Átrúnaðargoð nokkurra Moggabloggara fljótlega handtekið

Nokkrir bloggarar (nefni engin nöfn, þeir taki til sín sem eiga) hafa varið, réttlætt eða reynt að finna skýringar á stríðsglæpum Vladímírs Pútín. Sumir hafa jafnvel gengið svo langt að kenna Vesturlöndum og Úkraínu um hryðjuverkin. Sennilega myndu þessir einstaklingar segja að þegar konum er nauðgað í miðbæ Reykjavíkur, þá sé það alltaf þolendum nauðgananna að kenna. Fórnarlambið sé í raun gerandinn og gerandinn þolandinn.

Það er spurning hvort það ætti líka að gefa út handtökuskipun á þessa umræddu bloggara, sem hafa svona mikla hæfileika til að snúa staðreyndum á hvolf. Þó það væri ekki nema til að athuga hvort þeir kunni að skammast sín. Ef þeir skammast sín ekki við að frétta að skjólstæðingur þeirra er nú eftirlýstur og hundeltur af réttvísinni. Var kominn tími til.


mbl.is Gefa út handtökuheimild á Pútín
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Þeir einu sem taka mark á þessari handtökuskipun, eru nokkrir hatursfullir kommúnistar. :) ICC stofnunin er búin að missa allan trúverðugleika og áhrifamestu þjóðríki heimsins taka ekki mark á þessum kommúnistaklúbbi.

Guðjón E. Hreinberg, 18.3.2023 kl. 00:27

2 Smámynd: Ágúst Kárason

Þetta er einhver skrípaleikur auðvitað því að þeir hafa ekkert betra á hann. Og það er nú meiri stríðsglæpurinn að forða börnum af átakasvæðum. Sýnir vel hvað ICC er úr tengslum við raunveruleikan með að taka þessa kvörtun gilda. Þeir eru líka 9 árum of seinir og taka á röngum enda því að Úkrínustjórn er búin að vera slátra börnum þarna síðan 2014.

Ágúst Kárason, 18.3.2023 kl. 01:20

3 Smámynd: Theódór Norðkvist

Það þurfti ekki mikið til að svæla klappstýrur stríðsglæpamannsins í Kreml út úr holum sínum. Hvort sem ykkur líkar betur eða verr, er vinur ykkar á flótta undan réttvísinni, einangraður og einu vinirnir einræðisherrar eins og hann sjálfur eða verri, auk fáeinnaa Moggabloggara, sem hafa tapað tengslum við raunveruleikann. Réttvísin hefur lag á að ná þeim sem hún vill klófesta, þó það taki tíma. Sjáum bara til.

Theódór Norðkvist, 18.3.2023 kl. 02:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Theódór Norðkvist

Höfundur

Theódór Norðkvist
Theódór Norðkvist

Vettvangur fyrir það sem mér liggur á hjarta.

Nýjustu myndböndin

Sambataktar í Malmö

Sambataktar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband