Salmann Tamimi skýtur yfir markið

Salmann Tamimi og Illugi Jökulsson mættust í Kastljósi nú í kvöld í tilefni af því að Illugi ætlar að birta mynd af Múhammeð spámanni í tímaritinu Sagan öll. Salmann Tamimi taldi myndina vera særandi gagnvart múslimum. Illugi segir svo ekki vera.

Ég hef fram að þessu lagt til að trúarskoðunum og -viðhorfum sé sýnd virðing í almennri umfjöllum, þrátt fyrir að þorri almennings sé ekki hlynntur þeim trúarviðhorfum eins og viðhorfum Íslam, Gyðingdóms og sumum viðhorfum kristinna trúfélaga.

Það er full langt gengið að kvarta undan því að tímarit skuli birta smekklegar myndir af andlegum leiðtoga næst stærstu trúarhreyfingar í heiminum. Salmann Tamimi verður að gera sér grein fyrir því að hann býr ekki í landi þar sem Íslam ræður ríkjum. Hér hefur kristni frekar mótað hugsunarhátt manna en önnur trúarbrögð, þrátt fyrir ásókn ýmissa annarra trúarbragða síðustu áratugi.

Sú afstaða múslima að ekki megi gera myndir af Múhammeð er í raun alls ekki röng og í samræmi við Gamla testamentið, trúarrit kristinna manna og Gyðinga. Þegar Guð gaf Móse og Ísrael lögmálið þá sagði Hann:  Þú skalt engar líkneskjur gjöra þér né nokkrar myndir eftir því, sem er á himnum uppi, eður því, sem er á jörðu niðri, eður því, sem er í vötnunum undir jörðinni. (2. Mósebók 20:4)

Kaþólska kirkjan er sú kirkja í heiminum sem mest hefur gert af því að mála eða teikna myndir af Jesú Kristi, dýrlingum, englum og helgum atburðum. Ef þessum orðum úr 2. Mósebók er slengt framan í þá segja þeir að það sé í raun ekki hægt að fara eftir þeim að fullu, því þá gætum við t.d. ekki tekið myndir af börnum okkar eða ástvinum.

Aðalatriðið er að láta ekki glepjast af íburði, fínum útskurði og slíku. Þrátt fyrir að margir vilji meina að boð og bönn úr Gamla testamentinu eigi ekki við um okkur sem viljum kallast kristin þá er það enn í gildi að skurðgoðadýrkun er Guði ekki að skapi. Þegar ég tala um skurðgoðadýrkun þá á við allt sem kemur í staðinn fyrir tilbeiðslu á sönnum lifanda Guði, hvort sem það eru peningar, kvikmyndastjörnur, eða annað sem tekur allan hugann og kemur í veg fyrir að fólk setji Guð á þann stað sem Honum einum ber.

Í þessu ljósi er full ástæða til bera virðingu fyrir afstöðu múslima upp að vissu marki, en þeir verða að gera sér grein fyrir því að hér á landi ríkir tjáningarfrelsi. Ekki er hægt að meina blaðaútgefendum að birta myndir sem þeir telja nauðsynlegar til að koma því til skila sem þeir ætla sér, þrátt fyrir að reglan um að hafa aðgát í nærveru sálar skuli höfð í heiðri. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Theódór Norðkvist

Mikið til í þessu, en þar sem Salmann er formaður múslimafélagsins á Íslandi er hætt við að afstaða hans verði almennt tekin upp af múslimum hér.

Theódór Norðkvist, 19.3.2008 kl. 00:25

2 identicon

Heill og sæll, Theódór og aðrir skrifarar !

Það er ekkert; sem neyðir Salmann, og hans ágæta fólk til, að búa hér. Geti þau ekki aðlagast íslenzkum venjum, sem kreddum, eiga þau bara, að vera, meðal síns fólks. Frekjan og tilætlunarsemin; hver fólgin er í þessarri andskotans trúarkreddu, austan frá Mekku, er; vægast sagt, óþolandi, Theódór minn, sem dæmin sanna, víðs vegar um heim.

Með beztu kveðjum, sem jafnan / Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason 19.3.2008 kl. 00:45

3 identicon

og meðan ég man.

Þakka þér; afbragðs myndir, af Urriðafossi, Theódór. Hrein snilld, af þinni hálfu.

Ó.H. Helgason

Óskar Helgi Helgason 19.3.2008 kl. 00:48

4 identicon

Ég held að "Nr.1" sé hér með rétta ábendingu. Margir múslimar skammast sín fyrir trúbræður sína vegna hömluleysis. Það eru líka þúsundir ef ekki milljónir Bandaríkjamanna skammast sín fyrir Bush.

Þess vegna verðum við að passa okkur á að setja ekki heilu þjóðirnar og jafnvel heilu fjölþjóðatrúarbrögðin undir sama hatt.

Ó.H.H. er ég að öllu leyti sammála.... EN ekki held ég að við ættum að sýna dónaskap í örðum eða gjörðum. Höldum okkar virðingu, en krefjumst líka þess sama af öðrum, af hvaða þjóðerni sem þeir kunna að vera, og hvort þeir eru hér í heimsókn eða hafa sest að. 

Sammála efninu EKKI orðfarinu.

Beturvitringur 19.3.2008 kl. 01:09

5 Smámynd: Theódór Norðkvist

Óskar, kjarnyrtur að vanda. Takk fyrir hólið, njóttu vel. Myndefnið er líka gott.

Theódór Norðkvist, 19.3.2008 kl. 01:23

6 Smámynd: Jonni

Þó svo Salmann sé formaður félags múslima er ekki þar með sagt að þeir séu allir sammála honum í þessu máli. Það kæmi mér ekkert á óvart þó flestir væru honum ósammála. Birting á myndum af Múhammeð er ekki albönnuð í löndum Íslam, t.d. er ekki fátítt að sjá myndir af honum í Íran. Mér skilst að þessi myndbirting hér á landi sé ekki með því markmiði að gera lítið úr þessum spámanni þeirra og þar af leiðandi sé ég ekki neina vanvirðingu við múslimi í þessu. Það finnst mér vera aðalatriðið. Ekki kvartar Salmann yfir myndbirtingum í Íran? Múslimir hafa engann einkarétt á svona myndbirtingum, en munur er á hvort myndbirtingin er ætluð sem lítilsvirðing eða einfaldlega sem skreyting við teksta.

Jonni, 19.3.2008 kl. 13:20

7 Smámynd: Aida.

Þetta er ekki i anda krists.

Aida., 20.3.2008 kl. 10:31

8 Smámynd: Óskar Arnórsson

Gleðilega páska Theódór minn!Easter Basket

Óskar Arnórsson, 23.3.2008 kl. 20:01

9 Smámynd: Theódór Norðkvist

Takk sömuleiðis Óskar. Ég hef verið netlaus og ekki getað svarað þér fyrr. Takk fyrir innlitin Jonni og arabina. Góður punktur Jonni.

Theódór Norðkvist, 24.3.2008 kl. 20:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Theódór Norðkvist

Höfundur

Theódór Norðkvist
Theódór Norðkvist

Vettvangur fyrir það sem mér liggur á hjarta.

Nýjustu myndböndin

Sambataktar í Malmö

Sambataktar

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband