Er sólin úreld?

Inga Auðbjörg Straumland formaður Siðmenntar vill meina að Biblían sé ónothæf sem vegvísir fyrir lífið í nútímaþjóðfélagi. Hún segir að þessi hand­bók hafi átt vel við fyr­ir botni Miðjarðar­hafs fyr­ir ríf­lega tvö þúsund árum, en sé úrelt fyrir þjóðfélög á 21. öldinni. Jobsbók, er elsta bók Biblíunnar og um 3400 ára gömul. Opinberunarbókin er síðasta rit Biblíunnar, skrifað árið 90 eftir Krist. Það er þannig ekki rétt að Biblían sé 2000 ára gömul, heldur 1900 ára í þeirri mynd sem hún er í nú, en látum það liggja á milli hluta.

Meðfylgjandi mynd með þessu viðtali við Ingu, sýnir hana í góðu skapi í glampandi sólskini. Sólin er talin vera 4,5 milljarða ára gömul, töluvert mikið eldri en Biblían. Það virðist ekki trufla formanninn mikið, að þurfa að sitja undir svona gamalli sól. Samt líður henni ekki vel með að láta ljós Biblíunnar lýsa sér í sínu eigin lífi. Sem er skrýtið, ef einu rökin fyrir því að hún vilji það ekki, sé að Biblían sé svo gömul þrátt fyrir að aldur hennar (Biblíunnar) sé aðeins brotabrot af aldri sólarinnar, sem Inga nýtur svo vel að láta skína á sig.

Í rauninni er Biblían miklu eldri en sólin, við nánari athugun. Í upphafi var Orðið og Orðið var hjá Guði og Orðið var Guð. Þannig byrjar Jóhannesarguðspjallið og er þarna að lýsa sjálfum Jesú Kristi, sem er Orð Guðs. Hann hefur því alltaf verið til. Í Matteusarguðspjalli, segir Jesús: Himinn og jörð munu líða undir lok en orð mín munu aldrei undir lok líða. M.ö.o. þá munu orð Krists, sem voru til áður en sólin varð til, standa áfram eftir að jafnvel sólin er liðin undir lok. Þau hafa engan síðasta söludag, ólíkt orðum formanns Siðmenntar, með fullri virðingu annars fyrir henni.

Það er alvarlegur hlutur að breyta boðorðunum, sem munu líka standa sem sannleikur eftir að allt annar er horfið af yfirborði jarðar (og jörðin sjálf, ef út í það er farið.) Alls staðar þar sem Biblían talar um að helgum orðum og hlutum sé breytt, þá er það í tengslum við fráhvarf frá kristnum gildum og heimsendi. Þetta fikt þjóðkirkjunnar með boðorðin er því mikið áhyggjuefni.


mbl.is „Til hamingju með þessa uppfærslu!“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Ég tek heils hugar undir með þér Theódór, vel mælt. Guði og Orði Hans verður ekki breytt, en við mannfólkið breytumst eftir veðri og vindum. Við getum ekki breytt Guði og tíðarandinn sem svo oft er talað um er ekki Andi Guðs heldur andi hins illa sem öllu vill spilla.

Megi íslenska þjóðin átta sig á sannleikanum, sem er Jesús Kristur, snúa sér til Hans og frelsast frá glötunar vegi.

GUÐ BLESSI ÍSLAND.

Tómas Ibsen Halldórsson, 17.10.2022 kl. 13:02

2 Smámynd: Theódór Norðkvist

Þakka þér fyrir innlitið og athugasemdina, Tómas. Vel mælt, tek heilshugar undir þín orð.

Theódór Norðkvist, 17.10.2022 kl. 16:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Theódór Norðkvist

Höfundur

Theódór Norðkvist
Theódór Norðkvist

Vettvangur fyrir það sem mér liggur á hjarta.

Nýjustu myndböndin

Sambataktar í Malmö

Sambataktar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband