20.3.2022 | 17:44
Upplýsingaóreiða á Moggablogginu - tími til kominn að greiða úr henni
Oft er sagt að fyrsta fórnarlambið í hverju stríði sé sannleikurinn. Upplýsingaóreiða er hugtak sem oft heyrist þessa dagana. Hugtakið getur náð yfir bæði orðin misinformation og disinformation.
Misinformation kallast það þegar röngum upplýsingum er deilt, en sá sem deilir hefur ekki kannað heimildir og þar á meðal geta leynst rangar upplýsingar. Disinformation er hinsvegar sterkara og verra fyrirbæri. Þá er röngum upplýsingum deilt af ásetningi, til að hafa áhrif á skoðanir lesandans og sveigja þær í átt að ákveðnum málstað. Sjálfsagt getur verið erfitt að greina þarna á milli, þar sem oft eru menn að deila tenglum án þess að kanna sannleiksgildi heimildanna.
Nóg um hráa fræðimennsku, mig langar að taka fyrir nokkrar heimildir sem bloggarar hafa verið að dreifa. Oft undir því yfirskyni að þarna séu um hlutlausa blaðamennsku að ræða knúna af sannleiksást, eða þá að þeir sem eru á bak við heimildirnar séu ekki hluti af hinni svokölluðu elítu (sem enginn hefur almennilega skilgreint, vel að merkja) og hefðbundnir fjölmiðlar séu keyptir af einhverjum skuggalegum öflum eða stofnunum oft tengdar Bill Gates eða George Soros.
En eru þessar heimildir eða þeir aðilar sem standa á bak við þær, raunverulega hlutlausir og hafa þær aðeins sannleikann að leiðarljósi? Ég ætla að reyna að komast að því og fara í saumana á nokkrum af þeim algengustu svokölluðu hlutlausu heimildum sem ýmsir bloggarar hafa verið að dreifa.
Lara Logan: Ukraine, Nazis, CIA, and United Nations | Flyover Conservatives
Athugið að ég gef ekki upp slóðina, þar sem ég vil ekki dreifa einhverju sem er hugsanlega upplýsingaóreiða. Þeir sem vilja sjá myndbandið, geta leitað eftir orðunum í fyrirsögninni og slóðin ætti að birtast í flestum leitarvélum.
Myndbandið er rúmrar klukkustundar romsa af samsæriskenningum og nöldri aðallega út af umhverfismálum, innflytjendamálum og COVID. Ég skil ekki hvernig einhverjum datt í hug að dreifa þessu sem umfjöllun um rússnesku innrásina, þegar einungis lítill hluti af myndbandinu var helgaður henni.
Það má vel vera að það hafi verið sannleikskorn í einhverju sem Lara Logan sagði. Þetta voru samt bara hennar skoðanir og litlar sem engar heimildir fyrir fullyrðingunum lagðar fram. Eru skoðanir Löru meira virði en mínar, vegna þess að hún kallar sjálfa sig rannsóknarblaðamann? Rannóknarblaðamaður, rannsakaðu sjálfa(n) þig!
Við nánari athugun, þá er Lara þessi Logan þekkt fyrir að dreifa falsfréttum og hefur verið gripin við þá iðju hvað eftir annað.
Ukraine on Fire
Heimildarmynd sem Oliver Stone gerði. Hún er ágætlega unnin með smá dass af sagnfræði, en verður seint talin hlutlaus heimild. Myndin inniheldur viðtöl við Pútín og tvær strengjabrúður hans, Viktor Yanukovich og Vitaliy Zakharchenko. Flestir vita hver Yanukovich er, fyrrum forsætisráðherra Úkraínu og Vitaliy þessi er ráðgjafi hjá einhverri rússneskri ríkisstofnun.
Er líklegt að þessir menn muni fjalla hlutlaust um hryðjuverk Pútíns? Ég held ekki. Samt eru menn að dreifa þessu sem einhverri hlutlausri heimildarmynd út um allt. Ótrúlegt.
Donbass - Documentary by Anne-Laure Bonnet (2016)
Þessi umfjöllun er sú skársta af þessum þremur. Sem er kannski ekki mikið afrek, eins og að vera efstur í tossabekk, en ég ætla því að láta fylgja með tengil á myndbandið. Vandamálið við þessa umfjöllun frá 2016, er að hún sýnir aðeins hörmungar stríðsins í Donbass, en engar tilraunir eru gerðar til að skera úr um hve mikið af þessum hörmungum eru tilkomnar vegna stríðsins og að hve miklu leyti þær eru beinir stríðsglæpir Úkraínumanna gegn rússneskumælandi borgurum.
Donetsk og Luhans eru úkraínskt yfirráðasvæði. Allar uppreisnir, hvað þá vopnaðar uppreisnir með stuðningi næst sterkasta hers í heiminum, eru því brot gegn lögum Úkraínu og fullveldi landsins. Yfirvöld í Úkraínu eru í fullum rétti til að brjóta þær á bak aftur, þó þau verði vitanlega að virða alþjóðlega sáttmála, þrátt fyrir að Rússar geri það ekki. Ef rússneskir íbúar í Donbass eru svona óánægðir af hverju flytja þeir ekki bara til Rússlands?
Hingað til hef ég ekki séð neinar áreiðanlegar heimildir sem styðja við ásakanir um eitthvað þjóðarmorð á rússum í uppreisnarhéröðunum. Hinsvegar á að rannsaka allt slíkt, hvort sem um er að ræða ásakanir um voðaverk úkraínskra nýnasista eða hryðjuverk rússneska hersins. Um hið síðarnefnda, sýnist mér við fá traustar heimildir í hverjum einasta fréttatíma.
Ég er viss um að einhver myndi kvarta ef 5.000 Rússar myndu flytja til Akureyrar, lýsa yfir sjálfstæði bæjarins og eftir nokkra daga yrði rússneski herinn kominn þangað. Það væri reyndar ekki hægt vegna veru okkar í Nató (takið þið vel eftir því sem eruð alltaf að hrauna yfir Nató og bulla um að berskjaldaðar fátækar þjóðir í Austur-Evrópu eða fyrrum Sovétlýðveldum, megi ekki sækjast eftir inngöngu í bandalagið.)
Vonandi hefur þessi langa umfjöllun mín orðið til að greiða úr upplýsingaóreiðu á netinu. Það skal tekið fram að það sem er skrifað hér, eru mínar skoðanir og ég vil að þær séu settar í gegnum ekki lakari síu en aðrar heimildir eða umfjallanir. Ekki trúa mér, nei segi svona!
PS Allir eru velkomnir að setja inn athugasemd, en athugasemdum með hrúgu af tenglum eða skrípamyndum sem hafa ekkert með efni pistilsins að gera, verða fjarlægðar. Þessi grein var skrifuð til að minna upplýsingaóreiðu, ekki auka við hana.
Önnur árás á skjólstað flóttamanna í Maríupol | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:03 | Facebook
Um bloggið
Theódór Norðkvist
Tenglar
Hjálparstarf
Ferðalög
- Samferða - vefsíða fyrir fólk sem vill vera samferða Fyrir þá sem vilja sameinast í bíla og lækka eldsneytiskostnað
- Göngum um Ísland Fróðleikur um gönguferðir. Gagnvirkt Íslandskort
- Ferðafélagið Útivist Félagsskapur sem býður upp á gönguferðir um áhugaverða staði
Líkamsrækt
Tenglar um líkamsrækt
Mannréttindabaráttan
- Félagið Ísland-Palestína Félag sem berst fyrir réttindum Palestínumanna
- Amnesty International á Íslandi Íslandsdeild mannréttindasamtakanna Amnesty International
Náttúruvernd
http://www.solistraumi.org/
Bloggvinir
- zeriaph
- eeelle
- tbs
- rosaadalsteinsdottir
- baenamaer
- ulli
- saemi7
- skulablogg
- kuriguri
- vilhjalmurarnason
- marinogn
- hreinn23
- vonin
- icekeiko
- maeglika
- fun
- axelpetur
- prakkarinn
- rafng
- kreppan
- hehau
- photo
- sjalfbodaaron
- mofi
- hlynurh
- bjarnimax
- astromix
- ea
- huldumenn
- muggi69
- jonnnnni
- gerdurpalma112
- gp
- krist
- jonvalurjensson
- bassinn
- gustafskulason
- diva73
- jvj
- maggiraggi
- toshiki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 104917
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Bloggari verður ekki blaðamaður. Hann hefur fyrst og fremst skoðun og er háður sínu umhverfi. Það er ekki tilviljun að þeir sem fá flest prik eru eldri fjölmiðlamenn. Reynsla við að skora og ná athygli. Bloggið er öðru fremur afþreying og forvitni. Ágæt leið til að ná betri tökum á íslensku og skerpa athyglina. Leita að sannleika ef hann finnst í öllu hafrótinu.
Sigurður Antonsson, 20.3.2022 kl. 23:03
Takk fyrir athugasemdina, Sigurður.
Theódór Norðkvist, 20.3.2022 kl. 23:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.