Er nokkuð vit í þessu?

Það er ekki um hverja helgi sem slík veðurblíða er og hefur verið þá helgi sem nú er að líða og engin furða að fólk drífi fjölskylduna inn í bílinn og aki af stað með fellihýsið í eftirdragi austur fyrir fjall, Í Skorradalinn, eða í Húsafell, svo nokkur dæmi séu tekin.

Er samt nokkur glóra í því að hálft höfuðborgarsvæðið flykkist út á þjóðvegi landsins og þurfi að keyra á 10 kílómetra hraða á klukkustund, eins og gerðist milli Rauðavatns og Selfoss? Fyrir utan ergelsið sem slíku fylgir og alla mengunina sem þessir bílar spúa yfir nærliggjandi sveitarfélög.

Það er oft talað um að landsbyggðin sé svo mikill baggi á þjóðfélaginu að það verði nú bara að leggja niður þessar litlu byggðir og flytja allt liðið í sæluna á Suðvesturhorninu. Ef það er svona frábært að búa í grennd við höfuðborgina af hverju flykkist fólk alltaf úr bænum á góðviðrisdögum?

Gæti verið að höfuðborgarsvæðið sé e.t.v. meiri baggi á þjóðfélaginu en landsbyggðin? Það hlýtur að kosta eitthvað að halda við þeim vegum sem liggja til sumarbústaðabyggðanna og vinsælustu ferðamannastaðanna, fyrir utan þá þjónustu sem þarf að halda þar uppi við ferðamenn og aukinn átroðning á landinu.

Er mögulegt að það gleymist að taka þetta inn í dæmið þegar verið er að reikna út hvað hver landshluti tekur til sín af þjóðarkökunni? Samgöngur út á land er ekki bara fyrir landsbyggðina, það er hægt að keyra í báðar áttir á flestum vegum.


mbl.is Þung umferð í átt að höfuðborginni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Theódór Norðkvist

Höfundur

Theódór Norðkvist
Theódór Norðkvist

Vettvangur fyrir það sem mér liggur á hjarta.

Nýjustu myndböndin

Sambataktar í Malmö

Sambataktar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 104768

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband