30.12.2007 | 09:23
Hér sit ég og get ekki annað
Hér stend ég og get ekki annað, mælti Lúter á sínum tíma. Ég er ekki alveg það metnaðarfullur að ég er að berjast við stærsta trúarsöfnuð í heimi, en ég sit hér inni í herbergi hjá mér og get ekki annað vegna veðursins.
Mér hefur verið boðið í skírnarathöfn hjá bróður mínum í Hafnarfirði, en óveður er á Hellisheiði og fólk varað við að vera á ferð þar að nauðsynjalausu.
Þetta er ekki sú staða sem ég óskaði mér, að vera veðurtepptur hér fyrir austan fjall og ég bíð og bið þess að veðrið gangi niður svo ég geti verið við skírnina.
Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir að vindhraði sé nú um og yfir 25 m/s á Sandskeiði og svell og klaki á veginum sem geri það að verkum að hætta sé á að bílar fjúki út af í veðurhamnum.
Ég ætla að fara að ráðum veðurfræðingsins ágæta og halda mig inni við, a.m.k. þar til veðrið gengur niður.
Um bloggið
Theódór Norðkvist
Tenglar
Hjálparstarf
Ferðalög
- Samferða - vefsíða fyrir fólk sem vill vera samferða Fyrir þá sem vilja sameinast í bíla og lækka eldsneytiskostnað
- Göngum um Ísland Fróðleikur um gönguferðir. Gagnvirkt Íslandskort
- Ferðafélagið Útivist Félagsskapur sem býður upp á gönguferðir um áhugaverða staði
Líkamsrækt
Tenglar um líkamsrækt
Mannréttindabaráttan
- Félagið Ísland-Palestína Félag sem berst fyrir réttindum Palestínumanna
- Amnesty International á Íslandi Íslandsdeild mannréttindasamtakanna Amnesty International
Náttúruvernd
http://www.solistraumi.org/
Bloggvinir
- zeriaph
- eeelle
- tbs
- rosaadalsteinsdottir
- baenamaer
- ulli
- saemi7
- skulablogg
- kuriguri
- vilhjalmurarnason
- marinogn
- hreinn23
- vonin
- icekeiko
- maeglika
- fun
- axelpetur
- prakkarinn
- rafng
- kreppan
- hehau
- photo
- sjalfbodaaron
- mofi
- hlynurh
- bjarnimax
- astromix
- ea
- huldumenn
- muggi69
- jonnnnni
- gerdurpalma112
- gp
- krist
- jonvalurjensson
- bassinn
- gustafskulason
- diva73
- jvj
- maggiraggi
- toshiki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gleðilegt ár kæri Teddi ! Og takk fyrir yndisleg viðkynni á árinu!
Guðsteinn Haukur Barkarson, 31.12.2007 kl. 01:31
Takk sömuleiðis, Guðsteinn. Megi nýtt ár færa þér og þínum gleði og gæfu.
Theódór Norðkvist, 31.12.2007 kl. 08:55
Hvernig fór þetta Teddi minn komstu í skírnina eða varstu bara að sitja heima við og horfa út um gluggann kveðja Úlli.
Úlfar Þór Birgisson Aspar, 1.1.2008 kl. 15:37
Jú, ég komst fyrir rest, skírninni var seinkað um fjóra klukkutíma. Skírnarathöfnin var mjög góð, séra Kjartan Jónsson, kristniboði, skírði drenginn.
Takk fyrir ánægjuleg kynni, Úlli, á síðasta ári og megi Guð og gæfan fylgja þér og þínum á nýju ári.
Theódór Norðkvist, 1.1.2008 kl. 21:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.