101 frekja

Í Fréttablaðinu í gær (laugardag) er viðtal við Jón Bjarnason og Höllu Hjartardóttur, bóndahjón á Fremri-Hvestu í Arnarfirði, þar sem verið er að kanna möguleikann á olíuhreinsistöð á Vestfjörðum.

Jón talar um að sumarbústaðaeigendur úr Reykjavík vilji stjórna því hvernig atvinnulíf er uppbyggt á sunnanverðum Vestfjörðum, vegna þess að þeir eru hræddir um að fyrirhuguð olíuhreinsistöð spilli útsýninu frá sumarbústöðunum.

Ég verð að segja að ég get tekið undir gagnrýni bóndans í Arnarfirði að nokkru leyti. 101 liðið, sem hann kallar þetta fólk, á ekki að stjórna atvinnuuppbyggingu hinum megin á landinu, þó þeir vilji hvíla sig á sinni eigin mengun tvisvar til þrisvar á ári og komast í fjallakyrrðina fyrir vestan.

Stundum hef ég á tilfinningunni að sumir náttúruverndarsinnar af mölinni, sem oft eru kenndir við 101 Reykjavík og sem ýmsir hafa kallað kaffihúsaspekinga, muni fyrr kafna í eigin svifryki og ólykt af bílum sínum  og öðrum samgöngutækjum, áður en þeir fara að líta sér nær og hætta að reyna að bjarga Kárahnjúkum, Arnarfirði eða öðrum svæðum frá meintum náttúruspjöllum.

Ég er sjálfur alls ekki hrifinn af þessari hugmynd um olíuhreinsistöð. Frekar vildi ég sjá átak í lífrænni ræktun og að dregið verði úr búfjárrækt, sem er bæði baggi á ríkissjóði og veldur miklu tjóni á gróðri landsins. Ég held einfaldlega að þessir olíufurstadraumur sé of dýru verði keyptur.

Eitt vitum við og það er að eitthvað verður að gera í atvinnumálum Vestfjarða, þar sem mörg byggðarlög eiga undir högg að sækja. Ef óhlutdrægt umhverfismat leiðir í ljós að hin fyrirhugaða olíuhreinsistöð ógni ekki lífríkinu og landinu og efnahagslegar forsendur eru hagstæðar þá er ekki hægt að útiloka þennan möguleika. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Væri nú ekki nær að byrja á því að leyfa Arnfirðingum að nýta fjörðinn sinn eins og þeir vildur þ.e. róa til fiskjar. Hvernig er það hvaðan á olían að koma sem á hreinsa og hvers vegna á sigla með hana alla leið í Arnarfjörðinn?

Það er vonandi að þessum spurningum hafi verið svarað en það hlýtur að vera forsendan fyrir þessum vangaveltum um olíuhreinsunarstöðina.

Sigurjón Þórðarson, 17.12.2007 kl. 11:33

2 Smámynd: Theódór Norðkvist

Sæll Sigurjón og takk fyrir svarið. Þetta eru góðar spurningar, sem verður að svara.

Theódór Norðkvist, 18.12.2007 kl. 07:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Theódór Norðkvist

Höfundur

Theódór Norðkvist
Theódór Norðkvist

Vettvangur fyrir það sem mér liggur á hjarta.

Nýjustu myndböndin

Sambataktar í Malmö

Sambataktar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband