Miklu alvarlegra þegar lögregluþjónar missa stjórn á sér....

...þó ekkert réttlæti þessa árás á lögregluna. Vonandi jafnar lögreglumaðurinn sig að fullu. Svona gera menn ekki hvort sem vörubílstjórar eiga erfitt eða hafa það gott.

Nokkrir lögregluþjónar hafa sýnt af sér dómgreindarleysi í þessum átökum og það er áhyggjuefni. Að einhverju leyti má skrifa það á reynsluleysi, en svona læti eru ekki daglegt brauð hér á landi.

Laganna verðir þurfa samt sem áður að hafa stjórn á skapi sínu undir öllum kringumstæðum, þar sem ábyrgð þeirra er meiri en óbreyttra borgara. Það er óskandi að svo verði framvegis. 


mbl.is Missti stjórn á skapi sínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ég er sammála þer... vel orðað

jon hjalpar 26.4.2008 kl. 23:28

2 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Er vandi vörubílstjóranna nú ekki aðallega stjórnleysi á vettvangi? Ef þeir hefðu skipulagt sig í upphafi - haft einhverskonar samráðshóp sem fer yfir aðgerðir og ræðir þær fyrirfram - þá væri ýmislegt öðruvísi held ég.

Hvatvísin er að verða þeim að falli.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 26.4.2008 kl. 23:35

3 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Teddi minn. Flestir eru að skrifa gegn vörubílstjórum sem voru svo ánægðir með þá þar til núna. Ég skrifaði strax að þetta væri ekki nógu gott því aðgerðir þeirra bitnuðu á þriðja aðila sem væri jafnóánægðir eins og vörubílsstjórar með verðlag á bensíni, olíu o.fl. Fólk komst ekki leiðar sinnar sem var kannski í brýnni þörf fyrir t.d. læknishjálp? En nú er þetta sama fólk búið að snúast gegn vörubílstjórum og er ég mjög hissa. Ég auðvita er alls ekki sátt þegar einhver af mótmælendum henti grjóti í lögreglumann og ég vona að hann fái refsingu og það alls ekki milda. Ég las á bloggi hjá einum af bloggvinum mínum grein eftir mann sem var þarna á svæðinu. Hann sagði frá því að hann og annar voru að hjálpa félaga sínum sem lá í jörðinni og þá hafi lögreglumaður sparkað í hann. Að sparka í liggjandi mann hefur mér alltaf fundist viðbjóðslegt og lýsa innræti þess sem það aðhafðist.  Ég sá ýmislegt sem hneykslaði mig sem lögreglumenn gerðu. Þeir því miður eru ekki núna með hreinan skjöld í þessu máli. Þeir hafa ekki rétt á þessu að misþyrma fólki og er ég mjög ósátt.

Baráttukveðjur/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 26.4.2008 kl. 23:43

4 identicon

Og hvað geta þeir gert til verði hlustað, spillta ríkistjórnin er slekkur á heyrnartækjunum þegar búið er að kjósa til þings.

HAFFI 26.4.2008 kl. 23:46

5 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Haffi.

Ríkisstjórnin er siðblind og það er góð spurning hvað er hægt að gera svo þau vakni upp af værum blundi. Þegar þau fóru í eina sæng Geir Haarde og Ingibjörg Sólrún þá hafa þau svifið um á bleiku skýi og virðast vera einhvers staðar víðs fjarri því sem blasir við öllum nema þeim og fylgifiskum þeirra. Stjórnmálamenn vita að venjulega er kannski bara ein aðgerð og svo búið og þá hægt að gleyma þessu röfli en nú hafa vörubílsstjórar sýnt dug og geri aðrir betur. Leitt hvernig þetta fór núna en ég get alls ekki varpað ábyrgðinni bara á vörubílstjóra. Lögrelglan sýndi villimannslegt eðli þegar þeir voru að berja á fólkinu. Oj bara.

Mikið vildi ég sjá markvissar aðgerðir og skrif gegn ráðamönnum sem gleyma öllum loforðum strax um leið og þau eru komin í ríkisstjórn þar sem þau geta baðað sig í fjármunum þjóðarinnar og farið á vit ævintýrana í einkaþotum á kostnað þjóðarinnar. ARG.

Baráttukveðjur/Rósa.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 27.4.2008 kl. 00:06

6 Smámynd: Landfari

Hvaða lögregluþjónar haf sýnt af sér dómgreindarleysi?

Það er engu líkara en þú og fleiri haldi að notkun gassins hafi verið orsök en ekki afleiðing. Það var margbúið að biðja fólk að rýma svæðið. Þegar lögregla gefur fyrirskipanir ber okkur almennum borgurm að fara eftir því skilyrðislaust, sama hvort við erum sát við það eða ekki. Ef við gerum það ekki hefur lögreglan önnur úrræði og að beita úðanum var einfaldasta og hættuminnsta aðferðin.

Landfari, 27.4.2008 kl. 00:12

7 identicon

Ég verð að blannda mér í málið, löggan sem argaði gas gas gas allveg umherfist í framan ætti að finna sér annað starf, að mínu áliti tel ég að hann hafi mist sig allgjörlega. (þetta er mitt álit).

Annars tel ég að þessir svokölluðu bílstjórar séu allgjörlega búnir sað missa sig í þessum svokölluðum mótmælum.

Gísli Einarssson 27.4.2008 kl. 01:30

8 Smámynd: Theódór Norðkvist

Sælt veri fólkið. Ég held að Ólína hitti naglann á höfuðið. Þetta virðast vera stjórnlaus mótmæli. Reyndar hef ég stundum velt því fyrir mér af hverju vörubilstjórar leggi ekki bara bílunum sínum og hætti að keyra. Þeir gætu lamað þjóðfélagið.

Skýringin er eflaust sú að þeir eru flestir verktakar og þar með í vinnu hjá sjálfum sér. Þeir tapa mest á því sjálfir að hætta að keyra. Enginn verkfallssjóður, eins og hjá launþegastéttum.

Rósa þetta er ljótt að heyra, en sýnir að lögreglan hefur alveg misst sig. Léleg laun lögreglumanna valda því að þangað sækja fautar í miklum mæli. 

Theódór Norðkvist, 27.4.2008 kl. 10:59

9 identicon

Gísli, löggann sem hrópaði gas gas var að öllum líkindum að nýta sér þjálfun sýna í mannfjöldastjórnun og var að vara fólk við mér fannst hann standa sig vel. Rósa þetta er merkilegt að það er alltaf vinur vinar frænda míns (eða eitthvað álíka) sem að verður fyrir því eða sér löggunna berja einhvern, skrítið ha???? Kannski af því að þetta eru sögur en ekki staðreyndir, en þær lifa vel á meðan það er til fólk eins og þú sem trúir öllu.

Jói 27.4.2008 kl. 11:25

10 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Jói. Það er nú þannig að ég hef líka sjónvarp þó ég búi á hjara veraldar og ég sjá mjög ljótar myndir þar sem lögregluþjónarnir breyttist í villimenn og þeir beittum ofbeldi og börðu fólkið miskunnarlaus. Andi Guðs var allavega fjarri þeim á þessari stundu. Svona gerir fólk ekki nema að þeir hleypi illu afli inn og séu svona miskunnlausir. Minnti á viðbjóðsleg stríð en þar sjáum við hermenn breytast í villimenn og ég tek það fram að það er alveg sama hverra þjóðar þeir eru. Tek ekki upp hanskann fyrir ljótum verkum þó svo að það hafi verið LÖGREGLAN Á ÍSLANDI.  Takk fyrir mig.

Teddi minn, ég er bara komin í vinu hjá þér sem einkaritari.  =skelkaður.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 27.4.2008 kl. 13:05

11 identicon

Ég bjó á sínum tíma nokkur ár í Danmörku, og horfði m.a. á lögregluna taka á mótmælum þar. Ég held nú að menn hefðu orðið æfir á að sjá þær aðfarir. Það er augljóst að lögreglan byrjar ekki að sprauta gasinu, fyrr en hópur bílstjóra (vegfaranda) er byrjaður að djöflast á varnarskjöldunum hjá lögreglunni. Í svona aðstæðum eru ekki margir úrkostir sem standa til boða og ég er algjörlega þeirrar skoðunar að ef lögreglan hefði ekki dreift mannfjöldanum með þessum hætti hefði allt endanlega farið úr böndunum. Með því að sprauta gasinu náði hún að dreifa mannfjöldanum og stöðva atburðarrásina þarna við bíl mannsins, sem hugðist fara inn í hann. Auðvitað hlýtur það að vera svo að með því að öskra gas gas, sem sumum virðist bara vera fyndið, eru lögreglumennirnir einmitt að vara fólkið við þessu. Valdbeiting er auðvitað neyðarúrræði og hvað átti lögreglan að gera, láta menn bara djölflast á skjöldunum, og vona bara að menn hættu því? Síðan kemur unglingadeildin á eftir og kastar eggjum og vörubílstjórar þeyta flautur sínar og æsa enn frekar upp mannskapinn. Þetta er komið út í rugl. Þessi afsökunarbeiðni bílstjórans, sem lamdi lögguna, er að mínu viti aumkunarverð tilraun til þess að koma sökinni yfir á lögregluna. Já ég lamdi manninn af því að löggann vildi ekki láta mig hafa kylfuna mína. Mér fannst mótmæli bílstjórana í lagi í byrjun, eðlilegt að menn veki athygli á málstað sínum. En nú er bara komið nóg. Fyrirsvarsmaðurinn Sturla er langt frá því að vera trúverðugur í sínu hlutverki og lýgur miskunnarlaust til þess að styðja við málstað sinn.

Mér finnst eðlilegt að hugað verði að einhverjum hvíldarplönum fyrir bílstjóra, en er ósammála þeim varðandi hvíldartímann.  Nú eiga bílstjórar að endurskipuleggja sig, besta mál að þeir mótmæli og komi sínum sjónarmiðum á framfæri. Það þýðir ekki að hegða sér eins og steinaldarmenn vopnaðir kylfum og kastandi grjóti, þeir eiga að hegða sér eins og nútímamaðurinn vopnaðir skynsemi og rökum. Menn semja ekki við menn sem hegða sér eins og steinaldarmenn enda væru þeir að setja með því slæmt fordæmi. Með því að brjóta lögin, þá fáir þú þínu framgengt.

OG HANANÚ

Gunnar Jóhanns 27.4.2008 kl. 13:11

12 Smámynd: Theódór Norðkvist

Gunnar hvers vegna sagði varðstjórinn við fréttamanninn að hún skyldi bara bíða og horfa, því þá myndi hún sjá lögguna láta verkin tala?

Voru þeir að leita að átyllu til að beita ofbeldi? Og þegar þeir fundu ekki þá átyllu þá bjuggu þeir hana til með því að ráðast aftan að vörubílstjóranum?

Þegar ég var að alast upp á Ísafirði þá var mikið slegist fyrir utan ballstaðina. Það var samt alltaf litið á þá sem spörkuðu í liggjandi mann sem algera drullusokka. Álit mitt á svoleiðis mönnum hefur ekki breyst, hvort sem þeir eru utan eða innan lögreglunnar.

Theódór Norðkvist, 27.4.2008 kl. 13:45

13 identicon

Ekki ætla ég nú að fara að munnhöggvast við þig ágæti Theódor. Það var líka slegist inni og fyrir utan ballstaðina þar og ég er alveg sammála þér að það er drullusokkaskapur að sparka í liggjandi mann. Ég hef allavega ekki séð í sjónvarpinu að lögreglan hafi sparkað í liggjandi mann, en ef sú er raunin fordæmi ég það. þú ert væntanlega að vitna í einn ágætan bloggara sem segist hafa lesið það hjá bloggvini sínum einhverjum aðila sem sagst hafi verið á svæðinu og séð lögregluna sparka í einhvern. Maður sagði manni sem sagði við mann. Meðan að ég hef ekki séð sannanir fyrir þessu, þá sest ég ekki í dómarasæti. Eitt er ´þó víst að í þessari frægu útsendingu var t.d. viðtal við mann sem sagðist ekkert hafa gert af sér, var bara vegfarandi, þegar lögreglan hafi sprautað í augað á sér. Síðan er sýnt frá upptökum, ,,ofbeldisins" þar sem þessi sami maður var að hoppa og berja utan í varnarskildi lögreglunnar. Allir saklausir nema helvítis löggan, semsé. Svo virðist nú sem að enginn hafi sömu sögu að segja frá þessum aðgerðum og alltaf færa menn í stílinn. Hvað átti lögreglan að gera, þegar hópur manna kemur og djöflast á skjöldum lögreglumannana. Áttu þeir að hlaupa í burtu. Áttu þeir að grípa til kylfunnar. Átti hún ekki einmitt að koma í veg fyrir frekari átök og dreifa mannfjöldanum. Hvað gerðist þegar ,,gasið" var notað. Jú mannfjöldin dreifði sér.

Þá virðist mér þú gefa í skyn að lögreglan hafi verið að leita eftir átökum. Því mun ég aldrei trúa. Varðandi það sem varðstjórinn sagði, er bara unnt að draga einhverjar ályktanir og þú virðist hafa valið þá verstu, þ.e. að lögregluna hafi vantað átyllu til að beita ofbeldi. Ég held að þú vitir það innst inni sjálfur að svo er ekki raunin. Láta verkin tala gæti t.d. táknað að þeir myndu haldleggja bílana, sem þeir höfðu ekki gert áður, eða að byrja að handtaka menn sem hlýddu ekki fyrirmælum þeirra og höfðu þverbrotið lögin. Lögreglan hafði verið gagnrýnd fyrir að grípa ekki til þessara atgerða fyrr, en hún er eins og alltaf í no win situation. Skömmuð þegar hún gerir eitthvað og skömmuð þegar hún gerir ekki neitt.

Gangi þér allt í haginn Theódor og haltu áfram að hafa skoðanir.

Kv.

GJ

Gunnar Jóhanns 27.4.2008 kl. 15:39

14 Smámynd: Theódór Norðkvist

Sæll Einar, velkominn í bloggvinahópinn. Já, ég var búinn að skoða myndböndin eitthvað. Þetta voru grimmilegar aðfarir.

Theódór Norðkvist, 27.4.2008 kl. 19:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Theódór Norðkvist

Höfundur

Theódór Norðkvist
Theódór Norðkvist

Vettvangur fyrir það sem mér liggur á hjarta.

Nýjustu myndböndin

Sambataktar í Malmö

Sambataktar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband