Er framseljanlegur fiskveiðikvóti þýfi?

Mikil umræða hefur verið í gangi um hvort kvótakerfið sé hrunið, eftir að mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna komst að þeirri niðurstöðu að tveir sjómenn, sem hófu veiðar án kvóta, hafi átt rétt til veiðanna, þrátt fyrir að Hæstiréttur hafi dæmt veiðarnar ólöglegar.

Í 1. gr. fiskveiðistjórnunarlaga segir orðrétt:

Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar. Markmið laga þessara er að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu. Úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum þessum myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum.

Þegar einhver selur eitthvað sem hann á ekki er það kallað sala á þýfi. Ef sá gjörningur stjórnvalda að gefa fáum útgerðaraðilum kvóta til eignar var ólöglegur er þá ekki gjafakvótinn svokallaði þýfi, sem síðan hefur gengið kaupum og sölum?

Þeirri fullyrðingu hefur oft verið varpað fram að það sé ekki hægt að fletta ofan af gjafakvótakerfinu vegna þess að svo margir hafi keypt kvótann fullu verði og eigi hann því með réttu.

Þá vaknar spurningin: Er kaup á fiskveiðikvóta kaup á þýfi? Ef hljómflutningsgræjur sem hefur verið stolið og seldar og þýfið finnst hjá kaupanda, á hann þá rétt á skaðabótum frá hinu opinbera? Nei, alls ekki.

Með sömu rökum má segja að ef niðurstaðan verður að ólöglegt var að framselja varanlegan fiskveiðikvóta í hendurnar á ákveðnum útgerðaraðilum þá eiga þeir sem hafa keypt kvóta engan skaðabótarétt á hendur ríkinu.

Gaman væri þó að fá úr þessu skorið. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Theódór Norðkvist

Höfundur

Theódór Norðkvist
Theódór Norðkvist

Vettvangur fyrir það sem mér liggur á hjarta.

Nýjustu myndböndin

Sambataktar í Malmö

Sambataktar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband