Bloggarar sem hefta tjáningarfrelsið

Bloggvinur minn Óskar Arnórsson og Jón Frímann hafa verið að benda á bloggara sem ritskoða bloggin sín og leyfa ekki athugasemdir frá sumum, aðallega þeim sem koma með gagnrýnar spurningar eða ábendingar.

Það er alltaf leiðinlegt þegar bloggarar loka á athugasemdir. Ég get skilið þegar lokað er á þá sem eru með helberan dónaskap, en menn geta freistast til að loka á þá sem eru þeim ekki sammála. Það er alltaf leiðinlegt.

Reynum að hafa síður okkar opnar ef þess er kostur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Theódór Norðkvist

Jú, jú, hvernig læt ég að gleyma honum? Reyndar var ég búinn að stilla honum upp áður og ekki rétt að höggva aftur í sama knérunn, ha ha.

Vilhjálmur lokaði á mig fyrir nokkru síðan.

Theódór Norðkvist, 27.3.2008 kl. 11:51

2 Smámynd: Snorri Bergz

Ég lokaði á þig af því að þú varst dónalegur. Þú mátt vera með aðrar skoðanir en ég, en sýndu lágmarks kurteisi þegar þú skrifar á blog annarra. Það gerðir þú ekki og því lokaði ég á þig.


Ég loka því ekki á þig vegna skoðana þinna, heldur vegna framkomu þinnar.

Snorri Bergz, 27.3.2008 kl. 13:47

3 Smámynd: Theódór Norðkvist

Viltu þá ekki birta athugasemdina, Snorri, sem þér fannst dónaleg og leyfa lesendum að dæma um það?

Theódór Norðkvist, 27.3.2008 kl. 13:54

4 Smámynd: Snorri Bergz

Ég vil ekki sjá þig á mínu bloggi -- enda dónalegri en aðrir bloggarar hér, sem ég hef lesið.  Og hvernig dettur þér í hug að líkja því, að loka á dóna eins og þig við framferði Kínverja í Tíbet? Þú getur ekki verið með heila brú í hausnum, það er með ólíkindum að lesa það sem þú skrifar.

Ergo: ég mun láta þig í friði, vinsamlegast láttu mig í friði sömuleiðis.

Snorri Bergz, 27.3.2008 kl. 14:03

5 Smámynd: Theódór Norðkvist

Þú kallar mig dóna, er það kurteisislegt, samt fæstu ekki til að segja mér hvað var það sem ég sagði sem var svona dónalegt!

Er það ekki bara málið að þú, Snorri, þoldir ekki að fá mótrök?

Mér þætti allavega vænt um að fá að vita hvað ég sagði sem var svona dónalegt, þá hefði ég tækifæri til að biðjast afsökunar.

Með því að loka á mig fyrir dónaskap og segja mér ekki hvað fór fyrir brjóstið á þér ertu að setja mig í mjög erfiða stöðu.

Þá ertu að segja að ég eigi að fá samviskubit yfir einhverju sem ég veit ekkert hvað er. Slíkt er stundum kallað andlegt ofbeldi.

Theódór Norðkvist, 27.3.2008 kl. 14:18

6 Smámynd: Theódór Norðkvist

Annars stend ég við það sem ég segi um lokanir einstaklinga á bloggsíðum fyrir engar sakir. Það er sambærilegt við heftingu tjáningarfrelsis í Kína.

Eini munurinn er að þar er heil ríkisstjórn á bak við frelsisskerðinguna, en á blogginu eru það fáeinir einstaklingar. Hugsunin er sú sama, að þeir sem slíkt gera þola ekki óþægileg mótrök vegna slæmrar samvisku. Stigsmunur, ekki eðlismunur.

Theódór Norðkvist, 27.3.2008 kl. 14:46

7 Smámynd: Snorri Bergz

Maður sem tekur tvo aðila svona fyrir, birtir myndir af þeim og gefur skotleyfi á þau, er ekkert annað en dóni. Ennfremur, maður sem er svo uppfullur af hatri á erlendum aðilum að hann lætur sér ekki nægja að svívirða þau, heldur og aðra sem taka ekki undir, á ekki skilið að vera tekinn alvarlega. Slíkur maður er ekki svaraverður. Hatur skilar engum í friðarhöfn...

En ég mun ekki svara þér framar...vildi bara segja þér að mér ofbauð framkoma þín -- bæði á mínu bloggi og hjá öðrum -- og lokaði því á þig. Mér er það fullkomlega heimilt og þarf ekkert að ræða það frekar.

Snorri Bergz, 27.3.2008 kl. 15:13

8 Smámynd: Snorri Bergz

P.s. eins og ég ræð sjálfur hverja ég vil fá í heimsókn á heimili mitt.

Snorri Bergz, 27.3.2008 kl. 15:13

9 Smámynd: Theódór Norðkvist

Þú mátt hleypa hverjum sem er inn á þitt blogg, Snorri, það er enginn að banna þér það.

Það er samt lágmarks kurteisi að skýra mönnum frá hvers vegna þeir eru bannfærðir af síðum einhverra. Jafnvel harðsvíruðustu glæpamönnum er venjulega skýrt frá hvaða glæpi þeir eru ákærðir fyrir, nema í Ísrael og Kína.

Bloggið er almennt hugsað sem opinn skoðanavettvangur og ef menn loka á aðra eftir geðþótta eiga þeir ekki að ætlast til að fá að tjá sig á annarra manna síðum.

Þú kallar mig dóna, lýgur upp á mig að ég sé fullur hatri, það er ég ekki. Síðan gagnrýnirðu aðra fyrir dónaskap úr þessu glerhúsi þínu.

Hvað Ísrael varðar þá er ég bara að endurtaka það sem öll helstu mannréttindasamtök heimsins segja og benda á stríðsglæpi þessa ríkis.

Eru þessi mannréttindasamtök, Amnesty, Human Rights Watch, Rauði krossinn og jafnvel mörg ísraelsk mannréttindasamtök kannski uppfull af hatri?

Svona málflutningur dæmir sig sjálfur.

Theódór Norðkvist, 27.3.2008 kl. 15:46

10 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ég tek fram að ég mun halda áfram að birta myndir af bloggurum sem ritskoða, þrátt fyrir persónulegar og ópersónulegar árásir

Theódór Norðkvist, 27.3.2008 kl. 20:50

11 Smámynd: Aron Björn Kristinsson

Það er bara þannig með suma, þeir einfaldlega höndla ekki sannleikann. Það sýnir sig best á bloggum þar sem ekki er einu sinni hægt að commenta. Merkilegt hvað fólk getur verið aumt að hafa það ekki í sér að standa á eigin skoðunum og verja þær með sannfæringu.

Mér dettur í hug setningin úr kvikmyndinni A few good men: "You can't handle the truth!".

Aron Björn Kristinsson, 30.3.2008 kl. 03:42

12 Smámynd: Theódór Norðkvist

Mikið til í því, Aron Björn. Það hafa alltaf verið fáir sem höndla sannleikann og fara eftir honum.

Góð grein hjá þér um átökin í Palestínu. Ég ætla mér að skrifa þar athugasemd.

Theódór Norðkvist, 30.3.2008 kl. 20:43

13 identicon

Heill og sæll; Theódór minn, sem aðrir skrifarar !

Theódór og Snorri ! Í Guðanna bænum, reynið að slaka á, ágætu drengir. Látið ekki Arabana og Júðana blessaða kom illu af stað, ykkar í millum.

Það má þjarka um málin, út í eitt, þótt svo menn fari ekki, að vega að hvorum öðrum, persónulega, með illhryssingi.

Eftir sem áður, eigum við að punda á helvízka Haarde klíkuna, og draga ekkert af, enda maklegt, eins og málum er nú komið, piltar !

Með beztu þjóðernissinna kveðjum, úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason 30.3.2008 kl. 22:01

14 identicon

Heill og sæll; Theódór minn, sem aðrir skrifarar !

Theódór og Snorri ! Í Guðanna bænum, reynið að slaka á, ágætu drengir. Látið ekki  Arabana og Júðana blessaða kom illu af stað, ykkar í millum. 

Það má þjarka um málin, út í eitt, þótt svo menn fari ekki, að vega að hvorum öðrum, persónulega, með illhryssingi.

Eftir sem áður, eigum við að punda á helvízka Haarde klíkuna, og draga ekkert af, enda maklegt, eins og málum er nú komið, piltar !

Með beztu þjóðernissinna kveðjum, úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason 30.3.2008 kl. 22:02

15 identicon

Andskotinn; Theódór minn ! Ætlaði ekki, að senda á þig, í tví gang ! Bið forláts.

Ó.H. Helgason

Óskar Helgi Helgason 30.3.2008 kl. 22:18

16 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ekkert mál, Óskar. Þakka þér fyrir að reyna að sætta okkur Snorra. Ég hef ekkert á móti þeim mæta manni, en áskil mér rétt til að vekja athygli á þeim bloggurum sem loka síðum sínum af vafasömum ástæðum.

Theódór Norðkvist, 30.3.2008 kl. 22:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Theódór Norðkvist

Höfundur

Theódór Norðkvist
Theódór Norðkvist

Vettvangur fyrir það sem mér liggur á hjarta.

Nýjustu myndböndin

Sambataktar í Malmö

Sambataktar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband