvað gat, skoraði og skoraði, fyrir utan öll hin opnu tækifæri sem þeir fengu, og Viktor Gísli varði ekki, hans styrkur liggur í skotum út af velli, plúss stemmingu.
Vissulega auðvelt að kenna öðrum um, en eins og þú réttilega segir, þegar menn hafa klúðrað sínum málum, þá eru þeir í djúpum skít þegar þeir telja Hjálpræðisherinn sitt eina haldreipi.
Við vinnum á morgun, nema Guðmundur kjósi að veðja á útslitna hesta, frýs þegar hann á að skipta, og já, ef helv. Norðmennirnir spila vel, rosalega vel.
Kveðja að austan.
Ps. Mér finnst Guðmundur snillingur, legg það ekki í vana minn að röfla nema þar sem ég tel garðinn mjög háan.
Ómar Geirsson, 27.1.2022 kl. 18:29
Takk fyrir innlitið og athugasemdina, Ómar.
Ég sá ekki Danaleikinn, þannig að ég verð að treysta á þínar skýringar á tapinu sem eru ekkert ólíklegar. Mér hefur yfirleitt fundist Guðmundur vera góður í hernaðartækninni, en hann hefur hugsanlega brugðist þarna.
Það er oft hún sem vinnur leikina, að finna veikleika andstæðinganna og sækja einmitt þar sem þeir eru mest áberandi, hvort sem þeir veikleikar eru bundnir við einstaka stöður eða ákveðnar tilhneigingar. T.d. hvort markmaðurinn kastar sér alltaf í hægra hornið, skjóta þá í það vinsstra eða eitthvað slíkt.
Það hefur Nicolaj sjálfsagt gert líka, skoðað veikleikana. Úrslitin í Noregsleiknum munu ráðast af því hvort liðið kemur betur undirbúið og er hungraðra í sigur.
Og af veiruskrattanum, hún hefur höggvið skörð í flest liðin, þó við séum búnir að reyna að ræða fyrirbærið í hel hér á blogginu, með litlum árangri því miður.
Theódór Norðkvist, 27.1.2022 kl. 20:34
Ómar Geirsson, 28.1.2022 kl. 20:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.