26.5.2008 | 18:04
Eiga opinberir starfsmenn að taka á sig kjararýrnun?
Með því að bera samninga Starfsgreinasambandsins og BSRB annarsvegar og ríkisins hinsvegar undir atkvæði, er í raun verið að biðja starfsmenn þessara félaga að taka á sig launalækkun.
Verðbólga mælist nú 12,3% miðað við hækkun neysluvísitölu í maí, en 28% sé miðað við hækkun síðustu þriggja mánaða.
Flöt hækkun allra launataxta, 20.300 kr., ásamt hækkun persónuuppbótar og orlofsuppbótar þýðir að lægstu launin hækka um 10-13%, en önnur laun mun minna í prósentum talið.
Það er því ljóst að ef þessir samningar verða samþykktir verða flestir opinberir starfsmenn í raun látnir taka á sig kjararýrnun. Með öðrum orðum þá munu laun opinberra starfsmanna lækka að raungildi.
Er það spennandi tilhugsun, meðan alþingismenn, bankastjórar og aðrir sjálftökuhópar hafa skarað eld að eigin köku hvað eftir annað og hlegið að aumri alþýðunni? Ferðast um í einkaþotum og skálað í kampavíni yfir hausamótunum á okkur.
Starfsgreinasambandið og ríkið sömdu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Theódór Norðkvist
Tenglar
Hjálparstarf
Ferðalög
- Samferða - vefsíða fyrir fólk sem vill vera samferða Fyrir þá sem vilja sameinast í bíla og lækka eldsneytiskostnað
- Göngum um Ísland Fróðleikur um gönguferðir. Gagnvirkt Íslandskort
- Ferðafélagið Útivist Félagsskapur sem býður upp á gönguferðir um áhugaverða staði
Líkamsrækt
Tenglar um líkamsrækt
Mannréttindabaráttan
- Félagið Ísland-Palestína Félag sem berst fyrir réttindum Palestínumanna
- Amnesty International á Íslandi Íslandsdeild mannréttindasamtakanna Amnesty International
Náttúruvernd
http://www.solistraumi.org/
Bloggvinir
- zeriaph
- eeelle
- tbs
- rosaadalsteinsdottir
- baenamaer
- ulli
- saemi7
- skulablogg
- kuriguri
- vilhjalmurarnason
- marinogn
- hreinn23
- vonin
- icekeiko
- maeglika
- fun
- axelpetur
- prakkarinn
- rafng
- kreppan
- hehau
- photo
- sjalfbodaaron
- mofi
- hlynurh
- bjarnimax
- astromix
- ea
- huldumenn
- muggi69
- jonnnnni
- gerdurpalma112
- gp
- krist
- jonvalurjensson
- bassinn
- gustafskulason
- diva73
- jvj
- maggiraggi
- toshiki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Christian Glitter by www.christianglitter.com
Sæll Teddi minn.
Fyndin síðasta málsgreinin hjá þér og sérstaklega síðasta setningin í færslunni.
Enginn búinn að kvitta. það er nú lélegt.
Megi algóður Guð gefa þér góða helgi og bjarta framtíð.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 30.5.2008 kl. 20:38
Takk kærlega fyrir þessa fallegu kveðju. Já, það mættu fleiri kíkja við og ég er hissa á þessu áhugaleysi á kjaramálum opinberra starfsmanna.
Theódór Norðkvist, 30.5.2008 kl. 21:07
Sæll Teddi minn.
Ég líka en fólk virðist vera búið að gefast upp. Fólk getur t.d. ekki farið í verkfall því þá stöðvast tannhjólin og skuldir vaxa og þá eru bankarnir fljótir að reikna dráttarvexti ef fólk lendir í vanskil.
Og eins og ástandið er núna þá etur verðbólgan og háir vextir upp það sem unga fólkið með börnin eru búin að borga og þau standa uppi eignalaus fyrr en síðar. Þetta fólk lendir verst því þau eru svo nýbyrjuð að kaupa.
Fáránlegt að slíta þingi nú þegar svo mörg mál eru óafgreidd og ástandið er svona slæmt.
Baráttukveðjur/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 30.5.2008 kl. 21:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.