Um fasteignagjöld, opinber og óopinber

Frjálshyggjupostular margir hverjir ná ekki upp í nefið á sér yfir því að núverandi borgarstjórnarmeirihluti hafi ákveðið að lækka ekki álagningarhlutfall fasteignagjalda. Vegna mikillar hækkunar húsnæðisverðs á höfuðborgarsvæðinu hefur fasteignamat íbúðarhúsnæðis hækkað verulega og um leið fasteignagjöld íbúðareigenda, þar sem gjaldstofninn er ákveðið hlutfall af fasteignamatinu.

Sjálfstæðismenn hafa réttilega bent á að með því að hafa hlutfallstölu fasteignagjalda óbreytta í Reykjavík sé í raun verið að hækka gjöld á borgarbúa.

Það er alltaf slæmt fyrir fjárhag borgarbúa að opinberar álögur séu hækkaðar, hvernig sem það er gert. Ég held samt að hinir sjálfskipuðu talsmenn lægri skatta, sjálfstæðismenn í öllum flokkum, gleymi þeim óopinberu gjöldum sem sífellt leggjast þyngra á þá sem eru að reyna að koma sér þaki yfir höfuðuð.

Ég er að tala um hina geigvænlegu hækkun á fasteignaverði á höfuðborgarsvæðinu undanfarin ár. Ung hjón sem eru að byrja sinn búskap á árinu 2008 þurfa að borga helmingi meira fyrir 3ja herbergja íbúð í fjölbýli heldur en hjón sem keyptu samskonar íbúð í ársbyrjun 2004.

Tökum dæmi: Í dag kostar 100 fm 3-4ra herbergja íbúð í kringum 25 milljónir í mörgum hverfum á höfuðborgarsvæðinu. Ef við gefum okkur að umrædd íbúð hafi hækkað í samræmi við vísitölu íbúðaverðs (sjá fmr.is) þá hefur samskonar íbúð kostað rúmar 13 milljónir í ársbyrjun 2004.

Mánaðarleg afborgun af 13 milljón króna láni til 40 ára var á árinu 2004 u.þ.b. 65.000 kr., en á árinu 2004 voru algengir vextir 4,5-5%. Mánaðarleg afborgun af 25 milljón krónum miðað við núverandi vexti Íbúðalánasjóðs er hinsvegar 130.000 kr., helmingi meira! Í þessum útreikningum er miðað við 5% verðbólgu bæði árin, en verðbólgan var mun lægri árið 2004.

Þetta er heimanmundurinn sem ungt fólk sem vill hefja búskap fær frá hinum dásamlega frjálsa markaði.

Eitthvað hefði heyrst í sjálfstæðismönnum ef ríki eða borg hefðu hækkað skatta um 100% á fjórum árum.

Er seilst í vasa landsmanna af fleiri aðilum en ríki og sveitarfélögum? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bryndís Böðvarsdóttir

Kærkomin umræða! Vildi bara að þetta kæmist í blöðin. Þyrfti að vera hægt að tengja þetta við einhverja frétt...

Hefði ég ekki takið þá afdrifaríku ákvörðun að fara í skóla og bíða þar með, með öll áform um að kaupa húsnæði, þá hefðum við sloppið. Hinsvegar valdi ég að fara í skóla.

Við erum í búseta en þyrftum að getað stækkað við okkur innan sama hverfis. Fyrir utan það að ég treysti svo illa þessum lífeyrissjóðum og hallast alltaf meira og meira í þá átt að fasteign hefði verið besta fjárfesting og sem ellilífeyrir.  Það virðist hinsvegar vera hrein martröð að finna húsnæði í réttri stærð í okkar hverfi (Því maður vill síður slíta börnin frá vinum sínum), miðað við okkar annars ágætu laun.... Allavega hafa laun okkar hækkað og hækkað (þar sem maðurinn minn hefur verið að vinna sig upp á við), en samt getum við ekki keypt húsnæði í okkar stærð...? Skil þetta bara ekki...???

Líklega er þetta bara lýsandi dæmi um það sem þú ert að tala um hér að ofanverðu.

Bryndís Böðvarsdóttir, 1.1.2008 kl. 23:06

2 Smámynd: Theódór Norðkvist

Takk fyrir þetta, Bryndís, kannski maður skelli grein í Morgunblaðið einhvern tímann. Þetta er eitthvað sem hefur brunnið á mér nokkuð lengi, allavega frá því ég fór sjálfur að koma mér þaki yfir höfuðið.

Það er athyglivert að heyra að þið eruð í þessari stöðu miðað við að hafa ágætis laun. Við erum ekki bara að tala um láglaunahópa, sem eru í vandræðum.

Annars vil ég nota tækifærið og óska þér gleðilegs árs og gæfu á nýju ári. Takk fyrir ánægjuleg kynni í gegnum tíðina og megi Guð blessa þig og fjölskyldu þína alla.

Theódór Norðkvist, 2.1.2008 kl. 09:06

3 Smámynd: Halla Rut

Þetta á eftir að jafna sig. Það getur ekki annað.  Það sem ég sé hættu á þessu nú að fáir ríkir einstæklingar og fyrirtæki fari að kaupa upp eignir á almennum markaði eins og þeir eru að gera á verslunarhúsnæði. 

Það er gríðarlega mikilvægt fyrir sjálfsvirðingu fólks og virðingu þeirra fyrir heimili sínu að búa í eigin húsnæði. Hér má ekki byggjast upp sá vani að fólk búi í leiguhúsnæði. Það er ávísun á vesöld.

Annars gleðilegt ár....

Halla Rut , 2.1.2008 kl. 19:37

4 Smámynd: Theódór Norðkvist

Sömuleiðis, Halla, megi nýtt ár færa þér gæfu. Ég vona svo sannarlega að markaðurinn jafni sig og verðlagning á fasteignum verði hófleg.

Bankarnir og aðilar þeim tengdir munu eflaust reyna að sporna gegn verðlækkun til að standa vörð um veðin sín í húseignum landsmanna.

Theódór Norðkvist, 2.1.2008 kl. 21:10

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Lestu þetta, svona til að byrja með.  Þetta eru þó ekki þær heimildir, sem ég er að vísa í, en nærtækt á netinu.  Hér er skemmtileg mynd um efnið, sem gefur þér máske einhverja sýn á málið, þó ekki væri nema að vekja spurningar og hvetja þig til lestrar.´Þú gerir þér grein fyrir því hvað felst í því að segja að ég sé að henda inn fullyrðingum eftir eigin höfði?   Þú ættir að skammast þín Teddi og reyna að sýna fólki meiri virðingu.  Allavega ekki ætla að allir, séu eins fáfróðir og þú.  Menn fara ekki í rökræður, nema að hafa efnisatriðin fyrir framan sig.  Annað er hreinn fíflagangur.

Fyrirlestur Ehrmans hjá Stanford University. Meira og ítarlegra efni frá honum á Google video.  Ég skal einnig lána þér bækurnar, ef þú villt. Þetta er þó nærtækast hér af netinu. Lost christianities fyrirlestrar hér ef þú nennir að innbyrða þann fróðleik.  Þessi maður er ekki að þvaðra neina steypu og er undir ströngu aðhaldi sinnar fræðigreinar og þarf að standa undir nafni, sem fræðimaður og bestseller á New York times listanum, trekk í trekk.  Ég vona bara að þú hafir ekki þann þótta að hundsa þetta eins og JV vinur þinn.

Annars ræður þú hvað þú gerir vinur minn.  Ignorance is blizz, segja þeir víst.

Jón Steinar Ragnarsson, 10.1.2008 kl. 04:35

6 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Góð grein, takk fyrir að benda á þetta

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 11.1.2008 kl. 21:56

7 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Jón Steinar Ragnarsson, 12.1.2008 kl. 00:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Theódór Norðkvist

Höfundur

Theódór Norðkvist
Theódór Norðkvist

Vettvangur fyrir það sem mér liggur á hjarta.

Nýjustu myndböndin

Sambataktar í Malmö

Sambataktar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband