Hlaupið til góðs

Þá er ég búinn að skrá mig í þriðja Reykjavíkurmaraþonið  mitt. Ég er ekki í eins góðu formi og í fyrra, en ætla mér að hlaupa hálft maraþon sem fyrr.

9 af hverjum 10 hlaupurum ætla að hlaupa til styrktar einhverju góðu málefni. Ég verð í þessum óþögla meirihluta og hleyp til styrktar Krabbameinsfélagi Íslands. Glitnir borgar 500 kr. fyrir hvern hlaupinn kílómetra til þess félags sem viðkomandi hlaupari hleypur fyrir.

Ég ákvað að hlaupa fyrir Krabbameinsfélagið í minningu systur minnar, sem lést af völdum heilaæxlis fyrir átta árum síðan.

Endilega leggið góðu málefni lið með þessu móti. Það hvetur mig líka til að leggja harðar að mér í hlaupinu.

Hægt er að styrkja Krabbameinsfélagið á þennan hátt með því að smella

HÉR.

Ég óska síðan öllum sem þetta lesa gleðilegrar menningarnætur. Gangið hægt um gleðinnar dyr.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikið er þetta fallegt af þér Teddi, þú ert alltaf svo hjartahlýr, ég segi bara gangi þér rosalega vel :+

Inga 16.8.2007 kl. 21:04

2 identicon

ég er búin að veðja á þig ;) og mun hvetja fleiri til að gera það

inga 16.8.2007 kl. 21:10

3 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Frábært þetta Teddi, ég ætla að hlaupa líka - en ég hleyp fyrir félag sem heitir Kraftur sem er stuðningsfélag fyrir ungt sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur. Guð blessi þig bróðir.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 17.8.2007 kl. 11:19

4 Smámynd: Theódór Norðkvist

Þakka þér kærlega fyrir þetta Inga, ég reyni líka að fá fleiri áheit. Guðsteinn frábært hjá þér líka. Þú velur unga fólkið, ég er í gamlingjunum.

Passaðu þig að ofkeyra þig ekki í byrjun, fara rólega af stað og auka síðan hraðann. En þú ert kannski vanur hlaupari. Við hittumst kannski í hlaupinu, aldrei að vita.

Theódór Norðkvist, 17.8.2007 kl. 15:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Theódór Norðkvist

Höfundur

Theódór Norðkvist
Theódór Norðkvist

Vettvangur fyrir það sem mér liggur á hjarta.

Nýjustu myndböndin

Sambataktar í Malmö

Sambataktar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband