26.1.2008 | 20:57
Lenti utan vegar á Suðurlandsvegi
Ég komst í krappan dans á leiðinni milli Selfoss og Hellu. Ég var á leið heim eftir líkamsræktaræfingu á jeppa sem ég keypti fyrir fáeinum dögum. Mjög hált var og snjóþekja á veginum. Bíllinn fór að rása á veginum, snerist síðan hálfhring og lenti út af hægra megin, rétt við afleggjarann til Villingaholts.
Þegar þetta gerðist var ég að mæta bíl og þakka Guði fyrir að missa ekki bílinn yfir á hinn vegarhelminginn. Þá hefði farið illa.
Mjög hált er á Suðurlandsvegi um þessar mundir. Stórir kantar eru komnir meðfram veginum víðast hvar eftir mokstur undanfarið. Síðan skefur úr köntunum og fjúkandi snjórinn blindar ökumönnum sýn. Ég sá t.d. ekki skaflinn á veginum, þar sem ég fór út af fyrr en ég var rétt kominn að honum.
Bíllinn er á heilsársdekkjum, sem eru ekki nógu góð í hálku. Líklega er betra að vera á nagladekkjum í svona færð, en vonandi fara nú göturnar að verða auðar aftur.
Um bloggið
Theódór Norðkvist
Tenglar
Hjálparstarf
Ferðalög
- Samferða - vefsíða fyrir fólk sem vill vera samferða Fyrir þá sem vilja sameinast í bíla og lækka eldsneytiskostnað
- Göngum um Ísland Fróðleikur um gönguferðir. Gagnvirkt Íslandskort
- Ferðafélagið Útivist Félagsskapur sem býður upp á gönguferðir um áhugaverða staði
Líkamsrækt
Tenglar um líkamsrækt
Mannréttindabaráttan
- Félagið Ísland-Palestína Félag sem berst fyrir réttindum Palestínumanna
- Amnesty International á Íslandi Íslandsdeild mannréttindasamtakanna Amnesty International
Náttúruvernd
http://www.solistraumi.org/
Bloggvinir
- zeriaph
- eeelle
- tbs
- rosaadalsteinsdottir
- baenamaer
- ulli
- saemi7
- skulablogg
- kuriguri
- vilhjalmurarnason
- marinogn
- hreinn23
- vonin
- icekeiko
- maeglika
- fun
- axelpetur
- prakkarinn
- rafng
- kreppan
- hehau
- photo
- sjalfbodaaron
- mofi
- hlynurh
- bjarnimax
- astromix
- ea
- huldumenn
- muggi69
- jonnnnni
- gerdurpalma112
- gp
- krist
- jonvalurjensson
- bassinn
- gustafskulason
- diva73
- jvj
- maggiraggi
- toshiki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Heilsársdekk eru svo sannarlega ekki nóg ef þú ert að ferðast um Suðurlandsveg í þessari færð.
Halla Rut , 27.1.2008 kl. 10:33
Gott að vel fór og rétt hjá þér að vekja athygli á þessu. Við þurfum öll að fara varlega í þessari hálkutíð.
Svanur Sigurbjörnsson, 27.1.2008 kl. 18:14
Rétt, Svanur. Þú hefur kannski fengið einhver fórnarlömb hálkunnar inn á stofu til þín? Ég vona þó ekki.
Theódór Norðkvist, 27.1.2008 kl. 18:39
Ég vinn m.a. á Slysa- og bráðamóttöku Lsh í Fossvogi og síðasta mánudag var mikið um slys á Reykjanesvegi og önnur slys tengd skyndilegri hálku sem þá myndaðist. Það var mikið að gera en sem betur fer voru ekki verulega alvarleg slys það kvöldið. Ég vona að það takist að ljúka við tvöföldun vegarins næsta sumar. Það er ekki gott að hafa allar þessar akreinaskiptingar og illa lýst svæði á svona vegi. Vegamerkingar mætti bæta víða. Það er t.d. ekkert grín fyrir útlendinga að aka hér.
Svanur Sigurbjörnsson, 27.1.2008 kl. 23:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.