19.4.2008 | 13:42
Lífeyrissjóðirnir – samhjálp eða svikamyllur?
Lífeyrissjóðirnir hafa legið undir ámæli fyrir að safna óheyrilegum fjármunum og fjárfesta í hlutabréfum. Gleymum ekki að þeirra helsta hlutverk er að innheimta lífeyrissjóðsiðgjöld og ávaxta þau með þeim hætti að ellilífeyrisþegar eigi nægt sparifé til að geta notið áhyggjulauss ævikvölds.
Þessir vörsluaðilar sparifjár ellilífeyrisþega nútíðar og framtíðar hafa í seinni tíð farið út á þá hálu braut að fjárfesta töluvert í erlendum og innlendum hlutabréfum. Er það viturleg ráðstöfun hjá lífeyrissjóðunum að taka slíka áhættu með framtíðarafkomu skjólstæðinga sinna? Margir hafa bent á að það eru til ekki síðri og öruggari fjárfestingarleiðri til að ávaxta lífeyrisgreiðslur fólks en hlutabréf, t.d. ríkistryggð skuldabréf.
Ætlun mín er hinsvegar ekki að fjalla eingöngu um ávöxtunarstefnu lífeyrissjóðanna. Mig langar til að velta þeirri spurningu upp hvort lífeyrissjóðir landsins séu frekar kerfisbundnir blekkingarvefir, ofnir í þeim tilgangi að hafa fé af fólki, en ekki þau vígi samtryggingar og fjárhagslegs öryggis í ellinni sem þeir segjast vera.
Lítum á eftirfarandi dæmi, sem ég setti upp í reiknivél Netbankans fyrir viðbótarlífeyrissparnað. Takið eftir því að ég setti dæmið upp eins og það gæti litið út fyrir skyldusparnað dæmigerðs lífeyrissjóðs, 4% af launum og 7% mótframlag atvinnurekandans.
Markmiðið er að finna út hver heildareign manns væri sem kemur á vinnumarkaðinn 25 ára og fer á eftirlaun 67 ára gamall, miðað við gefna raunávöxtun ef iðgjaldið væri ávaxtað á hefðbundnum sparireikningi.
Næsta mynd sýnir hinsvegar áætlaðar lífeyrisgreiðslur einstaklings sem fer 25 ára á vinnumarkaðinn, hefur 300.000 kr. í laun og hættir vinnu 67 ára gamall. Dæmið er reiknað á reiknivél Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins.
Það er himinn og haf þarna á milli í þessum tveimur dæmum! Í fyrra dæminu væru lífeyrisgreiðslur vel yfir eina milljón, meðan raunin er að lífeyrisþeginn fær aðeins um 280.000 kr. út úr sínum lífeyrissjóð eftir rúmlega 40 ára starfsferil. Miðað við gefnar forsendur í fyrra dæminu ætti lífeyrisþeginn að eiga vel yfir 80 milljónir í lífeyri. Hann eða hún gæti lifað góðu lífi á vöxtunum einum án þess að skerða höfuðstólinn um eina krónu.
Hver er skýringin? Eru lífeyrissjóðirnir að ávaxta sitt pund svona illa? Eða ávaxta þeir fjármuni almennings vel, en stinga mismuninum á því sem hver lífeyrisþegi eignast og því sem hann fær, í eigin vasa?
Ég tek fram að greiðendur iðgjaldanna, launþegarnir, greiða aðeins 4%, en atvinnurekandinn 7%. Ef launþeginn ætlaði að setja jafnháa fjárhæð inn á bankabók og hann greiðir um hver mánaðarmót í skyldulífeyrissparnað þyrfti hann að reiða fram miklu hærri fjárhæð, því þá myndi hann borga af fullsköttuðum peningum.
Engu að síður er mótframlagið á vissan hátt eign launþegans, þar sem um þetta er samið í kjarasamningum og útborguð laun eru lægri fyrir vikið. Dæmin sýna þess vegna vel hvað hlutur lífeyrisþegans er rýr þegar öllu er á botninn hvolft og ekki annað að sjá en verulegt fé sé haft af hverjum lífeyrisþega.
Við þetta má bæta að það má finna ýmsar skýringar á því að lífeyrissjóðirnar bólgna út og eru orðnir stór áhrifavaldur á fjármálamarkaði, þrátt fyrir að fáir skjólstæðingar þeirra fitni af lífeyrisgreiðslum sínum, aðrir en þingmenn, ráðherrar og forstjórar.
Lífeyrisþegi sem hefur töku lífeyris 67 ára gamall, en deyr 70 ára fær aðeins lífeyri í þrjú ár. Ef hann á ekki eftirlifandi maka erfist lífeyrir hans ekki. Lífeyrissjóðurinn hirðir ævisparnaðinn hans eða hennar. Nýlega tóku lífeyrissjóðir upp á því að skerða greiðslur til öryrkja og uppskáru hávær mótmæli frá Öryrkjabandalaginu, Ögmundi Jónassyni og mörgum fleiri.
Það er ekki síður umdeilt að fullur skattur er tekinn af lífeyrisgreiðslum, meðan aðeins 10% fjármagnstekjuskattur er lagður á venjulegan sparnað. Í dæminu hér að framan sést að 80% af áætlaðri inneign lífeyrisþega með 300.000 kr. í mánaðarlaun frá 25 ári aldri til 67 ára eru fjármagnstekjur. Réttlátur skattur væri þannig um 15-20%. Þetta er skýlaust brot á jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar að mínu mati.
Er ekki kominn tími til að gera almennilegan uppskurð á lífeyriskerfinu? Eru lífeyirssjóðirnir svikavefir til að féfletta launþega, eða þau kerfi samtryggingar sem þeir þykjast vera? Er kannski ráðlegt að láta á það reyna hvort það standist alþjóða lög og mannréttindasáttmála að þvinga fólk til greiða í lífeyrissjóði í stað þess að ávaxta sitt sparifé á eigin forsendum?
Um bloggið
Theódór Norðkvist
Tenglar
Hjálparstarf
Ferðalög
- Samferða - vefsíða fyrir fólk sem vill vera samferða Fyrir þá sem vilja sameinast í bíla og lækka eldsneytiskostnað
- Göngum um Ísland Fróðleikur um gönguferðir. Gagnvirkt Íslandskort
- Ferðafélagið Útivist Félagsskapur sem býður upp á gönguferðir um áhugaverða staði
Líkamsrækt
Tenglar um líkamsrækt
Mannréttindabaráttan
- Félagið Ísland-Palestína Félag sem berst fyrir réttindum Palestínumanna
- Amnesty International á Íslandi Íslandsdeild mannréttindasamtakanna Amnesty International
Náttúruvernd
http://www.solistraumi.org/
Bloggvinir
- zeriaph
- eeelle
- tbs
- rosaadalsteinsdottir
- baenamaer
- ulli
- saemi7
- skulablogg
- kuriguri
- vilhjalmurarnason
- marinogn
- hreinn23
- vonin
- icekeiko
- maeglika
- fun
- axelpetur
- prakkarinn
- rafng
- kreppan
- hehau
- photo
- sjalfbodaaron
- mofi
- hlynurh
- bjarnimax
- astromix
- ea
- huldumenn
- muggi69
- jonnnnni
- gerdurpalma112
- gp
- krist
- jonvalurjensson
- bassinn
- gustafskulason
- diva73
- jvj
- maggiraggi
- toshiki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mjög áhugaverð færsla hjá þér. Hann karl faðir minn er alltaf að skammast í mér fyrir að vera ekki með viðbótarlífeyrissparnað í augnablikinu, og ég er nú alltaf á leiðinni að koma því í gang.
En hvaða "guarantee" hef ég fyrir því að ég fái alla þessa peninga? Hvað gerist ef sjóðurinn fjárfestir í einhverjum rugl-bréfum og fer á hausinn? er ég þá bara í skítnum?
Vildi óska að ég gæti treyst þessum sjóðum fyrir peningunum mínum en í augnablikinu þá efast ég einfaldlega allt of mikið :(
kiza, 19.4.2008 kl. 14:48
Viðbótarlífeyrissparnaðurinn er þó skárri, það kemur kannski ekki nógu vel fram í færslunni hjá mér. Hann er séreign og erfist, þú ert allavega miklu nær því að fá það sem þú leggur inn ef þú ert með viðbótarlífeyrissparnað.
Theódór Norðkvist, 19.4.2008 kl. 14:51
kjarni málsins Teddi og þú setur þetta vel upp(sem sagt fínasta færsla).Ég segi nú oft í flimtingum svona í umræðum um þessa blessuðu lífeyrissjóði að það sé þjóðfélagslega hagkvæmt að við drepumst um 70tugt,því þá renna allir þessir peningar í hítuna sem enginn fær nema?
Ég er reyndar sjálfur með viðbótarlífeyrissparnað í topp,og ég geri það vegna barna minna því eins og þú bendir á Teddi þeir peningar erfast og ekki vil ég að börn mín erfi tómar skuldir.Ég man eftir þegar ég ungur maður fór að vinna fyrir vestan bullandi vinna og ég gat þénað góðan pening með dugnaði,og þá var gamli góði skyldusparnaðurinn enn við lýði.Svo þegar ég var rúmlega 20tugur og kominn suður keypti ég mér mína fyrstu íbúð,þá kom sér vel að þeir peningar voru á mínu nafni og dugðu fyrir útborgunni á móti Íbúðasjóðsláninu.
Svo ég er að vona að viðbótarlífeyrir á okkar eigin nafni sé og verði eins,það á reyndar eftir að koma betur í ljós þegar fram sækir.Takk fyrir pistilinn og kærar kveðjur Úlli.
Úlfar Þór Birgisson Aspar, 20.4.2008 kl. 08:25
Sæll Teddi minn.
Ég reyndi að ná sambandi við vinkonu mína vegna þess að ég ætla að vitna í hana hér en hún er í Reykjavík og var á flandri. Þess vegna kom innleggið mitt ekki fyrr en í dag. Ég reyni að muna þetta án hennar. Á meðan ég var að vinna þá borgaði ég í viðbótarlífeyrir. Nokkrum árum seinna komu bankamenn á vinnustaðinn til okkar og vinkona mín byrjaði að borga í viðbótarlífeyrissjóð. Hún átti þá örfá ár eftir þangað til hún fór á ellilífeyrir. Hún tók út þessar fáu krónur sem hún hafði sparað. Hún lenti í veseni því þá var hún byrjuð að þiggja ölmusur hjá Tryggingarstofnun Ríkisins. Þegar þeir vissu um þessar fáu krónur hennar þá þurfti hún að endurgreiða þeim sem var alveg hellingur fyrir hana en hún er ekkja. Hefði hún tekið út þennan pening nokkrum mánuðum áður áður en hún byrjaði að þiggja ölmusur hjá Tryggingastofnun hefði ekkert gerst.
Ég því miður lenti illa og þurfti að fara út af vinnumarkaði um áramót 2003-2004. Ég fékk ölmusabætur frá Tryggingarstofnun og svo sótti ég um hjálp hjá Lífeyrissjóði Austurlands. Ég vissi ekki að ég þyrfti að láta Tryggingarstofnun vita að ég fengi styrk þaðan því ég áleit að það væri áunnið þar sem ég hafi mest allt mitt líf unnið hjá fyrirtækjum sem greiddu lífeyrir minn þangað. Einu og hálfu ári eftir að ég var orðin aumingi þá uppgötvaðist að ég hefði átt að láta Tryggingarstofnun vita um Lífeyrissjóðinn minn. Ég hafði fengið greitt frá Lífeyrissjóðnum 800.000 kr. þúsund árið 2004 og um mitt árið 2005 var ég búin að fá 400.000 kr. Ég þurfti að endurgreiða helminginn af þessu eða 600.000 kr. Tvisvar hef ég fengið skólastyrk sem nam 100.000 kr. Ég fékk bréf í fyrra skipti um að launin mín hefðu verið of há og endurgreiðsluupphæðin hækkaði í 700.000 kr. Ég fékk hvatningu að endurgreiða eitthvað af þessari upphæð strax því upphæðin var svo há. Ég var að hugsa um hvort ég ætti að láta loka mig inni og sitja af mér skuldina eða að ræna banka? Það var ekki nóg að ég átti að endurgreiða heldur lækkaði ég í launum hjá Tryggingarstofnun. Ég þurfti að borga skatta eftir 1 ágúst nú sl. ár og ég held að það hafi verið vegna seinni skólastyrks mín. Á eftir að skoða þetta almennilega og svo mun ég skrifa bréf til skattstjóra og alþingismanna og ég get lofað þér því að það verður ekki í kristilegum kærleika.
Ég fékk bréf frá þeim nýlega. Þar er mér sýnt að laun mín á þessu ári verða 753.267 kr og svo þarf ég að endurgreiða 99.255 vegna Lífeyrissjóðsins. Útborguð laun 654.012 frá Tryggingarstofnun. Þetta er auðvita alveg magnað þetta eru svo há laun og ég veit ekkert hvernig ég á að eyða þeim. Ég þarf að setja upp auglýsingu um hvort einhver þurfi á peningahjálp að halda.
Ég borga í viðbótarlífeyrisjóð núna með hjálp föður míns en ég treysti ekki Íslenskum Mammonsfyrirtækjum fyrir þeim peningum og þeir eru greiddir annað. Vonandi hef ég veðjað á réttan hest þar? Þar þurfti ég að skrifa hver fengi peningana ef ég myndi falla frá áður en ég færi að njóta ávaxtanna.
Stjórn Lífeyrissjóðs Austurlands sem er lífeyrissjóðurinn minn ákvað fyrir nokkrum árum að kaupa enskt knattspyrnulið. Þetta er óþolandi að þessir menn sem eru ráðnir til að gæta peninga lífeyrisþega geti og megi taka svona ákvarðanir að eyða peningum sem þeir eiga ekki.
Úlli hefur aldeilis fallegri hugsanir en ég. Ég hef oft hugsað af hverju er ekki gengið hreint til verks og við látin hverfa af yfirborði jarðar sem erum baggi á þessu stjórnarliði. Hugsaðu þér ef þau gætu notað þessa peninga í annað. Slæmt að þau geti ekki byggt meira af sendiráðsbyggingum út um allan heim og borgað sendiherrum ennþá meira kaup og borgað ennþá meiri kostnað í rekstur sendiráða vegna gestaboða í sendiráðin. Slæmt að þau geta ekki ferðast ennþá meira til útlanda á einkaþotunum sínum, konungshjónin þau Geir og Ingibjörg Sólrún. Slæmt að þau geta ekki haft ennþá meira af veislum á kostnað þjóðarinnar.
Læt þetta duga og bíð spennt um hvort ég fái hnýtingar frá úrvali Íslands sem líkar ekki svona innlegg. Vona að einhver finni þessa færslu þína og ég vona að ég hafi fleygt nokkrum hryðjuverkasprengjum.
Það besta er að ég er í bata og vonandi verð ég ekki baggi á þessu liði endalaust.
Guð hefur mætt mér stórkostlega í vetur gagnvart heilsunni minni. Þetta mun taka tíma en ég er að klifra upp brekkurnar með Guðs hjálp.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 20.4.2008 kl. 12:02
Ég þakka öllum innlitin. Úlli þú varst forsjálli en ég, því ég eyddi öllum skyldusparnaðinum mínum í bíl. Hann var reyndar frekar lítill. Þetta er ljótt að heyra, Rósa. Tekjutengingin fer oft illa með lífeyrisþega, það er nú enn eitt svindlið.
Ég veit vel að skylduiðgjald lífeyrissjóðanna fer í samtryggingarsjóð, en viðbótariðgjaldið í séreignarsjóð. Það er enginn misskilningur á ferð, eins og hinn svokallaði salb heldur fram. Ástæðan fyrir því að ég tók reiknivél séreignarsjóðs fyrir skylduiðgjaldið var að sýna fram á hvað hlutur lífeyrisþegans er rýr miðað við það sem hann leggur inn.
Ég hefði getað tekið reiknivél fyrir venjulegan sparnað á bankabók og ég skal gera það. Ef við segjum að einhver leggi inn 33.000 kr., 11% af 300.000 kr. mánaðarlaunum og leggi inn á bók með 5% raunávöxtun, sem er ekki mikið i dag og geri þetta í 42 ár: Niðurstaðan er rúmar 55 milljónir. Sjá hér.
Það væri hægt að lifa fínu lífi á vöxtunum af því, án þess að skerða höfuðstólinn nokkurn tímann, hvort sem viðkomandi lifir í 7 ár eða 30 ár, sem myndi þá erfast óskertur til maka eða barna viðkomandi, að lífeyrisþega látnum.
Mergurinn málsins var að sýna fram á þann mikla mismun á því sem lífeyrisþeginn fær og leggur inn. Ekki er hægt að afsaka þessa rýrnun með örorku-, sjúkra- eða barnalífeyri, því ekki eru það háar fjárhæðir sem fólk fær úr þeim pakka. Ég myndi allavega vilja sjá þær tölur svart á hvítu. Við erum að tala um tugi milljóna fyrir hvern einasta Íslending sem nær fullum starfsaldri (25-67 ára á vinnumarkaði.)
Ekki naut nú Rósa mjög góðs af örorkulífeyri sínum, þar sem hringekja tekjutryggingarinnar fór í gang og kostaði hana mörg hundruð þúsund krónur, sem hún þurfti að endurgreiða og var það ekki há fjárhæð fyrir!
Theódór Norðkvist, 20.4.2008 kl. 14:10
Svo það sé skýrt þá er ég mikill samhjálparsinni og ekki á móti samtryggingarkerfi í þjóðfélaginu sem slíku. Það er einungis spurning í mínum huga á hvernig formi það skal vera, hvort það sé í gegnum lífeyrissjóði, eða skattakerfið.
Því miður er of mikið af öryrkjum og stór hluti af þeim eru gerviöryrkjar, það væri nú efni í aðra umræðu. Líttu bara á bloggið, þar eru margir öryrkjar bloggandi daginn inn og út, mjög góðir og skemmtilegir bloggarar reyndar, mætti kannski kalla þá fjöryrkja. Það væri kannski hægt að nýta þá til ritarastarfa og þá þyrftu þeir ekki örorkubætur, gætu unnið fyrir sér.
Ef þeir sem eru nú öryrkjar og þiggja örorkubætur frá lífeyrissjóðum hefðu lagt inn 11% af sínum launum (4% + 7% framlag atv.rekanda, við skulum gefa okkur að 7% framlagið yrði bara sett inn í laun hvers og eins og laun hækkuð til samræmis) þá væri sá sem verður öryrki 45 ára gamall kominn með digran sjóð, sem hann gæti jafnvel nýtt sér í sínum veikindum, verði hann óvinnufær.
Ég skal skoða ársskýrslur lífeyrissjóðanna, en ég efast um að þær hreki mínar fullyrðingar.
Theódór Norðkvist, 20.4.2008 kl. 19:04
Sæll aftur salb, ekki hefurðu sýnt mér þá kurteisi að kynna þig með réttu nafni, en látum það vera. Ég rýndi í ársskýrslu Lífeyrissjóðs ríkisstarfsmanna. Útgreiðslur lífeyris, sameign og séreign, var rúmir 14 milljarðar á árinu 2006. Þar af var örorku- og barnalífeyrir innan við 1 milljarður, 7% af heildarútgreiðslum LSR.
Örorkulífeyrir getur því tæplega útskýrt hvers vegna lífeyrir fólks sem skilar fullri starfsævi sé ekki hærri en raun ber vitni. Á sama ári voru vaxtatekjur og verðbætur 16,6 milljarðar. Margt athyglivert þarna.
Ég skil ekki hvað þú átt við í 1. tölulið í innleggi þínu. Þú verður að skýra það nánar. Hvað 2. tölulið áhrærir þá er óþarfi að hækka skatta til auka tryggingarvernd, sama markmiði er hægt að ná með niðurskurði, t.d. á handónýtu landbúnaðarkerfi og þjóðkirkjusukkinu.
Ég var samt alls ekkert að stinga upp á því að hækka skatta. Ég var að leita að þeim mismun sem verður á innborguðum lífeyri og útborguðum. Það er ljóst af ársskýrslu LSR að hann gæti skýrst að hluta til af mikilli fjársöfnun lífeyrissjóðanna.
Mig langar að spyrja þig salb, finnst þér allt í lagi að lífeyrissjóðir séu að stunda áhættusamar hlutabréfafjárfestingar? Með sparifé gamalmenna og í raun afkomu þeirra? Lífeyrissjóðirnir eiga ekki þessa peninga, þeir eru vörsluaðilar.
Ég þarf ekki að hringja í Sjóvá til að spyrja um tryggingarvernd. Sjúkdómatrygging upp á tæpar 6,4 milljónir kostar mig 35.000 kr. á ári.
Þú getur troðið skömmum þínum þangað sem sólin skín aldrei. Ég fullyrði að margir öryrkjar geta unnið og eiga að gera það, sjálfsvirðingarinnar vegna. Haltur ríður hrossi og hjörð rekur handarvana.
Theódór Norðkvist, 20.4.2008 kl. 22:29
Sæll Thódór Norðkvist.
Þetta er svo sannarlega UMRÆÐA sem á að viðhalda í einhvern tíma,því það er HRIKALEGT HVE MARGIR VERÐA ILLA ÚTI Í ÞESSU KERFI. NÚNA!
TAKK FYRIR FRAMLAGIÐ.
Og gangi þér all í haginn,allan daginn,með GUÐI.
Þórarinn Þ Gíslason 21.4.2008 kl. 04:31
Takk fyrir ágætis innlegg, salb. Það er kannski mál að linni. Ég vil bara segja að ef ég ætti fjölskyldu væri ég eflaust með tvöfalt hærri sjúkdómatryggingu. Það er nú ekki sanngjarnt hjá þér að segja að þeir sem eru á almennum markaði greiði lífeyri LSR-fólks. Lífeyrissjóðurinn er rekinn með miklum hagnaði eins og sést af því að skoða ársreikning þeirra.
Enn og aftur ítreka ég að ég var ekki að leggja til að allur lífeyrissparnaður væri lagður í séreign.
Theódór Norðkvist, 21.4.2008 kl. 09:43
Christian Glitter by www.christianglitter.com
Sæll Teddi minn.
Gleðilegt sumar.
Guð blessi þig og varðveiti.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 24.4.2008 kl. 23:53
Takk sömuleiðis, Rósa. Alltaf skemmtilegar frá þér kveðjurnar.
Theódór Norðkvist, 25.4.2008 kl. 00:14
Sæll Teddi minn.
Nú vil ég fá fleiri svona magnaðar færslur. Mér fannst mjög ósanngjarn með vinkonu mína sem byrjaði að setja peninga til hliðar í viðbótarlífeyrissjóð og fyrirtækið borgaði á móti henni. Þetta var einhver smánar upphæð þegar hún hætti að vinna 67 ára. Henni var refsað fyrir að hafa tekið þessa peninga út úr banka eftir að hún fór á ellilífeyrir. En hefði hún vitað þetta þá hefði hún getað tekið þennan pening út nokkrum mánuðum fyrr og þá hefði ekkert gerst. Við megum víst byrja að taka út þennan sparnað um sextugt. Sennilega best að geyma þennan sjóð og láta nota hann í útförina en það er ærin kostnaður að láta koma sér undir græna torfu. Þegar upp var staðið hafði þessi viðbótarlífeyrissparnaður bara tjón í för með sér fyrir vinkonu mína og spurningin er þá til hvers að hafa þennan viðbótarlífeyrissparnað? Hún þurfti að endurgreiða og endurgreiða til ríkisins því launin voru of há. Kemur ríkinu við ef við og fyrirtækið okkar erum að safna viðbótarlífeyrisjóð? Kemur ríkinu það við ef öryrki leggur 1000. kr. inná bók mánaðarlega og reynir að safna smá peningaupphæð til að versla t.d. heimilistæki síðar. Ég veit um dæmi þess að þeir hafa sagt við þetta fólk að fyrst þau þurfa ekki allar bæturnar þá muni þær skerðast. Sá meira að segja bloggfærslu um þetta eftir að ég rambaði hingað inn í bloggheima og svo hef ég heyrt nokkur dæmi frá vinum mínum. Hvað kemur ríkinu það við þó við setjum 1000.kr. til hliðar á mánuði? Við þurfum eins og þú veist að gefa upp á skattaskýrslunni ef við eigum einhverjar innistæður í bók og þá fá þessir vesalingar greinilega aðsvif ef einhver öryrkinn á 5000.kr. á bók. Er þetta nú ekki to much????
Baráttukveðjur fyrir réttlæti/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 26.4.2008 kl. 13:13
Einmitt Rósa, þetta er smánarlegt. Bankinn sem ég er með séreignarsparnaðinn hjá núna ráðlagði mér að taka hann út í einu lagi fyrir 67 ára aldur. Þannig myndi hann ekki skerða aðrar greiðslur, t.d. frá Tryggingarstofnun, en ef ég myndi taka fasta upphæð á mánuði þá skerðir hann aðrar greiðslur. Það er að ýmsu að gæta.
Það fara að koma fleiri færslur frá mér, hef bara verið frekar tímabundinn og ekki getað bloggað mikið, eða skoðað aðrar síður. Ég skýt þó alltaf inn einni og einni færslu.
Theódór Norðkvist, 26.4.2008 kl. 13:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.