Ég hafna bloggvináttu við þá sem verja eða réttlæta stríðsglæpi Ísraelsmanna

Hræðilegar fréttir berast af átökunum fyrir botni Miðjarðarhafs. Ísraelsher hefur framið enn eitt fjöldamorðið á Gaza og brjálæðingar úr röðum Palestínuaraba hafa svarað með því að drepa 8 manns í skóla bókstafstrúaðra Gyðinga og landtökumanna.

Það er óhuggulegt að hugsa til þess að fólk hér á landi skuli verja eða réttlæta morð á óbreyttum borgurum, konum, börnum og gamalmennum, eyðileggingu á húsum, vatnsbrunnum og allri innri uppbyggingu heillrar þjóðar á herteknu svæðunum Gaza og Vesturbakka Jórdanár.

Ég hef verið að skrifa athugasemdir á síðurnar hjá nokkrum af þessum bloggurum, sem hafa lokað á athugasemdir frá mér. Ég hef ákveðið að hafna bloggvináttu þeirra, þar sem ég tel að ég hafi ekki sagt neitt sem var rangt og mislíkar þar af leiðandi að ég skuli hafa verið ritskoðaður.

Ég hef ekki tekið athugasemdir út frá neinum, nema ég hafi verið beðinn um það af þeim sama og ritaði athugasemdirnar, en það var vegna misskilnings.

Góðar stundir.

Neðanmálsathugasemd: Glöggir lesendur taka ef til vill eftir að ég hef breytt færslu minni. Ég tók út myndir af nokkrum bloggurum, þar sem sumum mislíkaði að vera stillt upp með þessum hætti. Ég virði þá afstöðu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

2 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Vertu þá blessaður vinur, ég kæri mig ekki um bloggvin sem tekur svona á málunum. Far vel !

Guðsteinn Haukur Barkarson, 7.3.2008 kl. 17:19

3 Smámynd: Linda

´Þar sem ég er ekki velkomin hér þá geri ég það sem ég aldrei gert áður, og það er að eyða bloggvini.  Megi þér farnast vel í því sem þú tekur þér fyrir hendur Teddi.

kv.

Linda, 7.3.2008 kl. 17:29

4 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll og blessaður. Viltu þá vera svo elskulegur og ganga hreint til verks og klikka á eyða sem bloggvin, allavega mér. Þannig að þá verður ekki mynd af mér á blogginu þínu. Guð blessi þig og varðveiti Teddi minn Kveðja frá hjara veraldar

Rósa Aðalsteinsdóttir, 7.3.2008 kl. 17:33

5 Smámynd: Halla Rut

Hvernig hefur þetta fólk réttlætt eða stutt  fjöldamorð Ísraelsstjórnar? Ég les nú þessa bloggara flesta og hef bara ekki orðið vör við það. Viltu vinsamlegast skýra það út fyrir mér.

Halla Rut , 7.3.2008 kl. 17:41

6 Smámynd: Theódór Norðkvist

Halla Rut lestu ritgerð Rósu um deilur Ísraela og Araba. Hún er vægast sagt einhliða áróður fyrir Gyðinga, enda tekin orðrétt upp úr skrifum Snorra Bergssonar, sem er harður Ísraelssinni og ver stríðsglæpamennina með kjafti og klóm, en öskrar um leið og arabar fremja hryðjuverk.

Hér er orðrétt tilvitnun í ritgerðina:

Arabar hika ekki að drepa aðra Araba.  Arabar grafa undan sjálfum sér með sjálfsmorðsárásirnar. Eru Arabar að berjast gegn sinni betri vitund en þeir geta ekki annað því þeir eru knúðir áfram af andaverum vonskunnar?  Er stríðið sem geisar í Miðausturlöndum , stríð á milli góðs og ills?

Þetta er ógeðslegt og lýsir sjúkum fordómum gegn aröbum. Ég er ekki að neita því að margir þeirra eru bilaðir, sérstaklega öfgamúslimar, en að segja að heill kynþáttur sé knúinn af andaverum vonskunnar er sjúkt.

Allir þessir bloggarar sem ég nefni hafa lýst því yfir að Ísraelsmenn nútímans séu Guðs útvalda þjóð, nema kannski Jón Valur, en hann er mjög hallur undir Ísraelsstjórn. Hann hinsvegar þagði um fjöldamorð Ísraelsmanna á Gaza, en skrifaði langa hneykslunargrein þegar hryðjuverkið var framið í heilaþvottaskólanum í Jerúsalem.

Rökin um Guðs útvöldu þjóð eru það sem Ísraelsmenn nota um sjálfa sig til að réttlæta fjöldamorð sín á aröbum til að hrekja þá burt úr landinu, m.a. forráðamenn þess skóla, þar sem 8 manns voru drepnir.

Sá skóli er í raun uppeldisstofnun fyirr öfgasinnaða Gyðinga, sem vilja hrekja alla araba frá herteknu svæðunum, með illu eða góðu til að Messíasinn þeirra komi í heimsókn og setjist að sem konungur. Það hinsvegar réttlætir ekki hryðjuverkið í skólanum, ekki frekar en voðaverk Hamas réttlæti kúgun og fjöldamorð Ísraela á óbreyttum borgurum. Sá Jesús sem ég þekki hlýtur að hafa ógeð á þessum mönnum.

Theódór Norðkvist, 7.3.2008 kl. 18:58

7 Smámynd: Theódór Norðkvist

Rósa ég þarf ekki að taka þig út sem bloggvin, fyrst þú ert sjálf búin að gera það sama við mig. Raunar hafa Linda, Guðsteinn og Bryndís gert hið sama.

Ég hafði reyndar ekki í huga að taka Guðstein og Bryndísu út, þar sem ég hef ekki séð að þau gangi mjög langt í að verja stríðsglæpamennina í Ísrael, en ef þau eru meðvirk með þeim sem eru meðvirkir með glæpahyskinu, þá er ég feginn að vera laus við þau af minni síðu.

Theódór Norðkvist, 7.3.2008 kl. 19:02

8 Smámynd: Theódór Norðkvist

Skúli, mitt viðhorf til stríðsglæpamanna er ekki vinsamlegt, það skal ég fúslega viðurkenna. Sérstaklega þegar stríðsglæpirnir hafa staðið í hálfa öld, fjórfalt lengur en glæpir nasista gegn mannkyninu.

Theódór Norðkvist, 7.3.2008 kl. 19:04

9 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Teddi minn, berðu nú rök fyrir þínum ásökunum, ég eyddi þér út vegna þess að þú ræðst á trúsystkyni mín með órökstuddum fleipum. Ekki hef ég né Bryndís "varið hryðjuverk" eins og þú orðar það. Það eru alltaf tvær hliðar á hverjum peningi og mér þykir þú taka of einarða afstöðu í skoðun þinni. Ég var að blogga um það sjálfur og getur þú kíkt á það ef þú kærir þig um og þar sérðu skoðun mína á þessu.

Ofangreint fólk hefur ekki unnið til þessara hörðu orða þinna,  og hefur það útsýrt mál sitt að hverju sinni sem það tjáir sig um þessi málefni. Sem þú gerir EKKI og kemur bara með ásakanir og skítkast í formi barnalegra nafnakalla í þeirra garð! Slíkt líð ég ekki og sú ástæðan fyrir mínum gjörðum.

Ég vona að þú áttir þig Teddi minn, og lesir þig betur til í færslum trúsystkyna OKKAR

Guðsteinn Haukur Barkarson, 7.3.2008 kl. 19:26

10 Smámynd: Theódór Norðkvist

Guðsteinn þú ræður hverja þú velur sem bloggvini. Ég tók fram hér að framan að ég hafði ykkur tvö ekki í huga þegar ég tók þessa ákvörðun. Lastu ekki síðustu athugasemd mína?

Mig langar að spyrja þig, er það fallegt af Rósu að segja araba vera knúna af andaverum vonskunnar? Er það til fyrirmyndar fyrir þann sem kennir sig við Guð kærleikans?

Bæði Linda og Rósa hafa lokað á athugasemdir frá mér, auk Vilhjálms Arnar, bloggvinar þíns, en það karlgrey á nú bara bágt.

Það er bara ekki rétt hjá þér að ég ráðist á þín trúsystkini með órökstuddum fleipum. Allir þessir bloggarar hafa varið, réttlætt mannréttindabrot Ísraelsmanna, eða tekið undir slíkan málflutning. Lestu bara færslurnar þeirra og athugasemdir á öðrum bloggsíðum.

Hans Haraldsson hefur líka eytt mér sem bloggvin, en mér hefur fundist hann vera frekar öfgalaus í málunum fyrir botni Miðjarðarhafs, skrifað af skynsemi, ekki blindri trú og fært ágætis rök fyrir sínu máli. Þó fannst mér hann fullhallur undir Ísraelsmenn, en ekki á trúarlegum forsendum.

Ég óska öllum fyrrverandi bloggvinum góðs gengis og segi eins og Margrét Sverris á sínum tíma, að frekar hafi þeir yfirgefið mig en ég þá! Ég gaf viðvörun og frest, enda vil ég ekki auglýsa réttlætingu eða samúð með stríðsglæpum, það er gagnstætt minni trú. Allir þessir bloggvinir voru samt fyrri til og rufu bloggvináttu við mig að fyrra bragði.

Theódór Norðkvist, 7.3.2008 kl. 19:47

11 identicon

Ég er bróðir hans Tedda ég held ég þurfi bara að taka kallinn með mér bíó.

Jón S. Norðkvist 7.3.2008 kl. 20:16

12 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Jú ég las þetta hjá þér, þú sagðir:

en ef þau eru meðvirk með þeim sem eru meðvirkir með glæpahyskinu, þá er ég feginn að vera laus við þau af minni síðu.

Ofangreind setning er jafn fordómafull og hún er dónaleg. Skammastu þín!

Fólkið sem þú dæmir hafa ítrekað tekið fram að þau tali gegn ÖFGA Íslamistum og hafa einnig bent á þann einhliða málflutning sem þú ert að lepja upp eins þér væri borgað fyrir það. Ef tveir aðilar deila þá eru undantekningarlaust tvær hliðar á málinu.  Þau hafa ítrekað bent á það, að engar fréttar berast af hryðjuverkum Palestínumanna, það er alltaf talað um gyðinga og hvað þeir eru vondir og viðbjóslegir, og heitir það einhliða málflutningur. Það er því mikil einföldun í málflutningi þínum og þú dæmir heila þjóð fyrir verk örfárra manna!

Einnig ertu með orðum þínum að samþykkja þau hryðjuverk sem Palestínu menn fremja, því þú ert greinilega algjörlega blindur fyrir þeim óhugnaði sem þeir hafa framið! Því hver ert þú að dæma svo hart? Og hvernig dettur þér í hug að athuga ekki báðar hliðar málsins???

Þetta er ekki flókið, BÁÐIR aðilar eru sekir og þannig er það bara! Ég er ekki að reyna réttlæta verk Ísraels eða Palestínu manna, því báðir aðilar hafa blóð á höndum sér, og það er það sem ég les úr bloggfærslum trúsystkina okkar. Og eru þau öráir bjánar í sínu landi sem valda því!

Ef einhver myndi ráðast t.d. á Ísland, myndir þú ekki verja landið? Vörn kallar á sókn, sókn kallar á vörn, og leysist ekki deilan fyrr en er gengið að samningaborði ! MEÐ BÁÐUM AÐILUM og ekki með einhliða málflutningi eins þú hefur tamið þér. Þá leysist EKKERT.

Kynntu þér málið minn kæri áður en þú hleypur svona á þig! Og vendu þig af því að gera öðrum upp skoðanir!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 7.3.2008 kl. 20:17

13 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Nonni minn, gerðu það endilega! Honum veitir ekki af bíóferð! 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 7.3.2008 kl. 20:18

14 Smámynd: Theódór Norðkvist

Guðsteinn, það er ósatt að engar fréttir berast af hryðjuverkum Palestínumanna hingað í fjölmiðlum. Hvar lastu um árásina á skólann í Jerúsalem? Var það ekki á mbl.is?

Það eru glæpir að drepa óbreytta borgara, alveg sama þó það sé gert undir yfirskini sjálfsvarnar. Það er líka glæpur hjá hernámsþjóð að byggja landnemabyggðir á herteknu landi, það er brot á Genfarsáttmálanum.

Öll helstu mannréttindasamtök Bretlands hafa lýst því yfir að Ísraelsmenn séu sekir um brot á alþjóðlegum mannréttindasáttmálum og það er alveg á hreinu að þeir eru sekir um brot á boðorðunum tíu, sem eru komin frá þeim Guði sem þeir þykjast fylgja.

Ég segi það aftur að ég réttlæti ekki árásir með sprengjubeltum. Ég bendi hinsvegar á að þetta er ástand sem Ísraelsmenn hafa skapað sér sjálfir með níðingslegri framkomu sinni gagnvart Palestínuaröbum. Ef þú sáir ofbeldi uppskerðu ofbeldi.

Það er nú þannig að Ísraelsmenn eru hertakendur og kúgarar og Palestínuarabar eru þeir herteknu og kúguðu. Sá sem hefur hernumið land ber ábyrgð samkvæmt alþjóðlegum lögum og sáttmálum á hinni hernumdu þjóð og hefur skyldur gagnvart henni.

Undir þeirri ábyrgð hafa Ísraelsmenn ekki staðið og í rauninni gert allt til að hrekja arabana burt af lendum sínum.

Ísraelsmenn hafa hátækniþyrlur, -orustuþotur, -eldflaugar, jarðýtur og fleiri vopn, flest komin frá Bandaríkjunum eða keypt fyrir bandarískt styrktarfé. Palestínuarabar hafa grjót, heimagerðar eldflaugar og svoleiðis drasl. Leikurinn er frekar ójafn. 

Það er engin afsökun að vera meðvirkur með Ísraelsmönnum og glæpum af því að þeir þurfi að verja hendur sínar gegn biluðum hryðjuverkamönnum. Þekkingarleysið er enn lélegri afsökun.

Theódór Norðkvist, 7.3.2008 kl. 20:44

15 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Theódór, ekki vissi ég að við hefðum verið svo nánir. Bloggvinir! Það hlýtur að hafa verið í fyrra lífi.

Ég hef reyndar oftast haft það svona   í hvert sinn sem þú birtist á mínu bloggi með sprengjubeltið í munninum.  Mín trú og sannfæring segir mér hvað maður gerir við svoleiðis menn. Ég slengdi þér út af mínu bloggi fyrir löngu. Einhvers staðar verða leiðinlegir nöldrarar að vera, en ekki í mínu bloggríki.

Hver er annars þessi laglegi maður lengst til hægri á sakamannauppstillingunni þinni? Mér finnst ég þekkja hann. Stórglæsilegur er hann.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 7.3.2008 kl. 20:46

16 Smámynd: Theódór Norðkvist

Vilhjálmur þú ert sannkallað stórmenni. Bannar mig á blogginu þínu fyrir að segja sannleikann, eftir að hafa sýnt mér fádæma dónaskap og ryðst síðan hingað inn með sama dónaskap. Hefurðu aldrei heyrt talað um sómakennd?

Komdu þér þá út af mínu bloggríki og komdu ekki aftur, nema til að biðjast afsökunar. Ég hef aldrei bannað athugasemdir frá neinum, en bið þig um að virða þessa beiðni mína.

Theódór Norðkvist, 7.3.2008 kl. 20:51

17 Smámynd: Theódór Norðkvist

Vil síðan bæta við að ég hef aldrei haldið því fram að þú værir bloggvinur minn. Ég óska ekki eftir svona vinum. Ég tók þvert á móti fram að þú værir ekki bloggvinur minn, en nefndi þig vegna þess dónaskaps og þvættings sem þú þuldir á blogginu hjá þér.

Theódór Norðkvist, 7.3.2008 kl. 20:53

18 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Blogitis, a bad case of blogitis. Get the doctor.

Er ég þá laus allra mála? Júbbí, vei! Sjáumst vonandi aldrei aftur.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 7.3.2008 kl. 20:58

19 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs er komið á alvarlegt stig. Ef Vesturlönd halda áfram að skella skollaeyrum við neyðarhrópi Palestínuaraba, sem þurfa að þola kúgun og hálfgert þjóðarmorð, þá er hætt við að illa fari.

Alþjóðasamfélagið verður að grípa inn í og hætta meðvirkni með stríðsglæpamönnum Ísraelsmanna og bandarísku senditíkunum þeirra. Annars er hætt við að þarna brjótist út allsherjar styrjöld.

Theódór Norðkvist, 7.3.2008 kl. 21:07

20 Smámynd: Theódór Norðkvist

Öfgasinnaðir Gyðingar eru ekkert betri, Skúli. Þeir vilja planta sér niður í landnemabyggðunum af því þeir telja að með því flýti þeir fyrir því að spádómar Gamla testamentisins rætist um að Messías komi, taki í lurginn á heiðingjunum og gerist konungur þeirra í Jerúsalem, eftir að heiðingjunum hefur öllum verið stútað.

Ég veit ekki betur en að allsherjar styrjöld   Múslíma hafi skollið á fyrir 1400 árum gegn okkur hinum, segirðu. Hverjir eu við hinir? Eru það bæði Gyðingar og kristnir?

Theódór Norðkvist, 7.3.2008 kl. 22:46

21 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Teddi minn sæll vertu jæja það er aldeilis umræðan sem á sér stað hér,og ég skal vera sannkvæmur sjálfum mér,þegar ég segi þú ert full harðorður gagnvart þessu fólki um um er rætt.

Ég ver engan stríðsrekstur og hef aldrei gert,en þegar fólk færir inn færslur um málefni sem þeim eru kær og finnst þau hafi eitthvað til mála að leggja,þá vissulega er það réttur þeirra.Enda gaf guð frjálsan vilja og það er þessi vilji sem við eigum að umbera og virða,við erum ekkert sammála um allt og þurfum alls ekki að vera svo.

Ég tek fram að ég þekki þig ágætlega frá fyrri tíð okkar fyrir vestan,og hef ekkert slæmt um þig að segja fremur en þessa aðila sem þú hefur nú bannað enda flest þau bloggvinir mínir,þó ég hafi stundum aðraskoðun á málum og málefnum.

Ég vil umbera flesta og reyni eftir bestu getu að gera svo,og ef þú sérð þér fært að umbera þó þú hafir aðra skoðun þá auðvitað er það vel.Við erum systkin í Kristi og við þurfum að standa sameinuð ekki sundruð.En vissulega hefur þú rétt á þínum gerðum og ég vil bara að fólk sættist enda fyrirgaf Jesú kvalara sínum og hans vilja eigum við að fylgja.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 7.3.2008 kl. 22:53

22 Smámynd: Theódór Norðkvist

Að gefnu tilefni tek ég fram að ég meina engum að tjá sig á minni vefsíðu. Ólíkt þeim bloggurum, sem ég nefndi í upphafsfærslunni, sem banna fólk, ritskoða og taka út athugasemdir, af því þeir þola ekki sannleikann, eða rökin henta ekki þeirra málstað, þá er ég ekki að leita að jábræðrum.

Ég er að leita að fólki sem vill rökræða þessi mál, án þess að vera með skítkast. Mönnum er óhætt að segja hér sínar skoðanir, á hvern veginn sem þær eru, en ég bið einungis fólk um að gæta velsæmis.

Theódór Norðkvist, 7.3.2008 kl. 22:58

23 Smámynd: Theódór Norðkvist

Úlli, þakka þér fyrir innlitið. Ég tek fram að ég hef engan bannað, það er misskilningur. Ég sagði að ég óskaði ekki eftir bloggvináttu þeirra sem verja Ísrael og þeirra vafasömu gjörðir í blindni.

Allir þeir bloggvinir sem eru horfnir af listanum hjá mér fóru sjálfir. Raunar fóru fleiri en ég hafði beint þessum hörðu orðum að.

Ég skal viðurkenna að ég var harðorður, enda finnst mér það mjög harðneskjulegt þegar fólk sem segist vera trúað ver Ísrael í blindni og réttlætir þeirra gjörðir á þeim forsendum að þeir séu einhver Guðs útvalda þjóð, sem ég dreg sjálfur stórlega í efa. Það er hinsvegar mjög fjársterk klíka á bak við þennan áróður í fjölmiðlum, þá er ég að tala um Omegaliðið og þá sem tengjast og styrkja þá.

Ég tek fram að ég hef ekki séð þessi viðhorf hjá þér, Úlli, enda ertu ljúflingspiltur og ég les þitt blogg öðru hvoru og það sem þú skrifar hjá öðrum, sem er mjög öfgalaust.

Ég er ekki tilbúinn að draga þessi orð mín í upphafsfærslunni til baka, enda tel ég að ég hafi ekki sagt neitt sem er ósatt. 

Theódór Norðkvist, 7.3.2008 kl. 23:06

24 identicon

Komið þið sæl !

Theódór minn ! Hver andskotinn gengur hér á; drengur ? Á hvaða nótur er umræðan komin ?

Hygg; að þið þurfið, að reyna að gíra ykkur niður, sé þess nokkur kostur, gott fólk. Þetta gengur ekki !

Öðlingsfólk; sem þið eruð yfirleitt !

Reynið; að ná sáttum !!!

Með beztu kveðjum, sem jafnan / Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason 7.3.2008 kl. 23:43

25 Smámynd: Bryndís Böðvarsdóttir

Nú hef ég ekki lesið allt frá öllum af ofangreindum bloggfélögum, en eitt veit ég, og það er að Linda telur báða aðila, Ísraela og Palestínumenn, seka um glæpi. Ef þú hefur lesið eitthvað annað frá henni ástkæru vinkonu minni, hefur þú sannarlega rangtúlkað hana.

Ég furða mig á því að jafn fróður maður og þú í Guðs orði og yfirleitt réttsýnn málssvari trúarinnar, skulir ekki sýna meiri kærleika en þetta. Mér sárnaði hreinlega að sjá þessa uppstillingu á fólki eins og einhverja illræmda glæpamenn, sem sumir hverjir eru vinir mínir.

Ég er ekki vön að eyða út bloggvinum, en var hreinlega brugðið að sjá það sem hér blasir við. Þú birtist hér sem annar maður en sá sem ég kannast við. Ég vona að þú eyðir þessari færslu þinni út. Hún er engum til sóma. Mun ég þá glöð fyrirgefa þessa fljótfærni að fullu og líta þetta sem yfirsjón að þinni hálfu. Ég endurtek: Þú hlýtur að misskilja suma af ofangreindum bloggfélögum.

Sumir þeirra vilja aðeins verja það sem þeim þykir vera óréttlátur málflutningur um Ísrael. Fréttaflutningurinn í dag virðist á köflum dálítið einhliða. Vissulega eru Ísraelar að brjóta af sér, en það er minna rætt um Palestínumenn, hvernig þeir brjóta gegn Ísraelum. Rauters fréttastofan (sem við sækjum flestar fréttir frá botni Miðjarðarhafsins til), hefur valið að notast aðallega við heimildir frá Palestínskum fréttamiðlum. Það leiðir óhjákvæmilega til þess að lítið ber á fréttum, þar sem ítrekað er brotið gegn Ísraelum. Þess vegna finna sumir trúaðir sig knúin til þess að vekja máls á stöðu Ísrael í dag.

Guðsteinn Haukur, maðurinn minn, tekur undir ofangreind orð. Hann vill einnig reyna að leysa þennan ágreining í bróðurkærleika, en ekki illdeilum. Friður Guðs og kærleikur sé með okkur öllum, Amen!

Bryndís Böðvarsdóttir, 8.3.2008 kl. 01:31

26 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Ég tek heilshugar undir orð konu minnar. Sýndu nú manndóm og dragðu sumt af þessu tilbaka um trúsystkyni þín, ég er ekki að leita neinum deilum, sérstaklega ekki við trúsystkyni, en þegar menn ganga jafn langt og þú gerir í þessari færslu, þá er mér öllum lokið. Reynum nú að útkljá þetta eins og fullorðnir menn .. eða hvað Teddi?

Guðsteinn Haukur Barkarson, 8.3.2008 kl. 01:43

27 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ég hef gert að ósk Bryndísar og Guðsteins að hluta til. Ég tók út myndir af bloggurum og mildaði orðalagið. Meginmerkingin, sem ég vildi koma til skila, tel ég að standi enn.

Ég ítreka enn og aftur að ég óskaði ekki eftir að hætta bloggvináttu við Guðstein og Bryndísi, þar sem mér finnst þau ekki hafa gengið eins langt og aðrir ákveðnir einstaklingar og það var aldrei meiningin að móðga þau, enda ber ég mikla virðingu fyrir þeim. Ég skil að vissu leyti að þau standi með sínum vinum.

Ég er samt ekki tilbúinn að samþykkja bloggvináttu við þá sem meina mér að gera athugasemdir hjá sér, af því ég er þeim ekki sammála. 

Theódór Norðkvist, 8.3.2008 kl. 01:54

28 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Theódór og aðrir góðir kunningjar úr Bloggheimum:

Burtséð frá tilefni skrifa þinna fagna ég því að þú hafir orðið við óskum heiðurshjónanna Guðsteins og Bryndísar að milda færsluna og taka út myndir. Ég lít á þetta sem tilraun til sanngirni og sátta og ég vil biðja trúsystkin því að virða það við þig. Geri þau það, sem ég vona, væri það að mínu viti, mjög í anda leiðtoga ykkar.  

Rót þessarar deilu er trúarleg. Margir halda að guð gyðinga, kristinna manna, múslima og bahaia sé einn og hinn sami. Ég er fráleitt sammála því og vona að flestir  guðfræðingar séu mér sammála um það, sem betur fer fyrir kristindóminn segi ég. Við blasir gjörólík túlkun Móse og Krists á guði. Gyðingar litu á Jave sem þeirra prívat herguð en Kristur boðaði fyrirgefandi og mildan Guð alls mankyns. Fyrir þetta var hann m.a. ofsóttur og drepinn. Það er mannlegt að reiðast og það gerum við öll. En  við erum hér með kostum okkar og göllum til að skiptast á skoðunum og það verður enginn sannfærður með því að útiloka hann. Ég hef hvorki áhuga né er til þess bær að dæma í þessari deilu en vona að allir líti í eigin barm og að þetta atvik verði til að auka skilning. 

Sigurður Þórðarson, 8.3.2008 kl. 08:31

29 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll og blessaður Teddi minn. Ég átti eftir að svara þegar ég bað þig að eyða mér út sem bloggvini. Ég hélt að bæði ég og þú þyrftum að framkvæma þessa aðgerð en ekki bara annar aðilinn.

Ég vil bara ítreka það sem ég hef sagt við þig þó að við höfum hætt að vera bloggvinir að ekkert annað hefur breyst að minni hálfu. Þessi færsla sem betur fer kom ekki rót á mig og hafði ég fullt að gera annað sem var þarfara í gær og er ég glöð að hafa getað verið þá til staðar fyrir vini mína sem þurftu þá á hjálp minni að halda.

Mundu það sem ég hef sagt við þig að mér þykir vænt um þig og margt sem ég er búin að sjá þig skrifa var ég og er mjög ánægð með enda hugsaði ég oft þegar ég sá að Teddi var mættur á svæðið að þarna væri RAUÐI STORMSVEIPURINN mættur og innleggin þín í þeim málefnum voru aðdáunarverð. ÉG VAR OFT SVO STOLT MEÐ ATHUGASEMDIRNAR ÞÍNAR.  Ég skipti ekkert um skoðun með það sem ég hef sagt við þig um RAUÐAN FLOTTA STORMSVEIPINN. Ég var svo spæld þegar þú skiptir um mynd þá skarstu þig ekki út eins og áður vegna litarins á peysunni

Mér dettur ekki í hug að vera sár eða reið við þig. Í gær þegar bomban þín féll hérna  hélt ég alveg ró minni.

Ég sé í skrifum þínum að sumt hefur þú misskilið í skrifum mínum og mun ég útskýra ýmisleg enn betur á síðunni minni um skrif mín um Deilur Ísraelsmanna og Palestínumanna.

Enn og aftur Teddi minn, ég er í orden eins og ég skrifaði hér efst og það hefur ekkert breyst. Ef þarf að segja ég fyrirgef þér og viltu fyrirgefa mér þá vil ég nota tækifærið hér og segja:

Teddi minn, viltu vera svo elskulegur að fyrirgefa mér allt sem ég hef gert á hlut þinn og ég vona að þú fyrirgefir mér allar gjörðir mínar sem þú ert ósáttur við.

Guð gefi þér góða daga og bjarta framtíð. Guð blessi þig og umvefji. Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 8.3.2008 kl. 10:15

30 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Ég ætla að bjóða þér bloggvináttu á ný, ég er ekki hrifinn af því sem þú gerðir, og engan veginn sammála þessari taktík þinni, og tel hana ókristilega í garð trúsystkyna. En eins og ég hef marg ítrekað við þig þá eru ALLTAF tvær hliðar málsins (sem þú ert reyndar blindur fyrir) og býð ég fram sáttarhönd. Eins hefur kona mín gert slíkt hið sama.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 8.3.2008 kl. 12:19

31 Smámynd: Theódór Norðkvist

Guðsteinn, kíktu á síðuna hjá Rósu. Þar hreint og beint lýgur Ólafur Jóhannsson, formaður Zion vina Ísraels, upp á mig sökum! Það er haugalygi, ég hef aldrei formælt Ísrael.

Rósa hefur bannað mér að gera athugasemdir á bloggið hjá sér og Ólafur notar tækifærið og rægir mig þegar ég get ekki svarað fyrir mig.

Til hamingju með þessa "vini" þína, Guðsteinn. Ég ætla að biðja til Guðs að þú frelsist undan þeim. Þeir sem eiga svona vini þurfa ekki á óvinum að halda.

Auk þess er það ósatt hjá þér að ég sé blindur fyrir báðum hliðum málsins. Ég hef ekkert meira álit á hryðjuverkamönnum araba en þú, en ég fullyrði ekki á opinberum vettvangi að allir arabar séu knúnir af andaverum vonskunnar, eins og bloggvinkona þín Rósa gerir. 

Theódór Norðkvist, 8.3.2008 kl. 12:30

32 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ég þakka Guðsteini og Bryndísi að hafa skýrt málin út öfgalaust og ég fagna bloggvináttu þeirra.

Ef það var misskilningur hjá mér að Linda, Rósa og Jón Valur hafi varið hryðjuverk Ísraelsmanna, þá biðst ég afsökunar á því að hafa gefið það í skyn. Ég virði allar þessar manneskjur, en óska ekki eftir bloggvináttu þeirra sem loka á athugasemdir sem eru ekki í samræmi við þeirra eigin skoðanir.

Ég harma að Rósa hafi bannað athugasemdir mínar á sínu bloggi og gefið Ólafi Jóhannssyni tækifæri til að rægja mig óáreittur. En ég verð aða reyna að fyrirgefa þær illgjörðir, eins og Jesús gerði gagnvart þeim sem krossfestu Hann, Gyðingum þess tíma.

Ég ítreka það að öll helstu hjálparsamtök í Bretlandi, alþjóðlegar hjálparstofnanir, hafa lýst því yfir að Ísraelsmenn séu að brjóta gegn alþjóðlegum mannréttindasáttmálum um meðferð hertekinna svæða og stríðsfanga.

Þess vegna verðum við að fara varlega í að fullyrða að það sé allt í lagi með loftárásir á íbúðarbyggðir og keyra yfir mannvirki með jarðýtum, af því að Ísraelsmenn þurfi að verjast vígamönnum Palestínuaraba. Það eru til reglur og siðferðisviðmið, líka í vopnumum átökum.

Allra síst eigum við að verja óréttlæti á þeim grunni að það sé vilji Guðs.

Guð blessi Ísrael, sem aðrar þjóðir, sérstaklega þá sem reyna að fylgja honum í Jesú Kristi. 

Theódór Norðkvist, 8.3.2008 kl. 14:03

33 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég hef engan tíma haft til að skoða þessar umræður, Theódór minn, en mér skilst að þú hafir dregið allmjög broddinn úr upphaflegum og hörkulegum málflutningi þínum hér. Aldrei hef ég lokað á þig á minni síðu, þú ert þar enn skráður bloggvinur minn, og ég hef kunnað mjög vel að meta mörg innlegg þín og framlag í umræður margar þar og á öðrum vefsíðum, oft kristindómnum eða trúnni til varnar, þótt ég eigi hins vegar ekki samleið með þér um einhver önnur mál, t.d. afstöðuna til Ísraels.

Bágt á ég með að trúa því, að minn ágæti, gagnfróði og velkristni Ólafur Jóhannsson hafi verið að "rægja" þig, og hef raunar heldur ekki lesið þá umræðu hjá henni Rósu.

Ég myndi í þínum sporum reyna að halda frið við alla menn og sér í lagi svo ágætt og elskulegt fólk sem hana Lindu okkar og Rósu. Ég undrast ekki, að upp úr syði milli ykkar dr. Vilhjálms, og þó hafið þið báðir oft svo margt frábært fram að færa.

Jón Valur Jensson, 8.3.2008 kl. 14:15

34 Smámynd: Jón Valur Jensson

Theódór, ég skrifaði aldrei "langa hneykslunargrein þegar hryðjuverkið var framið í heilaþvottaskólanum í Jerúsalem," heldur var það einmitt stutt hneykslunargrein um það, og hefðir þú ekki alveg getað gert það sama?

En um viðhorf mín til gagnárása Ísraelsmanna á flugskeytamenn Hamas geturðu hins vegar lesið í umræðunum þar á eftir, einkum í innleggjum mínum kl. 22:04 og 22:46 í gærkvöldi, og fleira má lesa þar í seinni innleggjum mínum, sem snertir þetta óbeint, sem og um "múrinn" svokallaða, sem Ísraelar reistu (og er raunar að mestu traust varnargirðing, en á minna svæði eiginlegur múr) til að verjast hryðjuverkaárásum frá Vesturbakkanum – og í reynd næstum stöðva þær alveg. Lestu réttlætingu mína þar fyrir þeim vörnum – sem NB drepa ekki nokkurn mann!

Jón Valur Jensson, 8.3.2008 kl. 14:28

35 Smámynd: Jón Valur Jensson

HÉR er þessi tilvísaða grein mín, svo að það fari ekki á milli mála.

Jón Valur Jensson, 8.3.2008 kl. 14:30

36 Smámynd: Theódór Norðkvist

Sæll Jón Valur og takk fyrir innlitið. Ég var búinn að lesa grein þína og ég held að ég geti bara tekið undir hvert orð í henni. Aðeins eitt, ef þetta var óvarinn skóli hvar fékk þá sá sem skaut hryðjuverkamanninn byssu?

Ég bið þig afsökunar á því að hafa dregið þig fram sem sakamann í fyrstu færslunni. Þú áttir það ekki skilið. Ég viðurkenni að það fauk í mig af þekktum ástæðum, en það urðu fleiri fyrir skálum reiði minnar en ætlunin var.

Við skulum ekki gera eins og sumir Palestínuarabar og gyðingar að láta saklausa verða fyrir heift okkar gagnvart öðrum. Raunar eigum við ekki að bera heift til neins, en það er erfitt. 

Theódór Norðkvist, 8.3.2008 kl. 15:02

37 identicon

Þessir zionistar er snarruglaðir. Það er skömm að fólk sem kallar sig kristið
skuli styðja þessi glæpasamtök.Það er af nógu að taka ef fólk vill kynna sér málið. Sjá: 
British film crew threatened by settler in Hebron
http://www.liveleak.com/view?i=e1842edc4f See what its like to live with Settlers as your Neighbors
http://www.liveleak.com/view?i=1b2_1179298051  Israel Stealing Palestinian Land
http://www.liveleak.com/view?i=baa_1188939296 Article:
Armed Israeli settlers attack Palestinian farmers and injure two near Hebron
http://www.imemc.org/article/48380  Lífið í Palestínu eins og það var áður en zíonistar hófu landaránið árið 1947.
Palestine Pre-1947
http://www.youtube.com/watch?v=vjEBQ_bE7uA

Ragnar 8.3.2008 kl. 15:53

38 Smámynd: Theódór Norðkvist

Þakka þér fyrir þetta, Ragnar. Hræðilegt að sjá og sorglegt að vita til þess að einhverjir vilji vera sérstakir vinir svona lýðs. Sem telja að þeir megi ljúga, kúga og drepa eins og þeir vilja og þykjast hafa himneskt afsal fyrir landinu, þess vegna séu þeir bara í góðum málum.

Þessi gyðingur og landræningi sagði að gyðingar hefðu drepið Jesú og væru stoltir af því. Hann sagði tökufólkinu og Jesú þeirra að fara í rass og rófu. Síðan hótaði hann tökumanni.

Vilja kristnir einstaklingar verja svona guðlastara? 

Theódór Norðkvist, 8.3.2008 kl. 16:19

39 Smámynd: Linda

Ágæti Teddi ég þakka þér kærlega fyrir bréfið sem þú sendir, og hef ég svarað því, og eins og ég sagðist mundi gera í mínu svari þar til þín þá er ég afskaplega þakklát fyrir að að það geta sagt með virðingu og vinsemd að ég gerði það sem þú biður mig um heilshugar og í kærleika til þín.

Knús

Linda, 8.3.2008 kl. 16:22

40 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Mikið er ég nú feginn að sjá þennan farsæla endi á þessu máli, nú þekki ég ykkur og bið öllum hér Guðs blessunar ! 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 8.3.2008 kl. 16:34

41 Smámynd: Theódór Norðkvist

Við leystum málið í kristilegum anda.

Theódór Norðkvist, 8.3.2008 kl. 16:46

42 Smámynd: Bryndís Böðvarsdóttir

Amen!

 Guð blessi þig Teddi minn fyrir þetta. Kærleiks kveðjur.

Bryndís Böðvarsdóttir, 8.3.2008 kl. 17:47

43 Smámynd: Sigurður Eggertsson

Mikið er ég ánægður með þig Theódór að snúa baki við þessu bölvaða rasistapakki.

Sigurður Eggertsson, 8.3.2008 kl. 20:14

44 Smámynd: Jón Valur Jensson

Vegna spurningar þinnar, Theódór, get ég upplýst, að það voru engir verðir við inngang skólans, sem hefðu getað varið hann, en það var fljótt kallað á lögreglu og öryggisverði, sem mér skilst að hafi verið fljótir á vettvang.

Mér finnst óverðugt hjá þér að tala í 1. setningu pistilsins um "skóla bókstafstrúaðra Gyðinga og landtökumanna." þetta er eins og hálfgildings afsökun fyrir ódæðið eða öllu heldur "skýring" á því––sem það í raun alls ekki er! Ódæðismaðurinn var einfaldlega að "hefna" fyrir gagnárásir Ísraela á Gaza að undanförnu, það kom fram í fréttum sem sögðu m.a. frá því sem haft er eftir fjölskyldu hans.

Ég tek eftir, að þú hefur ekki aðeins tekið út myndirnar af mér og þremur öðrum, sem þú ásakaðir svo harkalega, heldur einnig breytt færslu þinni, pistlinum. Þetta veit ég, þar sem mér var sent afrit af upphaflegu færslunni. Það er gott, þegar menn sjá að sér, en mér finnst þú hafa tekið þér of mikið dómaravald í hendur.

Ég veit ekki til þess, að "fólk hér á landi skuli verja eða réttlæta morð á óbreyttum borgurum, konum, börnum og gamalmennum [...] á herteknu svæðunum Gaza og Vesturbakka Jórdanár," sem þú fullyrðir þó í (núverandi) 2. klausu þinni, og þegar þú talar í sömu setningu um "eyðileggingu á [...] allri innri uppbyggingu heillrar þjóðar," þá held ég þú sért nú að ýkja all-hressilega.

Með kveðju og von um að Eyjólfur eigi enn eftir að hressast meir og meir,

Jón Valur Jensson, 8.3.2008 kl. 20:23

45 Smámynd: Theódór Norðkvist

Takk fyrir þetta Jón Valur og ég vil taka fram að ég virði þig sem fræðimann og góðan penna. Ég fletti þessum skóla upp á Wikipedia og þar kemur fram að hugmyndafræði skólans er að sem flestir gyðingar taki sér bólsetu á herteknu svæðunum og það sé liður í frelsun þeirra og komu Messíasar.

Við vitum alveg hvað þessi hugmyndafræði er hættuleg og ein ástæða fyrir því að Ísraelsmenn hafa virt Genfarsáttmálann að vettugi með því að nema land á herteknum svæðum. Ég er ekki að verja ódæðið, en rétt skal vera rétt.

Það má túlka það sem réttlætingu á ódæðisverkum Gyðinga í Ísrael, að segja að þeir megi verja sig og dauði og svelti á almennum borgurum séu bara slys sem gerðust þegar ætlunin var að drepa "hryðjuverkamenn."

Enn og aftur minni ég á að Ísraelsmenn unnu sér stöðu í Ísrael með hryðjuverkum, t.d. morðinu á Bernadotte greifa, morði á rúmlega 100 óbreyttum borgurum í Deir Yassin o.m.fl. Margir þeirra sem stóðu fyrir þessum hryðjuverkum urðu síðar leiðtogar Ísraelsríkis. 

Theódór Norðkvist, 8.3.2008 kl. 20:47

46 Smámynd: Ísleifur Egill Hjaltason

Hjálpi mér Theódór, kommentin á þessu bloggi þínu er orðið að fyrirtakssafni allra helstu brjálæðinga moggabloggsins. Einhver kjánaprik sem að halda að heimurinn sé svarthvítur og tala um "okkur"og "þá". Vonum að þeir vitkist

Samúðar-og baráttukveðjur Theódór minn.

Ísleifur Egill Hjaltason, 8.3.2008 kl. 21:41

47 Smámynd: Loopman

Hahaha þetta spjall er alger snilld. Hér eru samankomnir helstu trúaröfgamenn landsins að saka hvern annan um að vera ekki vinir.  Hvar er kærleikurinn, eiga ekki öll dýrin í skóginum að vera vinir???  Í sambandi við þessa baráttu milli Ísrael og Palestínu, þá er það staðreynd að ÞAÐ ÞARF TVO TIL. Dæmið ekki því þér munið sjálfir dæmdir verða. Trúar gleraugun brengla sýn ykkar á sannleikann ef hann er til. Slakið á reynið að sjá hlutina eins og þeir eru, ekki eins og ykkur fynnst þeir eigi að vera.

Loopman, 8.3.2008 kl. 23:28

48 Smámynd: Óskar Arnórsson

Verð ég nokkuð útilokaður þó ég hafi ekkert vit á trúmálum? Er bara að reyna að gera það í lífinnu sem samviska mín segir mér að sé rétt, og það gengur nú bæði upp og niður með það verkefni...

Óskar Arnórsson, 9.3.2008 kl. 00:58

49 Smámynd: Theódór Norðkvist

Enginn er útilokaður frá þessu bloggi.

Theódór Norðkvist, 9.3.2008 kl. 01:20

50 identicon

Ég er nú enginn vísdómsmaður um Islam eða Gyðingdóm en hitt veit ég að það fyrirbæri sem múslimar kalla Allah og Gyðingar kalla Jave og við köllum Guð er eitt og sama fyrirbærið.  En það er algjört aukaatriði í þessu máli.

Aðalatriðið er að ekkert réttlætir sprengjutilræði við saklausa borgara líkt og þau sem Palestínumenn hafa staðið fyrir.  Þeir hafa löglega ástæðu til andspyrnu gegn ólögmætri hersetu en slík andspyrna á að beinast gegn hersetuliðinu en ekki almennum borgurum.

Hitt aðalatriðið er að þessi sprengjutilræði við almenna borgara í Ísrael gefa Ísraelska hernum ekki lögmætti tilefni til að ráðast á almenna borgara á Gazaströndinni eða á Vesturbakkanum.  Það er stríðsglæpur og þar sem þarna er um opinberan her að ræða þá er það mjög alvarlegt mál.  Palestínsku þjóðinni hefur verið komið fyrir í Ghettóum þar sem hún er svipt mannlegri reisn og bjargráðum öllum. 

Semsagt:  Báðir aðilar hafa brotið alþjóðalög en aðeins annar er þjóðréttarlegur aðili og það eru ísraelsk stjórnvöld.  Ég leyfi mér að fordæma hvorugan aðilann en fordæma af heilum hug tilteknar athafnir beggja.  Það hefur ekkert með trúarbrögð að gera.

Nafnlaus hugleysingi 9.3.2008 kl. 13:08

51 identicon

Kæri nafnlausi hugleysingi.

Þetta hefur allt með trúarbrögð að gera. Þetta fólk væri ekki að drepa hvort annað ef trúarbrögð væru ekki til staðar. Ástæðan fyrir því að ísland er eins friðelskandi eins og raun ber vitni er að við erum eitthvað það öfgalausasta land í heimi hvað varðar trúarbrögð.

Að styðja annan aðilan í þessu er eins og að veðja á hund í hundaslag. Það skiptir ekki máli hvor vinnur. Líf verður tekið að ástæðulausu.

Loopman kemur með góðan punkt. Trúaðasta fólkið á vefnum að rífast um hver er vinur hvers? Það er aldeilis náungakærleikurinn hjá Dogmatistum.

Gissur Örn 9.3.2008 kl. 16:00

52 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ísraelar og Arabar eru að drepa hvorn annan vegna þess að þeir eru að bítast um landið. Trúarbrögðin eru frekar yfirskin og olían sem heldur bálinu gangandi.

Theódór Norðkvist, 9.3.2008 kl. 16:05

53 identicon

Eru áhrifin af þessari róttæku höfnun þinni mælanleg?

Már Högnason 9.3.2008 kl. 17:46

54 Smámynd: Theódór Norðkvist

Sæll Gísli hlaupari. Kannski ég þurfi bara að hlaupa þessi vonbrigði af mér.  Væri alveg til í að hlaupa með hópnum þínum í Firðinum, ef ég á erindi í bæinn.

En án gríns, þá hafa þrír tekið þetta til sín og horfið af bloggvinalistanum.

Theódór Norðkvist, 9.3.2008 kl. 17:56

55 identicon

Komdu fagnandi.

Gisli 9.3.2008 kl. 18:00

56 Smámynd: Theódór Norðkvist

Takk fyrir það, Gísli, ég sá reyndar þegar ég skoðaði síðuna að þið hlaupið aðallega í Garðabæ, það er ekki verra.

Theódór Norðkvist, 9.3.2008 kl. 18:04

57 identicon

Það er nú bara þannig að mínu áliti ,að hinn guðsútvaldaþjóð Ísrael hefir leyfi til drápa,því miður,og þá má ekki gleyma því að leyfi kemur frá Bandaríkjunum.það er nú svo,að mínum dómi.

Númi 9.3.2008 kl. 20:13

58 identicon

Meiru rugludallarnir hérna inni . Vorkenni þér bara theódór.

kveðja.

jonas 9.3.2008 kl. 20:19

59 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Ég hef aldrei réttlætt mannréttindabrot og landvinninga ísraela...en á þó ættingja í Israel. þetta er gengið út í öfgar og landamæri 1948 eiga að standa!

kv

Anna 

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 9.3.2008 kl. 22:16

60 Smámynd: Theódór Norðkvist

Sæl Anna. Já, það væri allavega í áttina. Annars held ég að málið sé flóknara en að það gæti gengið. Nauðsynlegt væri líka að rétta yfir þeim stríðsglæpamönnum sem hafa verið við stjórnvölinn í Ísrael, eins og Ariel Sharon og Yitzhak Shamir, áður en þeir deyja.

Theódór Norðkvist, 9.3.2008 kl. 23:03

61 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

tek algerlega undir það Theodór

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 9.3.2008 kl. 23:38

62 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

...hef í raun aldrei skilið hvers vegna þjáningar gyðinga í helförinni (eins og það var gjörsamlega hræðilegt) getur og gat réttlætt þjáningar allra hinna.....sem virkilega þjáðust og virkilega þjást í dag???)??? Maður hefði haldið að svona hörmungar (eins og helför) ætti að skapa skilning fyrir þjáningunni???....en í tilfelli Ísraelsríkis er engin MISKUN OG ENGIN SKILNINGUR...þess vegna er þessu ríki líkt við þýskaland nasismans...því miður!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 9.3.2008 kl. 23:49

63 identicon

Sé að þið hafið áhuga á ástandinu fyrir botni miðjarðarhafs þá langar mig að benda á heimildamynd sem er hægt að finna á youtube.com sem heitir clash of worlds:britain and palistine. Mjög fróðleg mynd sem lýsir ástandinu þarna síðustu áratugina áður en Ísrael var endurstofnað.

http://youtube.com/results?search_query=clash+of+worlds&search_type= 

Bjöggi 10.3.2008 kl. 02:33

64 Smámynd: Theódór Norðkvist

Það er nú fullmikið að segja að þeir séu krabbamein, þó blindtrúarfólk sé hættulegt sjálfum sér og öðrum.

Sérstaklega ef þeir verja eða réttlæta stríðsglæpi og brot á alþjóðlegum sáttmálum með þeim rökum að Guð hafi gefið út afsal á einhverju landi fyrir þá og þeir séu í rétti til að myrða og stela á þeim grunni.

Theódór Norðkvist, 10.3.2008 kl. 15:16

65 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Sæll..

Theodor..

En neitaru þeim bloggvinaáttu sem vilja ræða þessi mál við þig ?

Ég ræddi við ísraleskan hámenntaðan mann um átökin á milli palestínu og ísrael á sínum tíma og hann upplýsti mig mikið um hlið ísraela í þessu máli. Mér fannst það ekkert nema hollt að skilja hans sjónarmið og auk þess er ég að vinna með írselskiri konu sem hefur horft upp á marga af sínum bestu vinum og ættmennum myrt í þessum átökum. Þó svo að eina afstaða sem ég tek í þessu máli er að ég sé á móti ofbeldi þá fannst mér ekkert nema hið besta mál að hlusta á þeirra sjónarmið og voru þau með öllu skiljanleg. 

Er  

Brynjar Jóhannsson, 10.3.2008 kl. 22:55

66 Smámynd: Theódór Norðkvist

Alls ekki, ég var að tala um þá sem ég hafði verið búinn að ræða við og tóku engum rökum. Þú mátt alveg upplýsa mig um það sem þetta ísraelska fólk sagði þér og hver sjónarmið þeirra eru.

Ég er sterktrúaður og ber miklar taugar til landsvæðisins Ísraels og Palestínu, vegna þeirra biblíulegu atburða sem þar áttu sér stað. Þess vegna hryggir það mig mikið allt þetta ofbeldi, kúgun og niðurrifsstarfsemi beggja aðila.

Ég hef verið að skilja betur afstöðu arabanna, sem ég gerði ekki áður. Þeir voru hraktir af löndum sem þeir töldu sín eigin og höfðu búið á í margar kynslóðir.

Þú getur gleymt því að fá fréttir af öllum þeim níðingsskap sem Ísraelsher og landtökuliðið sýnir Palestínuaröbum, í íslenskum fjölmiðlum. Ísraelsmenn stýra aðgangi fjölmiðlamanna og reyna að koma í veg fyrir að fréttir sem sýna ofbeldi þeirra komist úr landinu.

Farðu inn á liveleak.com, sem ég vísa til í færslu hér á eftir. Þar eru sláandi myndbönd af ofbeldi og harðræði ísraelska hersins, oft tekin við erfiðar aðstæður, jafnvel verið að ráðast á tökufólkið. Svona myndskeið sérðu ekki í fréttum okkar ástkæru íslensku fjölmiðla. 

Theódór Norðkvist, 10.3.2008 kl. 23:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Theódór Norðkvist

Höfundur

Theódór Norðkvist
Theódór Norðkvist

Vettvangur fyrir það sem mér liggur á hjarta.

Nýjustu myndböndin

Sambataktar í Malmö

Sambataktar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband