Er Öryggisráðið bara sirkus þegar aðrir en Bandaríkjamenn beita neitunarvaldi?

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, sem bannar mér að tjá mig á vefsíðu sinni, spyr þar hvort Öryggisráðið sé sirkus af því tilefni að Líbýumenn beittu neitunarvaldi þegar það kom til tals hvort ráðið ætti að fordæma árásina á skóla öfgatrúflokks Gyðinga í Jerúsalem.

Það vill svo til og líklega veit Vilhjálmur það, að Bandaríkjamenn hafa beitt neitunarvaldi til að fordæma hverja einustu tillögu sem fram hefur komið í Öryggisráðinu til að fordæma morð og kúgun Ísraelsmanna á óbreyttum borgurum á herteknu svæðunum.

Líbýumenn færðu einmitt þau rök fyrir afstöðu sinni, að Öryggisráðið hafi hingað til ekki fordæmt glæpi Ísraelsríkis gegn Palestínumönnum, yfirleitt vegna þess að Bandaríkjamenn hafi beitt neitunarvaldi. Mér finnst þetta bara mjög góð rök hjá þeim.

Auðvitað á Öryggisráðið að fordæma glæpi beggja stríðsaðilanna, en hvað eiga ríki hlynntari aröbum að gera þegar Bandaríkin koma hvað eftir annað í veg fyrir að Ísraelsríki sé látið sæta ábyrgð á gjörðum sínum? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég vissi ekki, að Lýbíumenn hefðu neitt neitunarvald í Öryggisráðinu––og Íslendingar fá örugglega aldrei neitt neitunarvald þar!!

Jón Valur Jensson, 8.3.2008 kl. 17:27

2 Smámynd: Theódór Norðkvist

Þegar greiða átti atkvæði til að fordæma árásina, var það ekki hægt, því einræðis- og íslamistahreiðrið Líbýa andmælti. segir Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson.

Ég túlkaði þetta þannig að þá hlyti Líbýa að hafa neitunarvald, en líklega er það rétt hjá þér Jón að þeir hafa það ekki. Allavega andmæltu þeir. Þetta leiðréttist hér með. 

Theódór Norðkvist, 8.3.2008 kl. 17:45

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Mjög ósennilegt er og a.m.k. algerlega ósannað, að Ísraelsmenn hafi vísvitandi og viljandi gert sérstaka árás á barnahópa þarna í Gaza. Þeir sjá hins vegar, hvaðan flugskeytum er skotið inn til ísraelskra bæja og áskilja sér rétt til tafarlausrar gagnárásir á þann stað, þaðan sem þeim flugskeytum er skotið. Þetta er því, að þessu gefnu, ekki dæmi sem sambærilegt geti kallazt við beina og vísvitandi og viljandi árás á saklausa, almenna borgara, skólapilta sem allir voru á aldrinum 15–19 ára utan einn yfir tvítugt. Dauði barnanna er, svo fremi ég fari hér með rétt mál, því óviljaverk af hálfu Ísraela.

Jón Valur Jensson, 8.3.2008 kl. 20:45

4 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ódæðisverkið í Jerúsalem ber að fordæma, svo það valdi engum misskilningi. En eru þessar gagnárásir siðferðilega réttlætanlegar? Þó skárra væri að herða landamæragæslu og njósnadeildir í stað þess að skjóta út í loftið, sérstaklega gerandi ráð fyrir að Hamas sendi eldflaugar úr íbúðabyggðum (svo fremi það sé ekki enn ein lygin frá Tel Aviv.) Þeir hafa allavega tæknina og útbúnaðinn, sem Bandaríkjamenn dæla í þá.

Theódór Norðkvist, 8.3.2008 kl. 20:58

5 Smámynd: Jonni

Um þessa afgreiðslu í öryggisráðinu; BNA lagði fram tillögu um einhliða fordæmingu á fjöldamorðinu sem framið var í skóla öfgagyðinga, og gerði þessi tillaga ráð fyrir samróma alls öryggisráðsins. Líbýa, sem ekki hefur neitunarvald, vildi breyta fordæmingunni í tvöfalda fordæmingu; að hún fordæmdi einnig fjöldamorðin á palestínumönnum í kjölfar þessa skóla-atviks. Þrjár aðrar þjóðir í öryggisráðinu tóku afstöðu með Líbýu, en ekki náðist samstaða um að gera þessa breytingu og þar með féll tillagan. Þetta olli miklu írafári í fjölmiðlum þar sem rangt var hermt að Líbýa hefði verið á móti fordæmingu á fjöldamorðinu. Fulltrúar BNA og Ísrael voru rauðir af reiði og áróðursvél Ísrael setti í gang pressurnar; "Líbýa kyndir undir gyðingahatri".

Stríðið fer fram með öllum tiltækum ráðum og við erum öll þátttakendur.

Jonni, 10.3.2008 kl. 10:32

6 Smámynd: Theódór Norðkvist

Einar, af hverju kemur alltaf þessi sama tugga um að þeir sem mótmæli hryðjuverkum Ísraelshers séu að styðja Hamas?

Af hverju eru Palestínuarabar alltaf vígamenn, en Ísraelsmenn hermenn? Það tíðkast alls staðar á hernumdu landi að andspyrnuhópar rísa upp gegn hernámsliðinu.

Það gerðist í Frakklandi þegar Þjóðverjar hersátu landið og það hefur gerst í Ísrael/Palestínu á landi sem Palestínuarabar telja vera þeirra eigin, þar sem þeir hafa búið öldum saman og Gyðingar hafa hrakið þá í burtu frá, með fjöldamorðum og ógnunum.

Theódór Norðkvist, 10.3.2008 kl. 15:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Theódór Norðkvist

Höfundur

Theódór Norðkvist
Theódór Norðkvist

Vettvangur fyrir það sem mér liggur á hjarta.

Nýjustu myndböndin

Sambataktar í Malmö

Sambataktar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband