Ómerkilegar smjörklípur talsmanna nýja meirihlutans

Sanntrúaðir sjálfstæðismenn og áhangendur Frjálslynda flokksins hoppuðu sennilega hæð sína í loft upp af gleði þegar nokkrir óþroskaðir unglingar hrópuðu ókvæðisorð að Ólafi F. Magnússyni nýkjörnum borgarstjóra á fyrsta fundi nýrrar borgarstjórnar á fimmtudaginn var.

Þar með fengu þeir átyllu til að dreifa athyglinni frá níðingslegu valdaráni Sjálfstæðisflokksins og Ólafs F. Magnússonar, sem enginn veit í hvaða flokki er, í höfuðborg landsins.

Næstum hver einasta bloggfærsla um lætin á ráðhúspöllunum á fimmtudaginn er frá yfirlýstum sjálfstæðismönnum eða talsmönnum Frjálslyndra.

Þessir talsmenn valdaræningjanna í borginni hafa að því er virðist aðeins eitt markmið: Að dreifa athygli fólks frá því sem skiptir máli í atburðum undanfarinna daga:

  • Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, undir forystu Vilhjálms Þ Vilhjálmssonar og Ólafur F. Magnússon stóðu í leynilegum viðræðum um að koma fyrrverandi meirihluta frá völdum.
  • Ólafur laug sex sinnum að samstarfsmönnum sínum að hann hygðist starfa með þeim áfram í borgarstjórn, á sama tíma og hann var að ganga í sæng með fyrrum flokksbræðrum sínum í Sjálfstæðisflokknum. Hann talaði ekki einu sinni við samflokksmenn sína á F-listanum áður en hann gekk frá samningnum við Vilhjálm.
  • Vilhjálmur, sem sýndi af sér fádæma hroðvirknisleg vinnubrögð með dýrmætustu verðmæti borgarinnar, orkuauðlindirnar, hefur keypt Ólaf til fylgis við sig og rænt völdum í borginni.
  • Síðan hafa þeir skipt hinum nýfengna ránsfeng sínum bróðurlega á milli sín, borgarstjórastjólnum og embætti formanns borgarráðs og dreift hinum feitustu bitlingunum meðal tindátana sex í borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins, sem tóku þátt í valdaráninu eins og hlýðin börn.

Ég leyfi mér að fullyrða að sjaldan eða aldrei í íslenskum stjórnmálum hefur fjölmiðlum, starfandi borgarstjórn og síðast en ekki síst kjósendum verið sýnd önnur eins vanvirðing og fulltrúar hins nýja meirihluta hafa sýnt.

Það er sorglegt að lesa langar hneykslunargreinar talsmanna nýja meirihlutans um nokkra unglinga sem misstu stjórn á sér, meðan þeir minnast ekki á valdarán hægri flokkanna, nema til að réttlæta það.

Steininn tók úr þegar þetta fólk tók að saka mótmælendur um að vega að heilsu Ólafs F. Magnússonar og reyna að koma honum inn á sjúkrastofnun. Ég man ekki eftir að hafa séð nokkurn sjálfskipaðan stjórnmálaskýranda leggjast jafn lágt.

Þetta eru ekkert annað en dylgjur úr lausu lofti gripnar. Smjörklípa af verstu tegund. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: halkatla

þeir héldu að þeir kæmust upp með þessar aðdróttanir, það er það fyndna  

þegar fólk stoppar til að hugsa þá hlýtur það að sjá hversu skelfilegt það er í raun að hengja alla vinstrimenn fyrir einhverja unglingskjána sem foreldrar hefðu átt að vera búnir að múlbinda fyrir löngu. Það er bæði svo yndislega kjánalegt og lágkúrulegt.

Annars frábær samantekt á svikunum

halkatla, 26.1.2008 kl. 15:43

2 Smámynd: Ari Guðmar Hallgrímsson

Gott innlegg í þessa umræðu, er samála , það að gera veður útaf þessum unglingum er eins og þú segir,  bara til að draga athyglina frá því sem máli skiptir.    Kveðja

Ari Guðmar Hallgrímsson, 26.1.2008 kl. 15:54

3 Smámynd: Ari Guðmar Hallgrímsson

Þetta á auðvitað að vera SAMMÁLA

Ari Guðmar Hallgrímsson, 26.1.2008 kl. 15:55

4 Smámynd: Theódór Norðkvist

Takk fyrir góðar athugasemdir, allir.

Theódór Norðkvist, 26.1.2008 kl. 16:21

5 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Bingó Teddi þarna hittir þú naglann beint á höfuðið heyr heyr.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 26.1.2008 kl. 19:58

6 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Heyr heyr Theodór!  Vel tekið saman hjá þér og setur þessa hluti í rétt samhengi.  Hjartanlega sammála!

Svanur Sigurbjörnsson, 27.1.2008 kl. 02:59

7 Smámynd: Jeremía

Þetta er alveg hárrétt hjá þér.

Jeremía, 27.1.2008 kl. 08:07

8 Smámynd: Víðir Ragnarsson

Mjög góð samantekt.

Það má samt gjarnan bæta við lyginni sem var haldið að Ólafi um að aðrir (Vinstri-grænir) væru í meirihlutaviðræðum. Ólafur hefur margtstaðfest það en Villi neitar. Svandís kom af fjöllum þegar þetta var borið undir hana. Það var því greinilega logið að Ólafi!

Víðir Ragnarsson, 27.1.2008 kl. 10:23

9 Smámynd: Halla Rut

Ólafur talaði ekki og talar ekki við Frjálslynda flokkinn vegna þess að hann er EKKI  í Frjálslynda flokknum.  Rétt fyirr síðustu alþingiskosningar fór hann yfir til Íslandshreyfingarinnar ásamt Margréti Sverrisdóttir og öðru fólki sem var á efstu sætum Frjálslyndra í borginni.

Ólafur F. Magnússon er flokksbundinn í Íslandshreyfingunni.

Frjálslyndi flokkurinn hefur nákvæmlega ekkert um þetta að segja. Flokkurinn er í heild sinni ekki ánægður með hvernig atburðarrásin átti sér stað og er vægast sagt ósátt við að þessu óvönduðu vinnubrögð séu framkvæmd í nafni flokksins.  Auðvitað er flokkurinn ánægður með að málefni flokksins séu nú alls ráðandi í borginni en ég get upplýst þig um það að sumir þingmenn flokksins eru í raun arfa reiðir yfir því óorði sem Ólafur hefur sett á flokkinn og segjast sjálfir aldrei hefðu tekið þátt i slíkri leikfléttu.

Halla Rut , 27.1.2008 kl. 10:43

10 Smámynd: Theódór Norðkvist

Takk fyrir undirtektirnar. Það er ljóst að mörgum er misboðið hvað gerst hefur.

Góður punktur, Víðir. Þetta atriði hefur viljað gleymast í umræðunni.

Halla, Ólafur er ekki í FF, en engu að síður situr hann enn í borgarstjórn í nafni flokksins og listans í heild. Þá á hann að bera svona stór mál undir hina sem eru á listanum, annað er ólýðræðislegt.

Mér hefði þótt rétt að þeir sem gengu úr Frjálslynda flokknum eftir borgarstjórnarkosningar hefðu jafnframt afsalað sér sætum sínum á lista flokksins. Þeir gerðu það hinsvegar ekki og standa því saman að lista flokksins í borginni. Þá eiga þau að vinna saman.

En það er ágætt að heyra að þingmenn FF séu ekki hressir með frumhlaup Ólafs. 

Theódór Norðkvist, 27.1.2008 kl. 11:45

11 Smámynd: Halla Rut

Það er nefnilega það sem er svo furðulegt við löggjöfina að þú heldur því sæti sem flokkurinn var kosinn í þótt þú gerist liðhlaupi og þú getur hagað sér að vild án þess að hafa nokkuð samband við nokkurn mann. Þetta er nú nokkuð sem þarf virkilega að endurskoða. Nú situr Íslandshreyfingin í Borgarstjórn. Flokkur sem bauð ekki einu sinni fram.  Þetta er auðvitað alveg út í hött, það sér það hver maður.

Halla Rut , 27.1.2008 kl. 12:01

12 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Góðir punktar Halla Rut, en forysta xF hefur ekki haldið þeim á lofti, heldur hrósað Ólafi.  Sigurjón Þórðar vill fá Ólaf sem næsta formann xF þó að hann sé í Íslandshreyfingunni og Viðar Guðjonsen formaður ungliðahreyfingar xF heldur vart vatni yfir snilld Ólafs.  Ég er sammála þér í því að hér þarf að endurskoða lögin m.t.t. þess umboðs sem efstu menn á listum hafa og jafnframt hvernig eigi að standa að því þegar kjörið fólk hættir í flokkum og fer yfir aðra á miðjum kjörtímabilum.

Svanur Sigurbjörnsson, 27.1.2008 kl. 18:22

13 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

"Málefnalegt"

Hjörtur J. Guðmundsson, 28.1.2008 kl. 03:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Theódór Norðkvist

Höfundur

Theódór Norðkvist
Theódór Norðkvist

Vettvangur fyrir það sem mér liggur á hjarta.

Nýjustu myndböndin

Sambataktar í Malmö

Sambataktar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband